Formaður SA - Samtök atvinnulífsins

Skipulag

Formaður Samtaka atvinnulífsins er kjörinn á aðalfundi samtakanna ár hvert. Hann er jafnframt formaður stjórnar og framkvæmdastjórnar. 

Formaður Samtaka atvinnulífsins 2016-2017 er Björgólfur Jóhannsson.

Björgólfur Jóhannsson á vef.jpg

Björgólfur Jóhannsson er fæddur 28. ágúst 1955. Maki er Málfríður Pálsdóttir og eiga þau tvær dætur.

Björgólfur hefur margháttaða reynslu úr atvinnulífi og félagsstarfi. Hann hefur verið forstjóri Icelandair Group frá ársbyrjun 2008 en starfaði áður einkum í sjávarútvegi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006, starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996.

Björgólfur útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands árið 1983 og starfaði að námi loknu sem endurskoðandi.

Deila: