07. janúar 2022

Kostnaður atvinnulífsins allt að 12 milljarðar króna

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kostnaður atvinnulífsins allt að 12 milljarðar króna

Áætlaður kostnaður atvinnulífsins vegna sóttkvíar og einangrunar er 12 milljarðar króna á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Samkvæmt upplýsingasíðu Landlæknis og Almannavarna eru um 20.000 manns í sóttkví eða einangrun þessa stundina. Hér er um að ræða 5% þjóðarinnar . Það gefur augaleið að stórt skarð er hoggið í samfélagið á meðan að svo stór hópur fólks sætir takmörkunum. Þá má einnig ætla að stór hluti þessa hóps séu einkennalausir og frískir einstaklingar.

Kostnaður atvinnulífsins, en ekki síður samfélagsins alls, er gríðarlegur nú þegar og mun fara hratt vaxandi á komandi mánuðum og vikum ef fram fer sem horfir.

Samtök atvinnulífsins hafa reiknað út að miðað við fjölda einstaklinga í sóttkví og einangrun gæti heildarlaunakostnaður þessa hóps á almennum vinnumarkaði numið allt að 12 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2022.

Eins og sakir standa kemur ríkið til móts við fyrirtæki sem ákveða að greiða starfsfólki sínu laun í sóttkví. Greiðsla ríkisins kemur þó aðeins upp í hluta kostnaðar atvinnurekenda. Fyrirtæki bera hins vegar allan kostnað af fjarveru starfsmanns vegna einangrunar.

Þær reglur sem hafa gilt á Íslandi um sóttkví og einangrun eru víðtækari og stífari en í nágrannaríkjum Íslands. Mikilvægt er stjórnvöld horfi til nágrannaríkjum í þessum efnum.

Samtök atvinnulífsins