Samkeppnishæfni - Samtök atvinnulífsins

Samkeppnishæfni

Samkeppnishæfnisvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs sé eins og best gerist í nálægum ríkjum þannig að framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækjanna aukist og þau geti staðist alþjóðlega samkeppni. Þannig geta nýjar hugmyndir blómstrað og lífskjör batnað.

12. des. 2016 | Umhverfismál
Áskoranir atvinnulífsins vegna loftslagsmála

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flutti á dögunum erindi fyrir fullum sal af fulltrúum fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins. Mikill áhugi er á loftslagsmálunum og spunnust ítarlegar umræður eftir kynningu Huga. Hugi fjallaði um alþjóðasamninga um loftslagsamninga og sérstaklega um Parísarsamkomulagið frá 2015. Hann fór yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og rakti uppsprettur og þróun losunar á Íslandi. Hann sagði frá stefnu stjórnval...

Lesa áfram

05. des. 2016 | Samkeppnismál
ASÍ gegn almannahagsmunum?

Nýlega hefur komið fram að Alþýðusamband Íslands vill ekki að unnt sé að ljúka málum gagnvart ákvörðunum stjórnvalda án þess að þurfa að eiga á hættu löng og kostnaðarsöm málaferli. Undanfarin ár hafa verið settar á fót úrskurðarnefndir sem almenningur (fólk, félagasamtök, fyrirtæki) getur áfrýjað til ákvörðunum opinberra stofnana. Þar má nefna úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, áfrýjunarnefnd neytendamála, úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála og kærunefnd jafnréttismála. Einnig má ...

Lesa áfram

30. nóv. 2016 | Skattamál
Milljarðareikningur sendur fyrirtækjum án lagasetningar

Tekjur sveitarfélaga af fasteignasköttum hækka um 2,3 milljarða króna milli áranna 2015 og 2016. Þar af hækka tekjur af atvinnuhúsnæði um 1,8 milljarða eða um 10% á milli ára. Á sama tíma hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis einungis um ríflega 2%. Ástæða hækkunarinnar er breytt aðferðafræði Þjóðskrár Íslands. Þetta kemur fram í fréttaskýringu Viðskiptablaðsins en Samtök atvinnulífsins hafa mótmælt harðlega og sett fyrirvara um lögmæti breytinganna. Bergþóra Halldórsdóttir, lögmaður hjá SA se...

Lesa áfram

25. nóv. 2016 | Samkeppnismál
Breyta verður lögum um samkeppnismál

Samtök atvinnulífsins telja að ekki verði lengur skotist undan því að fella úr gildi lagaákvæði sem heimilar Samkeppniseftirlitinu að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar samkeppnismála til dómstóla. Ákvæðið var samþykkt með breytingu á samkeppnislögunum í febrúar 2011 og er mjög óeðlilegt, þ.e. að ef ríkisstofnun hugnast ekki niðurstaða tiltekins máls að hún geti farið í mál við þann sem úrskurðar um ákvarðanir hennar. Þá er ákvæðið skaðlegt atvinnulífinu þar sem það lengir málarekstur, eykur ó...

Lesa áfram

22. sep. 2016 | Samfélagsábyrgð
Stóraukinn áhugi á samfélagsábyrgð

Dagana 12.-13. október fer fram ráðstefna norrænna fyrirtækja í Osló sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact. Ráðstefnan í október er helguð sjálfbærri þróun. Fyrir ári síðan samþykktu ríkisstjórnir víðs vegar um heiminn 17 markmið (e. Sustainable Developement Goals) um að útrýma fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð allra. Fyrirtæki leika lykilhlutverk ef þessi háleitu markmið ...

Lesa áfram

22. sep. 2016 | Samkeppnishæfni
Fyrirtækin skulda einkum innlend óverðtryggð lán

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að lánsfjármögnun er í flestum tilvikum (72%) einungis innlend. Einnig kemur fram að 17% útflutningsfyrirtækjanna reiða sig einungis á erlend lán og að önnur 17% þeirra fyrirtækja eru með meiri hluta lána sinna erlend. Lán fyrirtækjanna eru einkum óverðtryggð.  Innlend lán yfirgnæfandiSpurt var um hvernig lánsfjármögnun fyrirtækjanna skiptist á milli innlendra og erlendra lána. Heildarniðurstaðan er sú að í 72% til...

Lesa áfram

22. sep. 2016 | Samkeppnishæfni
Gengi krónunnar, vextir Seðlabankans og hrávöruverð skipta miklu í rekstri fyrirtækja

Í nýrri könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækja sinna kemur fram að atvinnulífið skiptist í tvö horn varðandi áhrif styrkingar gengis krónunnar á rekstur fyrirtækja. Þriðjungur fyrirtækja telur áhrifin jákvæð og þriðjungur neikvæð. 71% útflutningsfyrirtækja telur hins vegar áhrif gengisstyrkingarinnar hafa neikvæð áhrif. Þegar spurt var um áhrif vaxtahækkana Seðlabankans sögðu 58% útflutningsfyrirtækjanna að þau væru neikvæð og 46% fyrirtækja á heimamarkaði svöruðu því sama. Mei...

Lesa áfram

09. jún. 2016 | Samkeppnishæfni
Samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag

Litla Ísland efnir til opins fræðslufundar í Húsi atvinnulífsins  föstudaginn 10. júní kl. 8.30-10. Þar verður fjallað um samningamál lítilla fyrirtækja og skipulag en fundurinn er hluti af fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur. Nokkrir lykilþættir einkenna vel rekin fyrirtæki og er farið yfir þá í fundaröðinni.  Það eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir en vinsamlegast skráið þátttöku hér á vef SA Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 í Reykjavík. Inga Björg Hj...

Lesa áfram

30. maí 2016 | Samkeppnishæfni
Farsæll rekstur á Litla Íslandi

Fundaröð Litla Íslands um farsælan rekstur lítilla fyrirtækja er nú í fullum gangi en næsti fundur er á föstudaginn og fjallar um starfsmenn og markmið. Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, MBA, atvinnufélagsfræðingur, ráðgjafi og eigandi hjá Attentus ræðir um réttu skrefin fyrir stjórnendur í átt að stefnumiðaðri mannauðsstjórnun og tengingu við góðan rekstrarárangur. Farið verður yfir helstu tól og tæki stjórnandans í mannauðsmálum. Símon Þorleifsson rekstrarverkfræðingur og ráðgjafi í viðskiptag...

Lesa áfram

26. maí 2016 | Samkeppnishæfni
Fjármálaáætlun 2017-2021

Samtök atvinnulífsins telja afar brýnt í ljósi forsenda um verulega uppsveiflu og hagvöxt fram til ársins 2021 að hið opinbera haldi sig til hlés í samkeppninni um starfsfólk á næstu árum til að forðast vaxandi verðbólgu samfara vaxandi eftirspurn í hagkerfinu. Aðhald í útgjöldum ríkissjóðs samkvæmt fyrirliggjandi fjármálaáætlun er ekki nægjanlegt þó svo að afkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi og skuldir ríkissjóðs lækki verulega. Sjá nánar í umsögn SA            

Lesa áfram

22. apr. 2016 | Samkeppnismál
Inngrip stjórnvalda á mörkuðum

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands standa að morgunverðarfundi um inngrip stjórnvalda á mörkuðum á Grand Hótel Reykjavík þriðjudaginn 26. apríl kl. 8.30-10.00. Meðal þess sem fjallað verður um á fundinum eru heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mörkuðum, markaðsrannsóknir eftirlitsins og skýrsla um eldsneytismarkaðinn. Markaðsrannsóknir: gagnlegar eða gagnslausar?Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands Heimildir Samkeppniseftirlitsins til íhlutunar á mö...

Lesa áfram

14. apr. 2016 | Samkeppnishæfni
Stöðugleiki eykur samkeppnishæfni og bætir lífskjör

Að mati Samtaka atvinnulífsins hefur ríkt of mikil þögn um peningastefnu Íslands og því hafa samtökin lagt fram tillögur í nýju riti sem innlegg  í umræðu um endurbætur peningastefnunnar. Íslensk heimili og fyrirtæki eiga mikið undir því að vel takist til.   Engar skyndilausnir Íslenska peningastefnan er  í mótun og verður það næstu árin. Skyndilausnir eru ekki í boði og vandi íslenskrar hagstjórnar verður ekki leystur með upptöku nýrrar myntar eða með því að hverfa eina ferðina enn frá gilda...

Lesa áfram

07. mar. 2016 | Samkeppnishæfni
Breytt fjármögnun heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins

Samtök atvinnulífsins fagna fyrirhuguðum breytingum á rekstrarumhverfi heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem heilbrigðisráðherra hefur nýverið kynnt. Með því að færa inn í rekstur heilsugæslunnar faglega og fjárhagslega hvata sem stuðla að betri þjónustu við sjúklinga og hagkvæmari rekstri aukast líkur á að heilsugæslan geti almennt orðið fyrsti viðkomustaður fólks í heilbrigðiskerfinu. Með breytingunum er áhersla lögð á að skilgreina heilbrigðisþjónustu sem stendur fólki til boða og veita því...

Lesa áfram

29. feb. 2016 | Samkeppnismál
Sjónarmið og athugasemdir SA við frummatsskýrslu Samkeppniseftirlitsins um eldsneytismarkaðinn

Samtök atvinnulífsins hafa sent Samkeppniseftirlitinu umsögn um frummatsskýrslu þess um eldsneytismarkaðinn. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum og athugasemdum SA við skýrsluna en í henni er mikill fróðleikur m.a. um sögulega þróun  eldsneytismarkaðarins hér á landi. Meginniðurstöður skýrslunnar um eldsneytismarkaðinn árið 2012 virðast þær í fyrsta lagi að ekki koma fram vísbendingar um að fyrirtækin sem starfa á markaðnum fari í bága við samkeppnislög í rekstri sínum. Í öðru lagi ...

Lesa áfram

11. jan. 2016 | Reglubyrði
Kennitöluflakk síbrotamanna þrengi ekki að heiðarlegum rekstri

Mikilvægt er að stjórnvöld gæti meðalhófs í baráttu sinni við kennitöluflakk. Þó svo um sé að ræða mikinn löst í atvinnulífinu sem nauðsynlegt er að sporna við af festu, verður að hafa í huga að um er að ræða fámennan hóp rekstraraðila sem vísvitandi brjóta gegn lögum og reglum. Að herða á regluverkinu í baráttunni við aðila sem sýna af sér einbeittan brotavilja er ekki til árangurs fallið og mun aðeins bitna á þeim yfirgnæfandi meirihluta atvinnurekenda sem standa heiðarlega að sínum rekstri...

Lesa áfram