Vinnumarkaður - Samtök atvinnulífsins

Vinnumarkaður

Vinnumarkaðssvið SA kappkostar að veita aðildarfyrirtækjum samtakanna góða þjónustu á sviði kjara- og starfsmannamála. Hlutverk vinnumarkaðssviðs er m.a. að veita fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og að gæta hagsmuna SA og aðildarfyrirtækja í samskiptum við stéttarfélög og stjórnvöld.

22. des. 2014 | Vinnumarkaður
Villuljós verkalýðsforingja

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, birti pistil á Pressunni 15. desember 2014. Þar dregur hann rangar ályktanir um launaþróun á vinnumarkaði og birtir villandi tölur. Í greininni heldur hann því fram að laun forstjóra hafi hækkað um 251% en verkafólks um 188% milli áranna 1998 og 2013. Út frá þessum tölum fær hann það út að misskipting og óréttlæti hafi aukist. Launavísitölur Hagstofunnar um launaþróun starfsstétta sýna hins vegar að launaþróun stjórnenda var lakari en a...

Lesa áfram

17. des. 2014 | Vinnumarkaður
Tryggingagjald hækkað um milljarða

Nú hafa fjárlög ársins 2015 verið samþykkt. Þar með er staðfest stefna undanfarinna ára þar sem ríkisvaldið tekur til sín sífellt stærri hluta af tryggingagjaldi, sem lagt er á öll greidd laun í landinu. Gjaldinu er meðal annars ætlað að standa straum af kostnaði vegna atvinnuleysis. Frá 2008 hefur þessi skattur hækkað um 3,015% af launum eða um 30 milljarða króna á ári. Frá síðustu alþingiskosningum er hækkun gjaldsins um 9 milljarðar króna á ári þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi farið minnka...

Lesa áfram

08. des. 2014 | Vinnumarkaður
Minnsta verðbólga í 60 ár

Verðbólgan hefur farið hjaðnandi frá gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fyrr á árinu og er nú innan við 1%. Verðbólga ársins 2014 verður sú minnsta í 60 ár á Íslandi og verðtryggðar skuldir heimilanna hækka minna á þessu ári en á nokkru ári frá því verðtryggingin var tekin upp fyrir 35 árum. Á þetta benti Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, á fjölmennum félagsfundi SA þar sem rætt var um stöðuna á vinnumarkaði og komandi kjarasamninga. „Í síðustu kjarasamningunum ...

Lesa áfram

03. des. 2014 | Kjarasamningar
Sameiginlegir hagsmunir launafólks og fyrirtækja

„Hagkerfið er í góðu jafnvægi um þessar mundir. Við erum með viðskiptaafgang, lága verðbólgu og minnkandi atvinnuleysi.“ Á þetta bendir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við Spegilinn á RÚV. Afkoma ríkissjóðs er einnig að batna og aðstæður um margt öfundsverðar. Þorsteinn varar þó við því að í gegnum tíðina hafi Íslendingar alltaf misst tök á hagstjórninni við sambærilegar aðstæður og því vissara að stíga varlega til jarðar. Í Speglinum var fjallað um komandi kjarasamning...

Lesa áfram

30. nóv. 2014 | Vinnumarkaður
Yfirgnæfandi stuðningur þjóðarinnar við efnahagslegan stöðugleika

Tveir af hverjum þremur sem taka afstöðu styðja áherslu á efnahagslegan stöðugleika í stað þess að leggja áherslu á miklar launahækkanir í næstu kjarasamningum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Capacent fyrir Samtök atvinnulífsins. Fleiri telja að svigrúm til launahækkana sé lítið en að það sé mikið. Tveggja ára kjarasamninga njóta mests stuðnings. Yfirgnæfandi meirihluti hefur áhyggjur af mikilli verðbólgu. Þá telur meirihluti að kaupmáttur launa sinna hafi minnkað þrátt fyrir óvenju mikla ka...

Lesa áfram

26. nóv. 2014 | Laun og gjöld
Desemberuppbót 2014 greiðist eigi síðar en 15. desember

Samkvæmt almennum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins greiðist desemberuppbót eigi síðar en 15. desember. Desemberuppbótin fyrir árið 2014 er kr. 73.600. Uppbótin greiðist fyrir fullt starf fyrir a.m.k. 45 unnar vikur hjá sama vinnuveitanda á árinu 2014, en er hlutfallsleg fyrir styttri starfstíma og minna starfshlutfall. Sjá nánar á Vinnumarkaðsvef SA

Lesa áfram

20. nóv. 2014 | Jafnrétti
Samstarf um innleiðingu jafnlaunastaðals

Heildarsamtök launafólks, atvinnurekenda og stjórnvalda hafa tekið höndum saman um innleiðingu jafnlaunastaðals á vinnumarkaði. Markmið jafnlaunastaðalsins er að auka gagnsæi og gæði í launaákvörðunum og auðvelda atvinnurekendum að viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Grunnforsenda staðalsins er að einstaklingar hjá sama atvinnurekanda njóti sambærilegra kjara og réttinda fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Skrifað var undir samkomulag 13. nóvember um fræðslu og ráðgjöf við innleiði...

Lesa áfram

29. okt. 2014 | Kjarasamningar
Tugprósenta launahækkun lækna myndi valda tjóni

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 óráðlegt að semja við lækna um tugprósenta launahækkun. Slíkt myndi valda verulegum titringi á vinnumarkaði sem gæti orsakað verðbólgu og leitt til minni framleiðni. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar lætur nærri að kröfur lækna séu um 36 prósenta launahækkun. „Það er alveg ljóst að þarna eru mjög háar kröfur á ferðinni ef þessar tölur eru réttar og langtum hærri en hefur verið samið um á almennum vinnumarkaði....

Lesa áfram

23. okt. 2014 | Kjarasamningar
Aftur á bak eða áfram?

Ársverðbólga er nú aðeins 1,8% og verðbólguvæntingar hafa hjaðnað mikið. Fyrir ári síðan hvöttu Samtök atvinnulífsins til þess að  launahækkanir yrðu sambærilegar og í nágrannalöndunum. Þannig væri stuðlað að stöðugu verðlagi og aukningu kaupmáttar launa í hægum en öruggum skrefum, eins og tekist hefur á Norðurlöndum, en ekki með þeim öfgafullu sveiflum sem tíðkast hafa hér á landi. Með samhentu átaki aðila á vinnumarkaði, stjórnvalda, fyrirtækja og starfsfólks hefur þetta tekist og verðlag e...

Lesa áfram

22. okt. 2014 | Vinnu- og hvíldartími
Vinnutíminn hefur styst

Á undanförnum tveimur áratugum hefur meðalvinnutími á íslenskum vinnumarkaði styst um 4 klukkustundir vegna minni yfirvinnu, samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. Sé litið enn lengra aftur kemur í ljós að meðalvinnutími verkafólks og iðnaðarmanna er nú 12-14 klukkustundum styttri en hann var fyrir fjórum áratugum síðan. Þetta er mikil breyting og er til marks um bætt lífskjör þar sem svigrúm hefur skapast fyrir mun styttri vinnutíma en áður. Aukin framleiðni í atvinnulífinu hefur knúið...

Lesa áfram

15. okt. 2014 | Kjarasamningar
Umtalsverður ávinningur fyrirtækja og heimila

Á undanförnum mánuðum hefur mikill árangur náðst á vinnumarkaði sem kemur bæði fyrirtækjum og heimilum til góða. Á tæpu ári hefur verðbólgan hjaðnað hratt og er nú aðeins 1,8% á ársgrunni. Undanfarna átta mánuði hefur hún verið undir 2,5% verðbólgumarkmiði Seðlabankans sem er lengsta samfellda tímabil verðstöðugleika frá árinu 2003. Þessi hraða hjöðnun verðbólgu ber árangri síðustu kjarasamninga glöggt vitni. Þar lögðu aðilar vinnumarkaðar upp með að hóflegar launahækkanir myndu stuðla að læg...

Lesa áfram

14. okt. 2014 | Vinnumarkaður
Um 10 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK á árinu 2013

Talnakönnun hf. kemst að þeirri niðurstöðu í nýútkominni skýrslu að starfsemi VIRK - Starfsendurhæfingarsjóðs sé mjög arðbær. Um 10 milljarða ávinningur hafi verið af starfsemi VIRK árið 2013 sem skili sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins að ótöldum ábata fjölda einstaklinga. VIRK fékk Talnakönnun til að greina árangur og hagnað af starfsemi VIRK árið 2013 út frá ópersónugreinanlegum upplýsingum úr gagnagrunni Starfsendurhæfingarsjóðs auk þess sem unnið var með upplýsingar ...

Lesa áfram

15. ágú. 2014 | Vinnumarkaður
Jákvæð þróun á vinnumarkaði

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir fjölgun starfa á milli ára staðfestingu á kröftugum og miklum bata í hagkerfinu og að kreppan sé komin í baksýnisspegilinn. Fyrirtæki hafi aukið svigrúm til fjárfestinga og farið sé að bera á skorti á starfsfólki. Samkvæmt vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar sem birt var í vikunni eru störf á öðrum ársfjórðungi þessa árs 3.200 fleiri en á sama tímabili í fyrra, sem er fjölgun starfa um 1,8 prósent milli ára. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs voru 178.700...

Lesa áfram

14. ágú. 2014 | Laun og gjöld
Tryggingagjald verði lækkað

Það er tímabært að lækka tryggingagjaldið að mati Samtaka atvinnulífsins en hátt tryggingagjald takmarkar svigrúm fyrirtækja til að ráða starfsfólk og fjölga störfum. Fjallað er um málið í ítarlegri fréttaskýringu Viðskiptablaðsins í dag. Þar kemur m.a. fram að starfsmannakostnaður íslenskra fyrirtækja er yfir meðaltali ESB. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir það hafa verið mikil vonbrigði þegar þáverandi ríkisstjórn ákvað árið 2012 að hækka tryggingagjaldið, enda hafi forsvars...

Lesa áfram

28. júl. 2014 | Vinnumarkaður
Laun stjórnenda hækkað minna en heildarlaun á vinnumarkaði frá 2006

Í nýrri samantekt Frjálsrar verslunar yfir tekjur stjórnenda á íslenskum vinnumarkaði kemur fram að laun þeirra hafi hækkað verulega á milli ára. Frjáls verslun segir laun æðstu stjórnenda 200 stærstu fyrirtækja landsins hafa hækkað um 13%. Þessar tölur eru nokkuð í takt við tölur Hagstofu Íslands yfir þróun launakjara stjórnenda á undanförnum árum. Þar má sjá að heildarlaun stjórnenda hækkuðu á milli áranna 2012 og 2013 sem nemur 14% að jafnaði. Í samantekt Frjálsrar verslunar kemur ennfremu...

Lesa áfram

20. jún. 2014 | Vinnumarkaður
Rangfærslur í nýrri skýrslu OECD um tekjudreifingu á Íslandi

RÚV birti frétt í hádeginu sem byggð var á nýrri skýrslu OECD sem birt er á vef stofnunarinnar. Í fréttinni er greint frá þeirri niðurstöðu OECD að tekjulægsta fólkið hafi orðið verst úti á fyrstu árum efnahagskreppunnar. Launamunur hafi óvíða aukist meira en á Íslandi en breytingar á skattkerfi og tilfærslu hafi orðið til að draga úr ójöfnuði.   Þessar niðurstöður stangast algerlega á við upplýsingar Hagstofu Íslands, sem er eini aðilinn hér á landi sem birtir upplýsingar um tekjudreifingu...

Lesa áfram

20. jún. 2014 | Vinnumarkaður
Óbilgirni flugvirkja viðheldur óvissu

Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins og Icelandair reyndi til hins ýtrasta í vikunni að ná samningum við flugvirkja hjá Icelandair með því að bjóða upp á ýmsar útfærslur í nýjum kjarasamningi til skemmri og lengri tíma. Í því sambandi var m.a. litið til breytinga sem hefðu getað leitt til hagræðingar og komið báðum aðilum til góða. Fyrir liggur að flugvirkjar hjá Icelandair hafa notið óvenju hagstæðrar launaþróunar undanfarin ár og eru með hærri laun en sambærilegir hópar. Yfirlýsing forma...

Lesa áfram

18. jún. 2014 | Laun og gjöld
Orlofs- og desemberuppbætur sem hluti launa

Í kjarasamningum er kveðið á um rétt starfsmanna til orlofs- og desemberuppbótar. Í flestum tilvikum eru þessar uppbætur greiddar sérstaklega í júní og desember ár hvert en einnig þekkist að þær séu greiddar jafnóðum út með launum. Samið hefur verið um sérstaka viðbótarhækkun orlofs- og desemberuppbótar. Orlofsuppbót hækkar um kr. 10.000 og desemberuppbót um kr. 20.000. Er þessi hækkun endurgjald fyrir tveggja mánaða lengingu samningstíma, þ.e. til loka febrúar 2015. Þar sem samið hefur veri...

Lesa áfram

28. apr. 2014 | Kjarasamningar
Orlofsuppbót 2014

Gengið hefur verið frá kjarasamningum við öll aðildarfélög SGS, LÍV, Samiðnar og RSÍ ásamt VM, Matvís, FBM og Félagi hársnyrta um hækkun orlofsuppbótar. Full orlofsuppbót á orlofsárinu sem hefst 1. maí 2014 er kr. 39.500 og greiðist uppbótin þann 1. júní nk. Uppbótin tók viðbótarhækkun með samkomulagi um tveggja mánaða lengingu samningstíma og nær það einnig til þeirra félaga sem sömdu í desember sl. Ekki er lengur munur á verslunarmönnum og öðrum starfsgreinum en orlofs- og desemberuppbæt...

Lesa áfram