Menntadagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar í Hörpu kl. 8.30-12. Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Menntadagur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður og verður nú haldinn í sjötta sinn. Dagskrá verður birt þegar nær dregur og eru allir velkomnir. Þema dagsins að þessu sinni er læsi og boðið verður upp á málstofur um kennslustofu 21. aldarinnar og stöðu stráka í lífi og starfi. Skráðu þig strax í dag ef þú vilt tryggja þér sæti.

SkráningUpptökur frá Menntadegi atvinnulífsins 2018 eru aðgengilegar á vef SA. Dagurinn var tileinkaður hlutverki skólakerfis og atvinnulífs við að búa fólk undir þær miklu tæknibreytingar sem nú standa yfir. Hvað verður um starfið þitt? var yfirskrift dagsins

SMELLTU TIL AÐ HORFA


Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt, Iceland Travel er menntafyrirtæki ársins 2018 og Landsnet menntasproti ársins 2018.