Höldum áfram

Verjum störf og sköpum ný tækifæri saman

Hringrás atvinnulífs og samfélags mynda órjúfanlega heild. Við byggjum velferð okkar á því að allt gangi vel. Ef fyrirtækjum og starfsfólki gengur vel gengur okkur öllum betur.

Sjá framlag þíns fyrirtækis og starfsfólks

Tíminn er

dýrmætur

Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði 2019-2022 voru undirritaðir hjá ríkissáttasemjara að kvöldi 3. apríl. Í kjölfarið voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar til stuðnings samningunum ásamt helstu atriðum þeirra kynntir í Ráðherrabústaðnum.

Lífskjarasamningurinn 2019-2022 er yfirskrift þeirra fjölmörgu samninga og yfirgripsmiklu aðgerða sem aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld hafa sammælst um næstu árin. Kynningu samningsins má nálgast hér á vef SA ásamt boðuðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.