Vinnumarkaður - Samtök atvinnulífsins

Vinnumarkaður

Vinnumarkaðssvið SA kappkostar að veita aðildarfyrirtækjum samtakanna góða þjónustu á sviði kjara- og starfsmannamála. Hlutverk vinnumarkaðssviðs er m.a. að veita fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og að gæta hagsmuna SA og aðildarfyrirtækja í samskiptum við stéttarfélög og stjórnvöld.

29. des. 2015 | Vinnumarkaður
Lækkun framlags til VIRK í 0,10% af stofni iðgjalds 1. janúar 2016

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hafði nýverið frumkvæði að því við fjármálaráðherra og félags- og húsnæðismálaráðherra að gjöld sem atvinnulífið greiðir til að fjármagna starfsendurhæfingu verði lækkuð tímabundið árin 2016 og 2017 auk þess að áætlað framlag ríkisins til VIRK árið 2016 verði lægra en fyrirhugað var. Ástæðan er m.a sú að fyrirséð er að fjölgun einstaklinga í þjónustu VIRK verði minni á næsta ári en áætlað var vegna þess að upptaka starfsgetumats í stað örorkumats frestast, en up...

Lesa áfram

04. des. 2015 | Vinnumarkaður
Einstakt bann við útboðum þjónustu

Kjaraviðræður hafa staðið yfir milli Samtaka atvinnulífsins, f.h. ISAL, og samflots verkalýðsfélaga starfsmanna í álverinu í Straumsvík í tæplega eitt ár. Samkomulag liggur fyrir um kjaramálin en undirritun kjarasamnings strandar á kröfu um að aflétt verði takmörkun fyrirtækisins á því að fela verktökum ýmis verkefni. Því er rétt að varpa ljósi á það hvers vegna þessi krafa er sjálfsögð og eðlileg og jafnframt hve furðulegt það er að verkalýðshreyfingin skuli láta hana standa í vegi fyrir því...

Lesa áfram

25. nóv. 2015 | Laun og gjöld
Desemberuppbót 2015 greiðist eigi síðar en 15. desember

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbót fyrir fullt starf er nú kr. 78.000. Uppbótin greiðist hlutfallslega m.v. starfstíma og starfshlutfall en fullt ársstarf telst a.m.k. 45 unnar vikur fyrir utan orlof. Upplýsingar um desemberuppbót á vinnumarkaðsvef SA

Lesa áfram

25. nóv. 2015 | Vinnumarkaður
Þverpólitísk samstaða um lækkun tryggingagjalds

Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins um fjárlög ríkisins með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi kom fram þverpólitísk samstaða um að lækka þurfi tryggingagjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að árlegt gjald sé um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það eigi að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Tryggingagjaldið kemur harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til. Fyrirtæki sem er með tíu starfsmenn í vinnu greiðir í raun ...

Lesa áfram

20. nóv. 2015 | Vinnumarkaður
Áskoranir á vinnumarkaði vegna öldrunar þjóðarinnar

Þjóðin er að eldast hratt, þó ekki eins hratt og í Evrópu. Á næstu árum mun vanta fólk á íslenskan vinnumarkað til að viðhalda hagvexti. Þetta kemur fram í Viðskiptablaði Morgunblaðsins sem ræddi við Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóra SA um málið í vikunni. „Spurningin hlýtur að vera hvernig við ætlum að mæta áskorunum um aukin ríkisútgjöld til lífeyrisgreiðslna, til heilbrigðisþjónustu og til umönnunar aldraðra án þess að hækka skatta og draga þannig úr samkeppnishæfni atvinnulíf...

Lesa áfram

05. nóv. 2015 | Vinnumarkaður
Ellefti maðurinn er á bekknum

Fyrirtæki með tíu starfsmenn þarf í raun að borga kaup ellefu. Kaup þess ellefta er tryggingagjaldið, að sögn Þorsteins Víglundssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins  í samtali við Morgunblaðið í dag. „Þetta er mjög blóðugt, sérstaklega fyrir lítil fyrirtæki sem þola slíkan kostnað mjög illa.“ Þorsteinn segir nýja greiningu Viðskiptaráðs á launatengdum kostnaði samanborið við grunnlaun og útborguð laun sýni vel hvernig kakan skiptist. Mikilvægt sé að lækka launatengda skatta á borð v...

Lesa áfram

27. okt. 2015 | Vinnumarkaður
Betri vinnubrögð og aukinn ávinningur

Heildarsamtök launafólks og atvinnurekenda á almennum og opinberum vinnumarkaði skrifuðu í dag undir samkomulag um breytt vinnubrögð við gerð kjarasamninga. Markmið samkomulagsins er að tryggja varanlega aukningu kaupmáttar á Íslandi á grundvelli lágrar verðbólgu, stöðugs gengis krónunnar og lægri vaxta. Með samkomulaginu er lagður grunnur að sátt á vinnumarkaði, auknu samstarfi og minni  átökum. Ennfremur er stefnt að auknum efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í landinu. Samkomulagið er...

Lesa áfram

22. okt. 2015 | Vinnumarkaður
Meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndum

Ísland er hálaunaland samkvæmt alþjóðlegum samanburði OECD, Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar í París. Í umræðu um kjaramál er því hins vegar sífellt haldið fram að Ísland sé láglaunaland, einkum í samanburði við Norðurlönd. Samkvæmt gögnum OECD eru  meðaltekjur á Íslandi næst hæstar á Norðurlöndunum og því er nær sanni að segja að Ísland sé hálaunaland. Við samanburð launa milli landa er algengast að látið sé nægja að umreikna þau í sama gjaldmiðil. Sá einfaldi útreikningur dregur u...

Lesa áfram

21. okt. 2015 | Vinnumarkaður
Vinnu­tími viðfangs­efni kjara­samn­inga

„Afstaða Samtaka atvinnulífsins er sú að vinnu­tími er viðfangs­efni kjara­samn­inga. Ef lög­gjaf­inn fer að breyta ein­stök­um köfl­um kjara­samn­inga, t.d. þeim sem fjalla um vinnu­tíma, tek­ur hann yfir hlut­verk og verk­efni samn­ingsaðila á vinnu­markaði að semja um kaup og kjör og meta hvert svig­rúm at­vinnu­lífs­ins er til hækk­un­ar launa­kostnaðar.“ Þetta seg­ir Hann­es G. Sig­urðsson, aðstoðarfram­kvæmda­stjóri SA, um frum­varp um breyt­ingu á lög­um um 40 stunda vinnu­viku sem fjó...

Lesa áfram

12. okt. 2015 | Vinnumarkaður
Innistæðulausir kjarasamningar sveitarfélaga

Sveitarfélög kvarta nú undan því að þau hafi ekki efni á þeim kjarasamningum sem þau hafa gert og kalla eftir auknum skatttekjum frá ríkinu til að fjármagna þá. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það algjört ábyrgðarleysi að semja um launahækkanir fyrir hönd sveitarfélaga sem vitað er fyrirfram að þau hafi ekki efni á að greiða. Þorsteinn segir að þetta hafi öllum átt að vera ljóst þegar samningarnir voru gerðir. Tekjur sveitarfélaganna séu að aukast allnokk...

Lesa áfram

06. okt. 2015 | Vinnumarkaður
Slitnar upp úr SALEK-viðræðum

Í gærkvöldi slitnaði upp úr viðræðum helstu viðsemjenda á almennum og opinberum vinnumarkaði (svokallaðs SALEKS-hóps) á fundi hjá ríkissáttasemjara sem hafa unnið að því undanfarin þrjú ár að innleiða bætt vinnubrögð við gerð kjarasamninga á Íslandi. Vonir stóðu til þess að samkomulag næðist sem stuðlaði að varanlegri aukningu kaupmáttar launafólks og kæmi í veg fyrir að verðbólga fari úr böndum í kjölfar mikilla launahækkana á almennum og opinberum vinnumarkaði á árinu. Meginástæða þess að ...

Lesa áfram

28. ágú. 2015 | Vinnumarkaður
Niðurstaða gerðardóms kol­röng

Þor­steinn Víg­lunds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að vinnu­brögð og niðurstaða gerðardóms um launa­hækk­an­ir hjúkr­un­ar­fræðinga og BHM veki furðu. Þor­steinn seg­ir í samtali við mbl.is að gerðardóm­ur hafi kastað mjög til hend­inni við sína vinnu og að grund­vall­ar­atriði, eins og að leita staðfest­ing­ar á kostnaði við samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði, hafi verið van­rækt. Umfjöllunina í heild má lesa hér að neðan. „Niðurstaða gerðardóms vek­ur furðu ...

Lesa áfram

23. júl. 2015 | Vinnumarkaður
Stjórnendur hækkuðu minnst starfsstétta 2014

Í lok júlí hvers árs fer af stað mikil umræða um launamál og launaójöfnuð í framhaldi af útgáfu svonefndra tekjublaða þar sem birtar eru tölur um meðallaun og launabreytingar einstaklinga og hópa á grundvelli upplýsinga í álagningarskrám sem skattyfirvöld birta. Mesta athygli vekja upplýsingar um laun þeirra forstjóra, sérfræðinga og starfsmanna fjármálafyrirtækja sem hækkað hafa mest milli ára. Þá eru stundum borin saman laun tiltekins fjölda sem var með hæstu launin á síðasta ári við sama f...

Lesa áfram

15. júl. 2015 | Vinnumarkaður
Uppfærð kaupgjaldsskrá eftir samþykkt iðnaðarmannasamninga

Uppfærð kaupgjaldsskrá hefur nú verið sett á vef SA eftir að fyrir liggur samþykki félagsmanna allra helstu stéttarfélaga iðnaðarmanna á samningunum sem undirritaðir voru 22. júní 2015. Nokkur félög felldu samningana, VM –félag vélstjóra og málmtæknimanna, Rafiðnaðarfélag Suðurnesja, Rafiðnaðarfélag Norðurlands, Félag rafiðnaðarmanna á Suðurlandi og Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þar með hafa komist á kjarasamningar fyrir meginþorra starfsmanna á almenna vinnumarkaðnum sem gilda til ársl...

Lesa áfram

09. júl. 2015 | Vinnumarkaður
Kjarasamningar auki kaupmátt þrátt fyrir aukna verðbólgu

„Kjarasamningarnir sem voru undirritaðir fyrir skömmu fara talsvert út fyrir það svigrúm sem er til launahækkana,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í samtali við Fréttablaðið í dag. Þorsteinn segir hættu á að samningarnir auki verðbólgu en segist vona að fyrirtæki bregðist við á annan hátt en með verðhækkunum. „Við bindum vonir til að verðbólguáhrif verði eins lítil og kostur er og að fyrirtæki leiti allra annarra leiða en að bregðast við með kostnaðarhækk...

Lesa áfram

23. jún. 2015 | Kjarasamningar
Samið við iðnaðarmenn til ársloka 2018

Samtök atvinnulífsins og sex félög iðnaðarmanna skrifuðu í gærkvöld undir kjarasamninga sem munu gilda til ársloka 2018. Boðuðu verkfalli félaganna sem hefjast átti á miðnætti var því aflýst. Samningarnir eru í meginatriðum hliðstæðir kjarasamningum SA, VR, SGS og Flóabandalagsins sem skrifað var undir 29. maí sl. og hafa verið samþykktir af félagsmönnum verkalýðsfélaganna. Atkvæðagreiðslu um nýja samninga iðnaðarmanna skal lokið eigi síðar en 15. júlí. Skrifað var undir samninga við Samiðn,...

Lesa áfram

23. jún. 2015 | Kjarasamningar
Hvenær lýkur „leiðréttingu launa“?

Undangenginn vetur hefur einkennst af harðvítugri kjaradeilum en um áratugaskeið. Boðað var til verkfalla sem náð hefðu til tugþúsunda launamanna með tilheyrandi tjóni fyrir fyrirtæki og launafólk. Með nýgerðum kjarasamningum SA og VR, LÍV, Flóabandalags og SGS og frestun aðgerða hjá iðnaðarmönnum tókst að afstýra verkföllum á almennum vinnumarkaði en inngrip Alþingis þurfti til að stöðva verkfall BHM og hjúkrunarfræðinga. Þessar hörðu deilur komu í kjölfar þess að ekki tókst að ná samstöðu ...

Lesa áfram

01. jún. 2015 | Kjarasamningar
Samið til langs tíma á almennum vinnumarkaði

Kjarasamningar voru undirritaðir á almennum vinnumarkaði síðastliðinn föstudag sem ná til tæplega 70 þúsund launamanna. Samningarnir gilda til ársloka 2018 verði þeir samþykktir, en framundan er kynning á efni samninganna meðal aðildarfyrirtækja SA. Verkföllum stéttarfélaganna hefur verið frestað fram yfir atkvæðagreiðslu þeirra. Samningana í heild má nálgast hér á vef SA en megináhersla þeirra er á hækkun lægstu launa. Í samningunum er kveðið á um eftirfarandi atriði: Lágmarkstekjutrygging...

Lesa áfram

27. maí 2015 | Vinnumarkaður
SGS frestar verkföllum

Samtök atvinnulífsins og samninganefnd Starfsgreinasambands Íslands (SGS) gerðu í dag samkomulag sem felur í sér að boðuðum verkföllum SGS er frestað. Tveggja sólarhringa verkfalli sem hefjast átti á miðnætti í kvöld er frestað til 3. júní og ótímabundinni vinnustöðvun sem hefjast átti 6. júní er frestað til 12. júní. Á vef SGS kemur fram að viðræður séu hafnar af fullum þunga. „Það er mat samninganefndarinnar að gefinn skuli tími til að reyna til þrautar um að samningar náist.“ 

Lesa áfram

25. maí 2015 | Vinnumarkaður
Verkföllum frestað um fimm sólarhringa

Forsvarsmenn samninganefnda VR, LÍV, Flóabandalagsins, StéttVest og Samtaka atvinnulífsins hafa náð samkomulagi um frestun verkfallsaðgerða, sem áttu að hefjast þann 28. maí næstkomandi, um fimm sólarhringa. Ekki verður upplýst um einstaka efnisþætti viðræðna aðila fyrr en gengið hefur verið frá drögum að samningi sem lagður verður fyrir samninganefndir félaganna. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 28. maí næstkomandi.

Lesa áfram

20. maí 2015 | Vinnumarkaður
Um meintar rangfærslur SA í samningaviðræðum við Flóabandalagið, VR og LÍV

Síðastliðinn föstudag, þann 15. maí, lögðu Samtök atvinnulífsins fram skriflega tillögu gagnvart Flóabandalaginu og VR um tilteknar breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og hækkanir launa og launataxta gegn þeim breytingum. Þessar tillögur eru settar fram til að gera SA kleift að koma að einhverju leyti til móts við miklar kröfur verkalýðsfélaganna um launahækkanir í yfirstandandi samningalotu. Tillögur SA eru einnig þess eðlis að þær mæta kröfum um aukið vægi grunnlauna í heildarlaunum...

Lesa áfram

19. maí 2015 | Kjarasamningar
Viðræðum SA við VR og Flóabandalagið slitið

Samningaviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR og Flóabandalagið var slitið í dag hjá ríkissáttasemjara. Staðan í kjaradeilunum er nú mjög flókin og fáir góðir kostir í boði. Vandséð er að hægt sé að forða víðtækum verkföllum verkalýðshreyfingarinnar. Afleiðingar þeirra verða alvarlegar fyrir bæði launafólk, fyrirtæki og þjóðarhag. Verði ítrustu kröfur verkalýðsfélaganna knúnar fram með verkföllum verða afleiðingarnar hins vegar enn verri. Verðtryggðar skuldir heimila og fyrirtækja munu hækk...

Lesa áfram

18. maí 2015 | Kjarasamningar
Teflt á tæpasta vað

Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins segist í samtali við Viðskiptablaðið meðvitaður um að einhver fyrirtæki geti mögulega ekki risið undir launatilboði SA um 23,5% launahækkun. Rætt er við Björgólf í ítarlegu viðtali í blaðinu, m.a. um flókna og erfiða stöðu á vinnumarkaði. Ábyrgt tilboð? Viðskiptablaðið vísar til þess að Samtök atvinnulífsins hafi verið tíðrætt um stöðugleika og að gerðir verði raunhæfir kjarasamningar. Þá hafi Seðlabankinn vísað til þess að hagkerfið þol...

Lesa áfram

15. maí 2015 | Vinnumarkaður
Verkföllum frestað

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur tilkynnt Samtökum atvinnulífsins að fyrirhuguðum verkföllum SGS hafi verið frestað til að gefa svigrúm til samningaviðræðna næstu tvær vikur. Jafnframt hefur Stéttarfélag Vesturlands frestað  verkföllum á sínu svæði.  Þetta eru jákvæðar fréttir en nú gefst samningsaðilum tækifæri til að finna lausn í þeim erfiðu og flóknu kjaraviðræðum sem nú standa yfir með sameiginlega hagsmuni  launafólks og fyrirtækja að leiðarljósi. Samtök atvinnulífsins stefna að...

Lesa áfram

12. maí 2015 | Vinnumarkaður
Allir komi að samningaborðinu

Valið stendur um verðbólgusamninga þar sem ávinningur hækkana gufar fljótlega upp, eða samræmda samninga þar sem allir koma að borðinu og hækkanir samrýmast stöðugleika. Þetta kemur fram í umfjöllun Fréttablaðsins í dag um stöðuna á vinnumarkaði.Tilboð Samtaka atvinnulífsins er í takti við kröfu um hækkun lægstu launa.  Umfjöllun Fréttablaðsins má lesa hér að neðan:  „Samtök atvinnulífsins (SA) kalla eftir því að kjaraviðræður sem í gangi eru séu sameinaðar þannig að þær nái bæði til almenn...

Lesa áfram

08. maí 2015 | Vinnumarkaður
Tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna á þriggja ára samningstíma

Samtök atvinnulífsins hafa lagt fram tilboð um 23,5% hækkun dagvinnulauna á þriggja ára samningstíma í kjaraviðræðum við Starfsgreinasamband Íslands (SGS). Innifalið í þeirri hækkun er 8% sérstök hækkun dagvinnulauna, samhliða auknum sveigjanleika vinnutíma og lækkun yfirvinnuálags. Með þeim hætti yrðu grunnlaun hækkuð sérstaklega og vægi dagvinnulauna í heildartekjum myndi aukast. Launakerfin yrðu þannig færð nær því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar, þar sem vinnutímareglur eru mun sveigja...

Lesa áfram

06. maí 2015 | Vinnumarkaður
Laun hækka um 2,7% í Noregi

„Svigrúm til launahækkana í iðnaðinum gefur tóninn fyrir almennar launahækkanir í Noregi. Á þessu ári er miðað við að launahækkanir verði um 2,7 prósent. Víðtæk sátt er meðal aðila vinnumarkaðarins um norska samningakerfið.” Þetta kemur fram í áhugaverðri umfjöllun Spegilsins á RÚV um hvernig staðið er að kjarasamningum í Noregi. Á vef RÚV segir: „Á sama tíma og það logar stafna á milli í kjaramálum hér heima virðist ríkja sátt um hvernig staðið er að kjarasamningum í Noregi. Norðmenn hafa ...

Lesa áfram

05. maí 2015 | Kjarasamningar
Gerum kaupmáttarsamninga

Lífleg umræða hefur verið um kjaramálin í fjölmiðlum undanfarna daga enda snúin og erfið staða á vinnumarkaði. Þar hefur komið skýrt fram að Samtök atvinnulífsins vilja gera kaupmáttarsamninga sem byggja á þeim árangri sem náðist í kjölfar síðustu samninga, þannig að kaupmáttur haldi áfram að aukast, vextir lækki enn frekar og verðbólga haldist lág.  SA eru tilbúin að skoða sérstaka hækkun lægstu launa en hafna því hins vegar alfarið að gera verðbólgusamninga sem munu rýra lífskjör á Íslandi ...

Lesa áfram

30. apr. 2015 | Kjarasamningar
Helvítis stöðugleikinn

Því hefur verið fleygt í opinberri umræðu upp á síðkastið að það sem Íslendingar þurfi síst á að halda um þessar mundir sé stöðugleiki. Hækka þurfi laun í landinu mikið á skömmum tíma svo búandi verði í landinu og allir hafi nóg að bíta og brenna. Í gegnum tíðina hefur óstöðugleiki, sveiflur, kreppur, hrun, gengisfellingar og mikil verðbólga nánast verið viðvarandi í íslensku efnahagslífi. Það er því kannski ekkert skrýtið að loksins þegar langþráð jafnvægi í skamma stund næst skuli menn ka...

Lesa áfram

29. apr. 2015 | Kjarasamningar
Félagsmenn BHM á almennum vinnumarkaði fara ekki í verkfall

Vegna umræðu um hugsanleg verkföll félagsbundinna sérfræðinga og stjórnenda þá skal áréttað að þeir sérfræðingar og stjórnendur sem aðild eiga að BHM félögum fara ekki í verkfall. Einungis þeir sem aðild eiga að VR og öðrum félögum verslunar- og skrifstofufólks fara í verkfall ef af því verður. Samtök atvinnulífsins hafa gert kjarasamninga við aðildarfélög BHM og félög verkfræðinga, tæknifræðinga, byggingafræðinga og tölvunarfræðinga. Þessir samningar tryggja háskólamönnum sambærileg réttind...

Lesa áfram

29. apr. 2015 | Kjarasamningar
Orlofsuppbót 2015

Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2015 kemur til greiðslu þann 1. júní nk. Ekki hefur verið samið um fjárhæð uppbótarinnar en ef ósamið verður þann 1. júní þá kemur sama fjárhæð til greiðslu og á síðasta ári, kr. 39.500. Nánari upplýsingar er að finna á vinnumarkaðsvef SA sem er opin félagsmönnum samtakanna. Sjá nánar hér

Lesa áfram

22. apr. 2015 | Kjarasamningar
Samningsumboð aðildarfyrirtækja hjá SA

Samtök atvinnulífsins telja að nýgerður kjarasamningur Verkalýðsfélags Akraness við verktakafyrirtækið Snók sé ógildur ef um almennan kjarasamning er að ræða. Þegar fyrirtæki gerast aðilar að Samtökum atvinnulífsins veita þau almennt SA samningsumboð fyrir sína hönd. Samningar sem fyrirtækin gera við tiltekin verkalýðsfélög hafa því ekki gildi án samþykkis SA þar sem samningsumboðið er hjá SA. Fjallað var um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem rætt var við Þorstein Víglundsson, framkvæ...

Lesa áfram

13. apr. 2015 | Vinnumarkaður
SA vilja ræða sérstaka hækkun lægstu launa

Samtök atvinnulífsins eru tilbúin til að skoða sérstaka hækkun lægstu launa í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra SA og Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambands Íslands (SGS). Til að það sé mögulegt þarf að ná sátt um að hlutfallsleg hækkun lægstu launa verði ekki fyrirmynd að almennum launahækkunum  því það myndi valda mikilli verðbólgu, aukningu skulda og hækkun vaxta. Allir y...

Lesa áfram

26. mar. 2015 | Vinnumarkaður
SGS aflýsir atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun

Starfsgreinasamband Íslands hefur stöðvað atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun sem staðið hefur yfir frá 23. mars. Mun því ekki koma til verkfalla frá og með 10. apríl nk. eins og boðað hafði verið. Er þetta niðurstaða sambandsins í kjölfar dóms Félagsdóms sem féll í gær í máli Samtaka atvinnulífsins gegn Rafiðnaðarsambandi Íslands vegna verkfallsboðunar gegn Ríkisútvarpinu. Hvert og eitt aðildarfélag SGS mun nú hefja undirbúning að atkvæðagreiðslu um verkfall og kemur fram á heimasíðu SGS að þe...

Lesa áfram

25. mar. 2015 | Vinnumarkaður
Kjaramál í Kastljósinu

Alvarleg staða á vinnumarkaði var til umfjöllunar í Kastljósi RÚV í gærkvöld. Rætt var við Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins og Drífu Snædal, framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins. SGS krefst 50-70% launahækkana á þriggja ára tímabili fyrir alla sína félagsmenn og að hækkanir hæstu launa verði hlutfallslega mestar. Yrði gengið að háum kröfum SGS og þær yrðu fyrirmynd annarra samninga, eins og viðbúið er, myndi launakostnaður atvinnulífsins hækka um 500-700 millj...

Lesa áfram

22. mar. 2015 | Kjarasamningar
SGS vill að hæstu laun hækki mest

Það er alvarleg staða sem við blasir á vinnumarkaði og stefnir í átök að óbreyttu. Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, segir brýnt að finna farsæla lausn en Samtök atvinnulífsins hafa aldrei staðið frammi fyrir jafn háum launakröfum og nú. Fyrir þriggja ára samning krefst SGS 50-70% launahækkana fyrir alla félagsmenn sína og að hæstu laun hækki hlutfallslega mest. Önnur verkalýðsfélög krefjast 20-45% launahækkana fyrir aðeins árssamning. Þetta kom m.a. fram á fjölsóttum umræðufundi Samtaka at...

Lesa áfram

17. mar. 2015 | Kjarasamningar
Samtök atvinnulífsins leggja til nýjar leiðir í kjarasamningum

Kjaraviðræður eru í alvarlegum hnút. Verkalýðshreyfingin kemur  til kjaraviðræðna  með kröfur um tugprósenta launahækkanir í skammtímasamningi. Næðu slíkar kröfur fram að ganga myndi verðbólgan fara á flug á nýjan leik. Leita verður allra leiða til að forða því. Hugsum hlutina upp á nýtt Nálgast verður kjaraviðræður með allt öðrum hætti ef ekki á illa að fara. Samtök atvinnulífsins óska eftir uppbyggilegu samstarfi við samtök launafólks um nýja nálgun um að stokka upp áratugagömul launakerfi...

Lesa áfram

17. mar. 2015 | Vinnumarkaður
Opinn fundur SA um atvinnu- og kjaramál á Akureyri

Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar á Akureyri, föstudaginn 20. mars, um stöðu atvinnu- og kjaramála 2015. Fundurinn fer fram á Hótel Kea kl. 8.30-10 og eru allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, flytja erindi og svara fyrirspurnum.Þá mun Sigrún Björk Jakobsdóttir hótelstjóri á Icelandair hótel Akureyri einnig taka til máls. Það er alvarleg staða á vinnumarkaði,...

Lesa áfram

11. mar. 2015 | Kjarasamningar
Kröfur SGS ná til alls launafólks

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem sleit í gær samningaviðræðum við SA felur í sér að laun allra félagsmanna 16 aðildarfélaga SGS verði hækkuð um 50-70%. Kröfugerðin hefur verið kynnt fjölmiðlum og almenningi sem láglaunaaðgerð sem miði að því að hækka eingöngu lægstu laun en svo er alls ekki. Reyndar er það svo að lægstu laun félagsmanna SGS myndu hækka hlutfallslega minnst yrði gengið að kröfunum. Starfsgreinasambandið fer nefnilega fram á sérstaka hækkun fyrir félagsmenn með meiri reyns...

Lesa áfram

10. mar. 2015 | Vinnumarkaður
SGS hafnar stöðugleikanum

Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar. SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samning...

Lesa áfram

06. mar. 2015 | Laun og gjöld
Stjórnendur hækka minnst á milli ára samkvæmt Hagstofunni

Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöðu launarannsóknar sinnar fyrir 4. ársfjórðung 2014. Megin niðurstaðan er sú að árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali, þar af 6,0% á almennum vinnumarkaði og 8,4% hjá opinberum starfsmönnum. Meðalhækkun opinberra starfsmanna skýrist af stórum hluta af kjarasamningum kennara. Sé litið til einstakra starfsstétta á almennum vinnumarkaði var árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki eða um 7,7% e...

Lesa áfram

04. mar. 2015 | Vinnumarkaður
Öllum tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing

Samkomulag hefur náðst milli stjórnvalda og heildarsamtaka vinnumarkaðarins um hvernig framlög úr ríkissjóði til starfsendurhæfingarsjóða skuli háttað. Þetta samkomulag mun því binda enda á þá óvissu sem hópar sem standa utan vinnumarkaðar hafa þurft að sæta um þjónustu hjá VIRK-starfsendurhæfingarsjóði. Samkomulagið tryggir að öllum sem á þurfa að halda er nú tryggð atvinnutengd starfsendurhæfing til að verða virkir á vinnumarkaði. Félags- og húsnæðismálaráðherra mun fá fulltrúa í stjórn VIR...

Lesa áfram

26. feb. 2015 | Vinnumarkaður
Með tromp á hendi frá VIRK

Fólk sem lokið hefur starfsendurhæfingu er dýrmætt fyrir atvinnulífið því kraftar þess nýtast vel á vinnumarkaði. Óvænt áföll vegna veikinda eða slysa setja oft strik í reikninginn þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svipstundu. VIRK starfsendurhæfingarsjóður hjálpar fólki að bæta líf sitt, nýta styrkleika sína og komast út á vinnumarkaðinn á ný. Þessa dagana deila sex einstaklingar sem hafa nýtt sér þjónustu VIRK áhrifaríkum reynslusögum sínum með þjóðinni í viðtölum á vefnum og í au...

Lesa áfram

24. feb. 2015 | Vinnumarkaður
Svigrúm til 3-4% heildarlaunabreytinga

Samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga var stofnuð með samkomulagi stærstu aðila á vinnumarkaði fyrir rúmu einu og hálfu ári. Að nefndinni standa fern heildarsamtök launafólks, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Bandalag háskólamanna,  (BHM), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) og Kennarasamband Íslands (KÍ). Vinnuveitenda megin eru það Samtök atvinnulífsins (SA), Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármála- og efnahagsráðuneytið. Markmið samstarfsins er að bæt...

Lesa áfram

23. feb. 2015 | Vinnumarkaður
Í aðdraganda kjarasamninga 2015

Heildarsamtökin á vinnumarkaðnum hafa gefið út nýja skýrslu um launaþróun undanfarinna átta ára og efnahagsforsendur kjarasamninga 2015. Niðurstöður sýna m.a. að ríkisstarfsmenn í stéttarfélögum innan ASÍ hafa hækkað mest í launum á árunum 2006-2014, þar á eftir framhaldsskóla- og grunnskólakennarar, en starfsmenn í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Upplýsingar um laun og launaþróun eru sóttar í gagnasafn Hagstofunnar en þær flokkaðar eftir heildarsamtökum launafólks og viðsemjen...

Lesa áfram

20. feb. 2015 | Kjarasamningar
Ísland líti til annarra ríkja

Litlar launahækkanir í Danmörku skila sér í auknum kaupmætti í lítilli verðbólgu. Þetta kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins í dag. „Hóflegar launahækkanir hafa verið stefnan í Danmörku á undanförnum árum. Í fyrra tóku gildi kjarasamningar sem gengu út frá tæplega 5,5% hækkun á þremur árum, sem þýðir um 1,7-1,8% hækkun á ári,“ segir Henning Gade, forstöðumaður hjá Dansk Arbejdsgiverforening, dönskum samtökum atvinnulífsins. Hann segir að í Danmörku sé lögð áhersla á að kjarasamningar grafi e...

Lesa áfram

16. feb. 2015 | Kjarasamningar
Nokkuð jöfn launaþróun á vinnumarkaði 2006-2014

Heildarsamtökin á vinnumarkaðnum hafa gefið út nýja skýrslu um launaþróun undanfarinna átta ára og efnahagsforsendur kjarasamninga 2015. Niðurstöður sýna m.a. að ríkisstarfsmenn í stéttarfélögum innan ASÍ hafa hækkað mest í launum á árunum 2006-2014, þar á eftir framhaldsskóla- og grunnskólakennarar, en starfsmenn í aðildarfélögum BSRB hjá sveitarfélögum minnst. Upplýsingar um laun og launaþróun eru sóttar í gagnasafn Hagstofunnar en þær flokkaðar eftir heildarsamtökum launafólks og viðsemjen...

Lesa áfram

26. jan. 2015 | Kjarasamningar
Enginn grundvöllur til samninga á grundvelli krafna SGS

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) afhenti í dag Samtökum atvinnulífsins (SA) kröfugerð vegna kjaraviðræðna framundan vegna 16 aðildarfélaga þess annarra en félaga innan Flóabandalagsins (Eflingar, Hlífar og VSFK).  Kröfur SGS gera ráð fyrir að lágmarki 50% hækkun launataxta á næstu þremur árum, sérstökum launahækkanir til viðbótar í gjaldeyrisskapandi greinum (fiskvinnslu og ferðaþjónustu), viðbótarhækkunum vegna reynslu og menntunar, hækkana eingreiðslna og vaktaálaga, auk annarra krafna ei...

Lesa áfram

22. jan. 2015 | Kjarasamningar
Nauðsynlegt að bæta umgjörð vinnumarkaðarins

Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir í samtali við Morgunblaðið í dag brýnt að fara í umbætur á umgjörð vinnumarkaðarins til að koma á meira jafnvægi í launaþróun. Þorsteinn segir SA hafa horft til nágrannalandanna hvað þetta varðar og þar sé ýmislegt sem taka megi til fyrirmyndar ef horft er á umgjörðina til launahækkana. „Þótt hvert ríki hafi sinn háttinn á er þar samkomulag milli allra stærstu aðila vinnumarkaðar og það svigrúm sem talið er vera til launah...

Lesa áfram

16. jan. 2015 | Vinnumarkaður
Ýtt undir óróleika á vinnumarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, furðar sig á því að Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra segi svigrúm vera til meiri launahækkana en samræmist verðstöðugleika.  Þannig ýti ráðherrann undir óróleika á vinnumarkaði. Félagsmálaráðherra sagði í samtali við RÚV í gær að verkalýðshreyfingin hljóti að krefjast meiri hækkana en t.d. Seðlabanki  Íslands og fjármálaráðherra hafa talið samræmast stöðugleika í efnahagslífinu, lágri verðbólgu og auknum kaupmætti. „Ég fur...

Lesa áfram

13. jan. 2015 | Vinnumarkaður
Vinnumarkaður í vanda

Íslenska þjóðin eldist og viðvörunarljós loga á vinnumarkaði. Á næsta áratug er útlit fyrir að starfsfólki á vinnumarkaði fjölgi aðeins um fjórðung af fjölgun undangengins áratugar. Að óbreyttu tekur við samdráttur á vinnumarkaði eftir þann tíma þó svo að áfram sé gert ráð fyrir umtalsverðum aðflutningi erlendra starfsmanna til landsins. Ástæðan er sú að þeir árgangar sem koma inn á vinnumarkaðinn eru litlu stærri en þeir sem fara út af honum vegna aldurs og mikillar örorkubyrði. Hlutfall fól...

Lesa áfram