Menntadagur atvinnulífsins 2019 – upptökur

Læsi í ýmsum myndum var til umfjöllunar á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Hörpu fimmtudaginn 14. febrúar. Rúmlega 300 manns úr atvinnulífinu og skólasamfélaginu tóku þátt í deginum. Upptökur frummælenda eru nú aðgengilegar á vef SA í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr á sviði fræðslu- og menntamála. Höldur á Akureyri er Menntafyrirtæki ársins og Friðheimar í Bláskógabyggð er Menntasproti ársins.

Menntadagurinn er árlegur viðburður, að honum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. 

Starfsmenntasjóður verslunar og skrifstofufólks, Landsmennt, Starfsafl og Samband stjórnendafélaga styrktu Menntadag atvinnulífsins. Á sérstöku menntatorgi gat svo að líta fjölbreytta þjónustu sem fyrirtæki geta sótt sér á sviði menntunar, fræðslu og þjálfunar starfsmanna. Sjáumst að ári!

Tengt efni:

Myndir frá Menntadegi atvinnulífsins 2019 á Facebook