Samkeppnishæfni - 

08. desember 2021

Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni - í beinni

Sjálfbærni

Sjálfbærni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni - í beinni

Fundaröðin Betri heimur byrjar heima heldur áfram göngu sinni núna í Húsi atvinnulífsins undir yfirskriftinni Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni.

Á fundinum verður farið yfir hvernig lítil og meðalstór fyrirtæki geta tekið fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni og þeim gefin tæki og tól sem þau geta nýtt sér á sinni vegferð.

Hér má horfa á fundinn sem einnig er á Zoom og á Facebook live:

Fram koma:

  • Eva Magnúsdóttir hjá Podium ehf.
  • Kristín María Dýrfjörð hjá Te og Kaffi
  • Vilborg Einarsdóttir hjá Bravo Earth

Boðið verður upp á snarpa fundi í vetur þar sem sagðar verða hvetjandi sögur af sjálfbærnimálum fjölbreyttra fyrirtækja. Betri heimur byrjar heima er yfirskrift fundaraðarinnar og fyrsti fundur vetrarins fjallar um ,,Fyrstu skrefin í átt að sjálfbærni“ með áherslu á lítil og meðalstór fyrirtæki.

Samtök atvinnulífsins