Píratar og SA funduðu í aðdraganda kosninga

Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins hittu Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Andrés Inga Jónsson, þingmenn Pírata á fundi í vikunni, en fundurinn er hluti af fundaröð Samtaka atvinnulífsins með stjórnmálaflokkunum. SA hafa boðið fulltrúum allra flokka sem eiga sæti á Alþingi til fundar á næstu vikum.

Fulltrúar Pírata og SA ræddu ýmis mál á fundinum, þar sem farið var yfir áherslur flokksins og þau stefnumál sem SA vilja koma á framfæri við kjörna fulltrúa í aðdraganda kosninga.

Kosið verður til Alþingis þann 25. september næstkomandi.

Nánar verður fjallað um þau stefnumál sem SA vilja koma á framfæri á Ársfundi atvinnulífsins í Hörpu þann 9. september næstkomandi. Fundinum verður streymt.