SA hittu Viðreisn

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittu formann og þingflokksformann Viðreisnar, þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur og Hönnu Katrínu Friðriksson á fundi í vikunni.

Á fundinum var farið vítt yfir sviðið og stefna og áherslur flokksins ræddar auk þeirra stefnumála sem SA vilja koma á framfæri í aðdraganda kosninga.  

Fundurinn var sá fyrsti í röð funda Samtaka atvinnulífsins með stjórnmálaflokkunum, því SA munu bjóða fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar á næstu vikum.

Kosið verður til Alþingis þann 25. september næstkomandi.

Nánar verður fjallað um þau stefnumál sem SA vilja koma á framfæri á Ársfundi atvinnulífsins í Hörpu þann 9. september næstkomandi. Fundinum verður streymt.