SA og Samfylking funduðu fyrir kosningar

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittu Þórunni Sveinbjarnardóttur, Helgu Völu Helgadóttur, Kristrúnu Frostadóttur og Dagbjörtu Hákonardóttur sem allar eru fulltrúar Samfylkingarinnar á fundi í vikunni. Fundurinn er hluti af fundaröð Samtaka atvinnulífsins með stjórnmálaflokkunum. SA hafa boðið fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar á næstunni.

Fulltrúar Samfylkingar og SA fóru vítt og breitt yfir sviðið á fundinum. Farið var yfir áherslur flokksins og þau stefnumál sem SA vilja koma á framfæri við kjörna fulltrúa í aðdraganda kosninga.

h