Umhverfisdagur atvinnulífsins 2018 – upptökur

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn hátíðlegur þann 17. október í Hörpu. Loftslagsmál, alþjóðaviðskipti og grænar lausnir atvinnulífsins voru þar í kastljósinu. Upptökur frá deginum eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA ásamt svipmyndum frá málstofum þar sem kafað var dýpra í efnið.

Umhverfisdagur atvinnulífsins er árlegur viðburður en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent en forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes. Lovísa Árnadóttir upplýsingafulltrúi Samorku stýrði fundi.

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA þakka þeim fjölmörgu sem tóku þátt í Umhverfisdegi atvinnulífsins 2018 en dagurinn var sá fjölmennasti til þessa.

Sjáumst að ári, miðvikudaginn 9. október 2019 í Norðurljósasal Hörpu kl. 8.30.

Sjónvarp atvinnulífsins