18. janúar 2022

Greiðslufrestir á staðgreiðslu og tryggingagjaldi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Greiðslufrestir á staðgreiðslu og tryggingagjaldi

Alþingi hefur samþykkt nýjar aðgerðir til handa rekstraraðilum vegna nýrra sóttvarnaraðgerða.

Mánudaginn 17. janúar voru samþykkt lög nr. 331 á Alþingi sem heimila tiltekna frestun á greiðslum staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjalds. Auk þess er framlengdur umsóknarfrestur um viðspyrnustyrk vegna nóvember 2021 en mögulegt er að sækja um styrkinn til 1. mars 2022.

Þrjár leiðir má finna í lögunum um þær frestanir á greiðslum sem standa rekstraraðilum til boða:

- Þeim sem frestuðu greiðslum á árinu 2021 skv. fyrri reglum og bar að greiða þær greiðslur á eindaga 17. janúar 2022 er heimilt að fresta greiðslu aftur að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem nánar er getið um í 1. grein laganna. Frestaðar greiðslur skiptast þá á sex gjalddaga, þann fyrsta 15. september nk.

- Rekstraraðilar sem eru með meginstarfsemi í flokki IV skv. 3. grein eða í flokki II eða III skv. 4. grein laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 , hafa þurft að sæta takmörkunum á opnunartíma vegna sóttvarnaraðgerða og uppfylla tiltekin skilyrði er heimilt að sækja um frestun á greiðslu tveggja gjalddaga afdreginnar staðgreiðslu af launum. Gjalddagar sem má fresta eru frá 1. janúar 2022 til 1. júní 2022. Frestuðum gjalddögum er dreift á sex gjalddaga frá og með 15. september n.k.

- Rekstraraðilar sem eru með meginstarfsemi í flokki IV skv. 3. grein eða í flokki II eða III skv. 4. grein laga um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, nr. 85/2007 , hafa þurft að sæta takmörkunum á opnunartíma vegna sóttvarnaraðgerða og uppfylla tiltekin skilyrði er heimilt að sækja um frestun á greiðslu tveggja gjalddaga tryggingagjalds. Gjalddagar sem má fresta eru frá 1. janúar 2022 til 1. júní 2022. Frestuðum gjalddögum er dreift á sex gjalddaga frá og með 15. september n.k.

Lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA veita félagsmönnum eftir sem áður ráðgjöf og aðstoð varðandi þær leiðir sem stjórnvöld bjóða atvinnurekendum.

Samtök atvinnulífsins