Vinnumarkaður - Samtök atvinnulífsins

Vinnumarkaður

Vinnumarkaðssvið SA kappkostar að veita aðildarfyrirtækjum samtakanna góða þjónustu á sviði kjara- og starfsmannamála. Hlutverk vinnumarkaðssviðs er m.a. að veita fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og að gæta hagsmuna SA og aðildarfyrirtækja í samskiptum við stéttarfélög og stjórnvöld.

15. des. 2016 | Vinnumarkaður
Ný löggjöf um útlendinga 1. janúar 2017

Aukin umsvif í efnahagslífinu að undanförnu hafa leitt til þess að atvinnuleysi er í lágmarki. Sívaxandi eftirspurn íslensks atvinnulífs eftir sérhæfðum sérfræðingum og öðru starfsfólki verður að mæta að hluta með komu fólks erlendis frá. Á síðasta þingi var samþykkt ný löggjöf um útlendinga sem tekur gildi um áramót. Markmið lagasetningarinnar er m.a. að auka samkeppnishæfni landsins. Tímabundið atvinnuleyfi veitt í allt að tvö árHeimilt verður að veita tímabundið atvinnuleyfi í allt að tvö ...

Lesa áfram

15. des. 2016 | Vinnumarkaður
Lífeyrisframlag hækkar einnig hjá háskólamönnum

Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um hækkun lífeyrisframlags hjá háskólamönnum sem falla undir kjarasamninga SA og félaga háskólamanna. Mótframlag atvinnurekanda verður það sama og hjá öðrum launamönnum á almennum vinnumarkaði og hækkar því úr 8% í 8,5%. Mótframlagið verður 10% frá 1. júlí 2017 og 11,5% frá 1. júlí 2018. Um skiptingu iðgjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignarsjóð fer samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóðs. Um ...

Lesa áfram

24. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Sérstakar hækkanir lægstu launa hafa að mestu gengið upp allan launastigann

Undanfarinn áratug hafa stéttarfélög verkafólks náð fram kröfum sínum um sérstakar hækkanir lægstu launa umfram hærri laun. Kauptaxtar hafa hækkað um tilteknar krónutölur sem falið hafa í sér mun meiri hlutfallshækkanir lægstu launa en þær almennu hlutfallshækkanir sem um hefur samist. Slíkar kröfur njóta iðulega mikils stuðnings almennings og stjórnmálamanna, a.m.k. í orði kveðnu. Stuðningur við slíka kjarastefnu byggir á sanngirnissjónarmiðum og þeirri staðreynd að lægstu laun eru alltaf ta...

Lesa áfram

17. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Látum ekki ofbeldi viðgangast á vinnustöðum

Vinnueftirlitið hefur gefið út nýtt fræðslu- og leiðbeiningarefni sem nýtist stjórnendum. Með góðri stjórnun og skjótum viðbrögðum má koma í veg fyrir alvarleg vandamál á vinnustöðum eins og einelti, áreitni og ofbeldi. Bæklingarnir eru byggðir á fræðilegu efni, lögum um vinnuvernd og reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Bæklingunum er ætlað að leiðbeina stjórnendum og styðja þá og aðra á vinnustöðum í að fyrirbyggja og breg...

Lesa áfram

16. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Desemberuppbót 2016 greiðist eigi síðar en 15. desember

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 82.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Starfsmenn sem eru í starfi í fyrstu viku desember eiga ávallt rétt á uppbót, hlutfallslega m.v. starfstíma, en aðrir þurfa að hafa unnið a.m.k. 12 vikur á síðustu 12 mánuðum til að eiga rétt á uppbót. Sjá ná...

Lesa áfram

11. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Ófriðarbál á vinnumarkaði?

Það er þrennt sem gæti sett áform um nýtt íslenskt vinnumarkaðslíkan í uppnám og kveikt ófriðarbál á vinnumarkaði. Óvissa um jöfnun lífeyrisréttinda á vinnumarkaði, ákvörðun Kjararáðs um að hækka laun þingmanna og kröfur kennara um að að laun þeirra hækki meira en gert er ráð fyrir í kjarasamningum eða svokölluðu Salek-samkomulagi. Átök eru í kortunum og hætta er á að kjarasamningum verði sagt upp og að þeir verði lausir næsta vor.  Fjallað var um málið í Spegli RÚV og á vefnum. Þar segir m.a...

Lesa áfram

01. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Kjararáð stuðlar að upplausn á vinnumarkaði

Framkvæmdastjórnir Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands samþykktu í dag ályktun þar sem Alþingi er hvatt til þess að grípa tafarlaust til ráðstafana vegna ákvarðana kjararáðs sem stuðla að upplausn á vinnumarkaði. Eftirfarandi ályktun hefur verið samþykkt af framkvæmdastjórnum Samtaka atvinnulífsins og Viðskiptaráðs Íslands 1. nóvember 2016: Í lögum um kjararáð er skýrt kveðið á um að ráðið skuli ætíð taka tillit til almennrar þróunar kjaramála á vinnumarkaði. Þetta ákvæði hefur r...

Lesa áfram

24. okt. 2016 | Vinnumarkaður
Munu börnin þekkja kynbundinn launamun?

Samtök atvinnulífsins vekja athygli á því í dag, 24. október, að fyrirtæki sem mismuna fólki í launum eftir kynferði brjóta lög, sóa verðmætum og standa sig verr í samkeppni á markaði. „Það er mikilvægt að stjórnendur haldi vöku sinni og mismuni ekki starfsfólki af gáleysi heldur nýti krafta allra jafnt,“ segir í auglýsingum samtakanna sem birtust í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu. Þar segir ennfremur: „Kynbundinn launamunur á sér margar ástæður og verður ekki upprættur með lögum eða reglugerð...

Lesa áfram

21. sep. 2016 | Kjarasamningar
Kjarasamningarnir höfðu mikil áhrif á rekstur fyrirtækja

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að síðustu kjarasamningar hafi haft mikil áhrif á rekstur ríflega 80% fyrirtækjanna, óháð því hvort þau starfa á útflutningsmarkaði eða heimamarkaði. Af fyrirtækjunum gripu 43% til almennrar hagræðingar í rekstri og 18% sögðu upp fólki vegna kjarasamninganna. Algengast var að fækkunin næmi 1-4 starfsmönnum, eða í 77% tilfella, 11% fækkuðu um 5-9, 6% fækkuðu um 10-19 og 6% fækkuðu um 20-40 starfsmenn. Fyrirtækin vor...

Lesa áfram

20. sep. 2016 | Vinnumarkaður
Sjálfboðaliðar koma ekki í stað almenns launafólks

Samtök atvinnulífsins hafa ásamt Alþýðusambandi Íslands undirritað yfirlýsingu vegna sjálfboðaliða. Tilefnið er sú mikla fjölgun erlendra sjálfboðaliða sem gefið hafa kost á sér í störf sem til þessa hefur verið sinnt af launafólki. Í yfirlýsingunni er áréttað að það sé andstætt kjarasamningum og meginreglum á vinnumarkaði að sjálfboðaliðar gangi í almenn störf launafólks í efnahagslegri starfsemi fyrirtækja. Launafólk hafi sinnt þessum störfum og verði ekki skipt út fyrir sjálfboðaliða.  Alm...

Lesa áfram

30. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Straumur út af vinnumarkaði

Öryrkjum með 75 prósenta örorku hefur fjölgað um tæplega eitt þúsund á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta kemur fram í gögnum Tryggingastofnunar en fréttastofa RÚV fjallaði um málið. Það er fimmtíu prósenta aukning miðað við meðaltal síðustu fimm ára. Hannes G. Sigurðsson framkvæmdastjóri SA, segir að með því að taka upp starfsgetumat sé hægt að koma í veg fyrir að vinnufært fólk hverfi af vinnumarkaði vegna örorku. Í drögum að frumvarpi um almannatryggingar var gert ráð fyrir að frá og með 1. ...

Lesa áfram

23. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Strax í dag!

Fyrir Alþingiskosningarnar 2013 var samstaða um það meðal allra stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Afstaða þeirra var ítrekuð á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í nóvember 2015 þar sem fjallað var um fjárlög ríkisins. Gjaldið lækkaði um 0,5 prósentustig þann 1. júlí síðastliðinn, í 6,85%, en svigrúm er til enn frekari lækkunar og hvetja Samtök atvinnulífsins Alþingi til að lækka gjaldið nú þegar en það kemur harðast niður á minni fyrirtækjunum v...

Lesa áfram

15. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Umsögn SA um drög að frumvarpi um almannatryggingar

Samtök atvinnulífsins hvetja til þess að frumvarpið verði samþykkt. Frumvarpið felur annars vegar í sér brýnar umbætur á bótakerfi ellilífeyrisþega, hægfara hækkun lífeyrisaldurs, sveigjanleika við töku hans og möguleika á hálfum lífeyri með frestun hins hlutans og hins vegar þriggja ára aðlögun að upptöku starfsgetumats í stað örorkumats sem löngu er orðin tímabær. Tillögur frumvarpsins byggja á samfelldu, fjölskipuðu nefndarstarfi í rúman áratug og tímabært að Alþingi ljúki því með lögfest...

Lesa áfram

04. ágú. 2016 | Vinnumarkaður
Leiðin inn á vinnumarkað eftir veikindi eða slys

Dagana 5.-7. september fer fram áhugaverð ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica um starfsendurhæfingu og hvernig greiða megi leið fólks inn á vinnumarkaðinn á ný eftir veikindi eða slys. Tekin verða dæmi um vel heppnuð verkefni þar sem fólk hefur getað hafið störf fyrr en ella vegna góðs samstarfs fyrirtækja og þeirra sem sinna starfsendurhæfingu. Þá verður rýnt í áhugaverðar rannsóknir en yfirskrift ráðsefnunnar er Vinnum saman. Aðalfyrirlesarar eru Dr. Tom Burns, heiðursprófessor í samfélags...

Lesa áfram

15. júl. 2016 | Vinnumarkaður
Hópar Kjararáðs hafa setið eftir á vinnumarkaði

Nýlegir úrskurðir Kjararáðs um kjör ráðuneytisstjóra og ýmissa yfirmanna opinberra stofnana hafa valdið miklum óróa á vinnumarkaði. Fjölmargir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar hafa lýst því yfir að þeir grafi undan sátt á vinnumarkaði og gangi þvert á SALEK samkomulagið frá því í október á síðasta ári. Forseti ASÍ hefur gengið svo langt að segja að allt fari í „bál og brand“ nema þing verði kallað saman til að ógilda ofangreinda úrskurði. Endalausar deilur Úrskurðir Kjararáðs og Kjaradóms þ...

Lesa áfram

14. júl. 2016 | Vinnumarkaður
Skýrsla um launaþróun 2006-2015

Út er komin skýrslan Í kjölfar kjarasamninga sem fjallar um launaþróun eftir samningssviðum og viðsemjendum á tímabilinu 2006 til 2015. Skýrslan er samstarfsverkefni þeirra heildarsamtaka á vinnumarkaði sem aðild eiga að Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga (Salek). Skýrslan er sú þriðja í röðinni sem fjallar um viðfangsefnið en þær fyrri báru nafnið Í aðdraganda kjarasamninga og voru gefnar út í október 2013 og febrúar 2015, í þann mund er viðræður voru að he...

Lesa áfram

12. júl. 2016 | Vinnumarkaður
Tryggingagjald lækkaði um 0,5% þann 1. júlí

Á grundvelli samkomulags Samtaka atvinnulífsins við stjórnvöld um lækkun tryggingagjalds á næstu árum undirrituðu samtökin kjarasamning 21. janúar 2016 við ASÍ og aðildarfélög þess. Samkomulagið byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október 2015 og felur m.a. í sér hærri almennar launabreytingar og aukið mótframlag atvinnurekenda til lífeyrissjóða. Samkomulaginu er ætlað að mæta að hluta stórauknum framlögum atvinnulífsins til lífeyrismála og fól í sér að tryggingagjaldið m...

Lesa áfram

07. júl. 2016 | Vinnumarkaður
Fundargerð fyrsta fundar Þjóðhagsráðs

Þjóðhagsráð kom saman til fyrsta fundar 8. júní síðastliðinn, en hlutverk þess er að greina stöðu efnahagsmála og ræða samhengi ríkisfjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Ráðið skal beina umfjöllun sinni sérstaklega að þáttum þar sem samhæfingu er helst ábótavant. Stofnun ráðsins er í samræmi við yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar frá í maí 2015 sem gerð var til að greiða fyrir gerð kjarasamninga og einnig er kveðið á um stofnun Þjó...

Lesa áfram

15. jún. 2016 | Vinnumarkaður
Mótframlag í lífeyrissjóði hækkar um 3,5% til 2018

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa gert með sér samkomulag um hækkun  á framlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði. Mótframlag hækkar um 3,5% í þremur áföngum til 2018. Gengið var frá samkomulaginu í dag.  1. júlí 2016 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 0,5% stig 1. júlí 2017 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig 1. júlí 2018 hækkar mótframlag atvinnurekenda um 1,5% stig Hækkun um 0,5% þann 1. júlí nk. mun renna í samtryggingu sjóðsfélaga. Frá 1. júlí 2017 getur fólk...

Lesa áfram

10. jún. 2016 | Vinnumarkaður
Samið verði við flugumferðarstjóra fyrir 24. júní

Ríkisstjórnin samþykkti í vikunni að skipa gerðardóm til að útkljá kjaradeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins fyrir hönd Isavia hafi aðilar ekki náð samningum 24. júní næstkomandi. Alþingi samþykkti lagafrumvarp þess efnis miðvikudaginn 8. júní. Það felur í sér að verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia svo og aðrar vinnustöðvanir eða aðgerðir til að knýja fram kjarasamning eru óheimilar. Hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyri...

Lesa áfram

07. jún. 2016 | Vinnumarkaður
Flugumferðarstjórar vilja tvöfaldar launahækkanir

Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur valdið mikilli röskun á samgöngum, óþægindum farþega og tjóni flugfélaga. Kjaradeila flugumferðarstjóra og SA er í hnút en þeim hafa verið boðnar sambærilegar launahækkanir og þorri vinnumarkaðarins hefur samið um á grundvelli SALEK-samkomulagsins. Flugumferðarstjórar vilja hins vegar meira. „Þeir hafa staðið fastir á sínu og ég held að það sé óhætt að segja að það séu tvöfalt meiri hækkanir en aðrir hópar hafa fengið,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framk...

Lesa áfram

02. jún. 2016 | Vinnumarkaður
Tryggingagjald lækki í samræmi við samkomulag

Að óbreyttu mun tryggingagjald ekki lækka í ársbyrjun 2017 eins og til stóð og samkomulag var um. Samtök atvinnulífsins trúa ekki öðru en að stjórnvöld standi við fyrirheit sín og að lækkun á tryggingagjaldi verði bundin í lög á þessu ári og taki gildi um næstu áramót. Gjaldið er mun hærra en það ætti að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Tryggingagjald kemur harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum og takmarkar nýsköpun. Því er  brýnt að það lækki þar sem góðar aðstæður ...

Lesa áfram

27. maí 2016 | Vinnumarkaður
Réttindi og skyldur á vinnumarkaði rædd í Bítinu

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræddi um réttindi og skyldur á vinnumarkaði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þorsteinn Víglundsson, sagði það rétt hjá verkalýðshreyfingunni að í einhverjum tilvikum væri pottur brotinn, einkum þegar kæmi að réttri skráningu og launagreiðslum til erlendra starfsmanna. „Það er mjög alvarlegt og við höfum fordæmt slíkt,“ sagði Þorsteinn en vísaði því til föðurhúsanna að SA láti sig þessi mál engu varða eins og formaður Framsýnar-stéttarfélags hélt fram í vi...

Lesa áfram

26. maí 2016 | Vinnumarkaður
Flugumferðarstjórar komi niður úr skýjunum

Þriðja sumarið í röð þurfa landsmenn að búa við aðstæður þar sem fámennur starfshópur lokar fyrir samgöngur til og frá landinu með verkfallsaðgerðum. Röskun hefur orðið á millilandaflugi og innanlandsflugi vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra með óþægindum fyrir farþega og tekjutapi aðila í ferðaþjónustu. Þar við bætist álitshnekkir Íslands sem ferðaþjónustulands. Kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir eru langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum. Yrði gengið að kröfum þeirra raska...

Lesa áfram

26. maí 2016 | Vinnumarkaður
Umræða um styttingu vinnutíma á villigötum

Á dögunum var haldið málþing um styttingu vinnuvikunnar á vegum BSRB og Reykjavíkurborgar. Í erindi sem sem Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hélt á málþinginu sagði hann frumvarpið, sem lagt var fram af þingmönnum Pírata, Samfylkingarinnar og Vinstri grænum, vega að rótum íslenska kjarasamningalíkansins og vera atlögu að samningsfrelsinu. Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu 19. maí þar sem er rætt við Hannes. Í samtali við Viðskiptablaðið segir Hannes ...

Lesa áfram

25. maí 2016 | Vinnumarkaður
Samtök atvinnulífsins standa fyrir ábyrgt atvinnulíf

Ásetningsbrot gegn launafólki á íslenskum vinnumarkaði eru mun færri en af er látið. Langflest fyrirtæki virða að öllu leyti lög og kjarasamninga eins og vera ber og styðja Samtök atvinnulífsins öflugt eftirlit yfirvalda með atvinnulífinu þegar kemur að réttindamálum starfsfólks, vinnuumhverfi og baráttu gegn svartri atvinnustarfsemi. Samtök atvinnulífsins vísa á bug alhæfingum verkalýðshreyfingarinnar um almenna brotastarfsemi, m.a. í  ferðaþjónustu og byggingariðnaði, út frá þeim afmörkuðu ...

Lesa áfram

25. maí 2016 | Jafnrétti
Íslandsbanki hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2016

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti Íslandsbanka, Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2016 á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? í Háskóla Reykjavíkur í morgun. Í áliti dómnefndar segir meðal annars: „Fyrirtækið hefur lagt ríka áherslu á jöfn tækifæri kvenna og karla og með markvissum hætti aukið hlut kvenna í yfirstjórn þess og aukið þannig hlut kvenna í karllægum geira." Ennfremur segir í umsögninni: „Þá hefur fyrirtækið farið af stað með ver...

Lesa áfram

03. maí 2016 | Vinnumarkaður
Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í þriðja sinn

Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í þriðja sinn þann 25. maí næstkomandi á morgunfundinum Er pláss fyrir jafnrétti í nýsköpun? Fundurinn verður haldinn  í Háskóla Reykjavíkur og hefst kl. 8.30 og stendur til kl. 10. Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Hægt er að tilefna fyrirtæki til mánudagsins 9.maí. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mun...

Lesa áfram

28. apr. 2016 | Kjarasamningar
Orlofsuppbót 2016

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist orlofsuppbót þann 1. júní ár hvert. Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2016 er kr. 44.500. Við útreikning orlofsuppbótar er litið til starfstíma og starfshlutfalls á síðasta orlofsári, þ.e. frá 1. maí 2015 til 30. apríl 2016, og telst fullt ársstarf í þessu sambandi 45 vikur eða meira fyrir utan orlof. Ekki er greitt orlof ofan á orlofsuppbót. Nánari upplýsingar er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem er opinn félagsm...

Lesa áfram

22. apr. 2016 | Vinnumarkaður
19% aukning nýrra örorkutilfella

Alls fékk 1.471 einstaklingur úrskurðað 75% örorkumat í fyrsta sinn árið 2015 en það er 19% fleiri en árið áður. VIRK starfsendurhæfingarsjóður er farinn að taka við umtalsvert fleira fólki í sína þjónustu en mikill fjöldi ungs fólks í þeirra hópi er áhyggjuefni að mati forstjóra VIRK. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins frá 14. apríl.  Í umfjöllun blaðsins sem má nálgast í heild hér að neðan, kemur fram að frá aldamótum var mesta aukningin í nýgengi öryrkja árið 2009 þegar 1....

Lesa áfram

20. apr. 2016 | Vinnumarkaður
Tökum vel á móti erlendu starfsfólki

Mikilvægt er að Íslendingar taki vel á móti erlendu starfsfólki sem þjóðfélagið þarf á að halda næstu ár og áratugi. Risavaxnar áskoranir á íslenskum vinnumarkaði eru framundan vegna öldrunar þjóðarinnar og mikillar örorkubyrði, en til að standa undir góðum hagvexti og lífskjörum til framtíðar þarf Ísland á erlendu starfsfólki að halda. Ísland er að þróast í fjölmenningarsamfélag en því er spáð að hlutfall erlendra ríkisborgara verði orðið 20% innan ekki langs tíma en hlutfallið er 8% í dag....

Lesa áfram

19. apr. 2016 | Vinnumarkaður
Ólíðandi starfsumhverfi

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 það óþolandi að óprúttnir aðilar skapi sér samkeppnisforskot með brotum á lögum og kjarasamningum. Tilefnið var handtaka embættis héraðssaksóknara á níu mönnum í síðustu viku en tvö verktakafyrirtæki eru grunuð um stórfelld skattalagabrot. Málið er talið alvarlegt en mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók einnig þátt í aðgerðunum og rannsakar hvort um vinnumansal gæti verið að ræða auk skattaundansko...

Lesa áfram

12. apr. 2016 | Vinnumarkaður
Nýtt lífeyriskerfi

Nefnd um endurskoðun almannatryggingalaga skilaði tillögum sínum í febrúar 2016. Nefndin var skipuð 20 fulltrúum frá stjórnmálaflokkunum og hagsmunaaðilum. Samstaða náðist í nefndinni um meginútlínur nýs kerfis. Nefndin leggur til að tillögur hennar taki gildi strax 1. janúar 2017. Til þess að svo geti orðið þarf að leggja fram frumvarp sem verði að lögum á þessu þingi og er unnið að því í velferðarráðuneytinu. Mikilvægustu tillögurnar lúta að breyttu lífeyriskerfi og upptöku starfsgetumats í...

Lesa áfram

03. mar. 2016 | Vinnumarkaður
Stjórnendur hækkuðu minnst starfsstétta árið 2015

Á árinu 2015, milli þriðja ársfjórðungs 2014 og sama ársfjórðungs 2015, hækkuðu stjórnendur og sérfræðingar minnst allra starfsstétta, eða um liðlega 5%.  Meðalhækkunin launavísitölunnar var rúmlega 8%, en verkafólk hækkaði mest, um 11%, og afgreiðslu- og þjónustufólk næst mest, um rúm 10%. Fréttablaðið birtir í dag frétt um árstekjur 15 forstjóra félaga í Kauphöllinni árið 2015 og samanburð við árið 2014. Niðurstaða blaðsins er að árstekjur þeirra hjá fyrirtækjunum hafi að meðaltali hækkað u...

Lesa áfram

29. feb. 2016 | Kjarasamningar
Forsendur kjarasamninga hafa staðist

Það er sameiginlegt mat Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands að meginforsendur kjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá 29. maí 2015 hafi staðist, að teknu tilliti til samninga sem aðilar hafa síðan gert. SA og ASÍ hafa jafnframt gert samkomulag um að fresta skoðun á efndum ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum til ársins 2017, en samhliða undirritun kjarasamninganna síðasta sumar kynnti ríkisstjórnin viðamiklar aðgerðir til að greiða fyrir gerð þeirra. Fyrr í dag, 29. febrúar, f...

Lesa áfram

24. feb. 2016 | Kjarasamningar
Kjarasamningur SA og ASÍ samþykktur – ný kaupgjaldsskrá

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, sem undirritaður var  21. janúar sl., hefur verið samþykktur í atkvæðagreiðslu beggja aðila og gildir hann til ársloka 2018. Ný kaupgjaldsskrá hefur verið birt á vef SA ásamt nánara upplýsingaefni. Rafræn atkvæðagreiðsla fór fram meðal aðildarfyrirtækja SA dagana 12.-19. febrúar og voru 49% atkvæða nýtt. Samningurinn var samþykktur með 79% greiddra atkvæða, 12% atkvæða voru greidd gegn honum en 9% atkvæða voru auð. Rafrænni atkv...

Lesa áfram

22. feb. 2016 | Vinnu- og hvíldartími
Óþörf sextán þúsund störf?

Fimm þingmenn hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að stytta lögbundna vinnuviku úr 40 í 35 klukkustundir án þess að kjör fólks skerðist. Verði frumvarpið samþykkt mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt efnahagslíf en rök þingmannanna fyrir breytingunni eru vægast sagt veik. Þingmennirnir telja að 32 milljónir unninna vinnustunda geti fallið brott án þess að það hafi nein áhrif. Það jafngildir 16 þúsund ársverkum. Liðlega 140 þúsund starfsmenn eru í fullu starfi og virðast þingmen...

Lesa áfram

22. jan. 2016 | Vinnumarkaður
Mikilvægur áfangi

Með undirritun kjarasamninga í gær er tryggður friður á vinnumarkaði til næstu þriggja ára. Með umsömdum launahækkunum og hærri greiðslum í lífeyrissjóði er gengið mjög nærri getu fyrirtækjanna. Það mun reyna mjög á þau og þess vegna eru mótvægisaðgerðir stjórnvalda nauðsynlegar til að kostnaðurinn fari ekki að stórum hluta út í verðlag. Lykilþættir til að auka samkeppnishæfni atvinnulífsins er að lækka skatta og gjöld, afnema gjaldeyrishöftin og að dregið verði úr reglubyrði sem leggst sérst...

Lesa áfram

22. jan. 2016 | Vinnumarkaður
Nýr kjarasamningur SA og ASÍ til 2019

Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning síðdegis í gær, fimmtudaginn 21. janúar. Samningurinn fer nú til kynningar hjá samningsaðilum og atkvæðagreiðslu og skulu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar. Samningurinn gildir til loka árs 2018 og byggir á svokölluðu Rammasamkomulagi frá 27. október sl. og bókun með kjarasamningum SA og aðildarfélaga ASÍ um jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Samningurinn kveður á...

Lesa áfram

13. jan. 2016 | Vinnuvernd
Fyrirbyggjum einelti og áreitni á vinnustöðum

Ný reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum hefur tekið gildi. Markmið nýrra reglna er að fyrirbyggja einelti og áreitni með forvörnum og áhættumati. Atvinnurekenda ber að  gera starfsmönnum ljóst með skýrum hætti að slík hegðun sé óheimil og grípa  til aðgerða í samræmi við skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, komi fram kvörtun, ábending eða rökstuddur grunur um einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni ...

Lesa áfram