Vinnumarkaður - Samtök atvinnulífsins

Vinnumarkaður

Vinnumarkaðssvið SA kappkostar að veita aðildarfyrirtækjum samtakanna góða þjónustu á sviði kjara- og starfsmannamála. Hlutverk vinnumarkaðssviðs er m.a. að veita fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og að gæta hagsmuna SA og aðildarfyrirtækja í samskiptum við stéttarfélög og stjórnvöld.

28. feb. 2017 | Vinnumarkaður
Kjarasamningar halda gildi sínu

Þrátt fyrir að ein af þremur forsendum kjarasamninga SA og aðildarsamtaka ASÍ hafi brostið varð niðurstaða aðila sú í dag að fresta viðbrögðum vegna forsendubrests þar til í febrúar 2018.  Kjarasamningum aðila verður því ekki sagt upp að þessu sinni. Samkomulag SA og ASÍ er eftirfarandi: „Í kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka Alþýðusambands Íslands frá maí, júní og ágúst 2015 eru ákvæði um samningsforsendur og uppsagnarmöguleika. Þannig er heimilt að segja upp samningum mi...

Lesa áfram

23. feb. 2017 | Vinnumarkaður
Er betur heima setið?

Öll getum við verið sammála um að launamunur vegna kynferðis á ekki að líðast á Íslandi. Ef grunur leikur á að hann sé til staðar þá getum við verið ósammála um leiðirnar sem taka á þeim vanda. Til stendur að leggja fram frumvarp um lögfestingu jafnlaunastaðalsins en í því felst að ríflega 1.200 fyrirtæki verða skikkuð til að taka upp vinnubrögð sem krafist er í staðlinum. Engin önnur þjóð hefur farið þessa leið og hvergi í heiminum eru staðlar lögfestir. Þó að launajafnrétti sé göfugt markmi...

Lesa áfram

23. feb. 2017 | Vinnumarkaður
Óþekk(t)i embættismaðurinn

Við Reykjavíkurtjörn horfir óþekkti embættismaðurinn í verki Magnúsar Tómassonar yfir fuglagerið með skjalatösku í annarri hendi. Hann er í þungum þönkum, áhyggjufullur og íhugar um þessar mundir óheillaþróun launa æðstu embættismanna ríkisins. Hann áttar sig á því að úrskurður kjararáðs um laun æðstu embættismanna ríkisins veldur því að landsmenn allir vildu gjarnan fá sömu launhækkanir. Hann hugsar sinn gang enda veit hann að hið opinbera er leiðandi í launaþróun í landinu.  Embættismaðurin...

Lesa áfram