SA hittu Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittu Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur varaformann og Jón Gunnarsson ritara flokksins á fundi í gær. Fundurinn er hluti af fundaröð Samtaka atvinnulífsins með stjórnmálaflokkunum. SA hafa boðið fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar á næstunni.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og SA ræddu áherslur flokksins í aðdraganda þingkosninga. Þá var farið yfir þau stefnumál sem SA vilja koma á framfæri við kjörna fulltrúa í aðdraganda kosninga.

Alþingiskosningar fara fram þann 25. september næstkomandi.