Skráning hafin á Umhverfisdag atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn rafrænt á miðvikudaginn, þann 14. október 2020 frá 8.30-10. 

Skráning

Um árlegan viðburð er að ræða en að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Í ár er viðburðinum eingöngu streymt rafrænt í opinni dagskrá á vef SA, samfélagsmiðlum og fjölmiðlum. Dagskrá hefst kl. 8.30 og stendur til að verða 10.

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins í ár verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel í umhverfismálum. Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verðlaun fyrir umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins.

Dagskrá 

Fundarstjóri er Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrúi Samorku

Ávörp flytja:

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Kristín L. Árnadóttir, aðstoðarforstjóri LV

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion

Jónína G. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Terra

Ari Edwald, forstjóri MS

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Forseti Íslands afhendir viðurkenningu
fyrir umhverfisframtak ársins og til umhverfisfyrirtækis ársins.

Sjáðu meira í Sjónvarpi atvinnulífsins