Samkeppnishæfni - Samtök atvinnulífsins

Samkeppnishæfni

Samkeppnishæfnisvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs sé eins og best gerist í nálægum ríkjum þannig að framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækjanna aukist og þau geti staðist alþjóðlega samkeppni. Þannig geta nýjar hugmyndir blómstrað og lífskjör batnað.

17. des. 2015 | Samkeppnishæfni
Framkvæmd íslenskra eftirlitsstofnana ekki í samræmi við það sem gerist í Evrópu

Sameiginlegur fundur Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins um réttarstöðu fyrirtækja við rannsókn mála fór fram í morgun. Á fundinum var farið yfir þau álitaefni sem helst brenna á íslenskum fyrirtækjum í tengslum við rannsóknir mála hjá opinberum eftirlitsstofnunum. Veiðiferðir stjórnvaldaReimar Pétursson, hæstaréttarlögmaður, fjallaði í erindi sínu um það sem hann kallaði „veiðiferðir“ stjórnvalda þar sem eftirlitsaðilar fara í húsleit í fyrirtæki á grundvelli vísbendinga um brot á lögum ...

Lesa áfram

23. nóv. 2015 | Samkeppnishæfni
Vill leggja ljósleiðara um land allt

Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, vill leggja net ljósleiðara um allt Ísland á fáum árum. Hann bendir á að háhraðatengingar séu á um 20-25% heimila á Íslandi en þær eru flestar á  höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall háhraðatenginga er hvergi hærra í heiminum en Sigurður Ingi vill gera betur.  „Við erum ekkert sátt við að vera best í heiminum. Við ætlum að ljósleiðaravæða allt landið þannig að 99,99% heimila í landinu verði komin með þessa háhraðatengingu eftir fá ár.“ Rá...

Lesa áfram

30. okt. 2015 | Samkeppnishæfni
Nýtt sjúkrahús - opinn umræðufundur 4. nóvember

Samtök atvinnulífsins og Háskólinn á Bifröst efna til opins umræðufundar um nýtt sjúkrahús, miðvikudaginn 4. nóvember. Fundurinn fer fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 8.30-10. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, setur fundinn en þar mun Gunnar Alexander Ólafsson, heilsuhagfræðingur, kynna tillögur nýrrar skýrslu um nýbyggingar Landspítala, ólík rekstrarform og forsendur þeirra. Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG, ræðir um forsendur og hagkvæmni þ...

Lesa áfram

29. okt. 2015 | Samkeppnishæfni
Íslendingar vilja gera fríverslunarsamning við Bandaríkin

Framkvæmdastjórar samtaka atvinnulífs á Norðurlöndum hvetja til þess að fríverslunarviðræðum ESB og Bandaríkjanna verði lokið 2016 og samningurinn taki gildi við fyrsta mögulega tækifæri. Ný könnun sýnir afgerandi stuðning við samninginn í öllum löndunum. Mikill meirihluti, eða rúmlega sjö af hverjum tíu, eru almennt fylgjandi frjálsum viðskiptum. Þeir sem eru jákvæðir í garð mögulegs fríverslunarsamnings ESB og Bandaríkjanna eru fjórum sinnum fleiri en þeir sem eru neikvæðir. Meirihluti Ísle...

Lesa áfram

22. okt. 2015 | Skattamál
Fasteignaskattar hækka

Þjóðskrá Íslands hefur birt nýtt fasteignamat sem taka á gildi í janúar 2016. Hækkun mats á atvinnuhúsnæði er 2,4%. Á síðasta ári hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 12,4% en ennþá meira á stórum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eða um 18%. Fasteignagjöld hefðu hækkað um sambærilegt hlutfall, eða alls um 1.300 milljónir króna á landinu öllu, en vegna þess að ákveðið var að hækkun síðasta árs taki gildi í áföngum  munu fasteignaeigendur ekki finna að fullu fyrir ...

Lesa áfram

22. okt. 2015 | Skattamál
Almannavarnir fjármagnaðar með þjónustugjöldum?

Samtök atvinnulífsins mótmæla því að lagður verði á nýr skattur, s.k. netöryggisgjald, á veltu tiltekinna tegunda fyrirtækja eins og gerð er tillaga um í frumvarpsdrögum innanríkisráðuneytis. Skatturinn á að renna í ríkissjóð og er ótengdur rekstri nýrrar netöryggissveitar sem á að stofna. Nauðsynlegt er að ákvæði frumvarpsins um s.k. netöryggisgjald falli brott ásamt öðrum skattahugmyndum sem tengjast því að halda uppi eðlilegri löggæslu í landinu og tryggja öryggi almennings. Í umsögn til i...

Lesa áfram

19. okt. 2015 | Umhverfismál
Ábyrg auðlindanýting forsenda blómlegs atvinnulífs

Auðlindageirinn er undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings og sennilega er ekki hægt að finna sambærilegt umfang hjá nokkru öðru þróuðu hagkerfi. Á þetta bendi Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram. „Ábyrg auðlindanýting er forsenda blómlegs atvinnulífs í auðlindageiranum,“ sagði Daði en hægt er að horfa á upptöku af erindi hans í Sjónvarpi atvinnulífsins...

Lesa áfram

02. okt. 2015 | Umhverfismál
Upptökur frá Umhverfisdegi atvinnulífsins 2015

Umhverfisdagur atvinnulífsins var haldinn í fyrsta sinn þann 30. september á Hilton Reykjavík Nordica. Ríflega 200 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og stjórnkerfi komu saman og ræddu sjálfbæra nýtingu auðlinda auk þess sem boðið var upp á fjölda málstofa þar sem samspil umhverfismála og einstakra atvinnugreina voru  til umfjöllunar. Forseti Íslands afhenti umhverfisverðlaun atvinnulífsins en þau hlutu Orka náttúrunnar og Steinull á Sauðárkróki. Að deginum stóðu Samtök atvinnulífsins, Samorka...

Lesa áfram

01. okt. 2015 | Samkeppnishæfni
Skattlagning út yfir gröf og dauða

Sveitarfélögin krefjast nú aukinna skatttekna eins og fram kom á fjármálaráðstefnu þeirra fyrir viku. Þar kom fram að á milli áranna 2013 og 14 jukust tekjur sveitarsjóðanna (s.k. A – hluti) um tæpa 12 milljarða króna en að gjöldin jukust um rúma 24 milljarða króna. Aukinn launakostnaður skýrir stærstan hluta en laun og tengd gjöld hækkuðu milli ára um ríflega 17 milljarða króna sem samsvarar 15,1% hækkun launagreiðsla milli ára. Á sama tíma jukust tekjurnar um 6,3%. Innistæðulausir samningar...

Lesa áfram

30. sep. 2015 | Umhverfismál
Steinull á Sauðárkróki og Orka náttúrunnar handhafar umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2015

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti  í morgun umhverfisverðlaun atvinnulífsins á umhverfidegi atvinnulífsins sem nú stendur yfir á Hilton Reykjavík Nordica. Steinull hf. á Sauðárkróki er umhverfisfyrirtæki ársins 2015 og uppbygging Orku náttúrunnar á hraðhleðslustöðvum fyrir rafbíla er framtak ársins 2015  á sviði umhverfismála. Í rökstuðningi dómnefndar um Steinull – umhverfisfyrirtæki ársins segir m.a.: „Umhverfisfyrirtæki ársins er rótgróið og stundar framleiðslu á vörum sem e...

Lesa áfram

25. sep. 2015 | Umhverfismál
Forseti Íslands afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi. Daði Már Kristófersson, umhverfi...

Lesa áfram

16. sep. 2015 | Samfélagsábyrgð
Góðar fyrirmyndir í atvinnulífinu

Alþjóðasamtök atvinnulífsins (IOE) hafa safnað saman sögum af fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði samfélagsábyrgðar. Um er að ræða 63 sögur frá 45 fyrirtækjum í 12 löndum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem er ætlað að veita stjórnendum í atvinnulífinu innblástur, hvetja þá til að sýna samfélagsábyrgð í verki og hafa jákvæð áhrif á samfélagið. IOE taka fram að samtökin leggi sama skilning í samfélagsábyrgð (CSR) eins og Evrópuráðið skilgreindi hugtakið í október 2011: „Ábyrgð fyr...

Lesa áfram

04. sep. 2015 | Umhverfismál
Umhverfisdagur atvinnulífsins 2015 – skráning hafin

Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn í fyrsta skipti miðvikudaginn 30. september á Hilton Reykjavík Nordica frá kl 8.30-12. Að deginum standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. Sjálfbær nýting auðlinda verður í kastljósinu en fyrri hlutinn kl. 8.30-10 er helgaður sameiginlegri dagskrá þar sem flutt verða fróðleg erindi. Daði Már Kristófersson, umhverfi...

Lesa áfram

14. ágú. 2015 | Umhverfismál
Óskað eftir tilnefningum til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Athöfnin fer fram á Hilton Reykjavík Nordica á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað. Dómnefnd velur úr tilnefningum og mun meðal annars skoða eftirfarandi þætti: Umhverfisfyrirtæki ársins Hefur innleitt umhver...

Lesa áfram

24. jún. 2015 | Samkeppnishæfni
Fasteignamat hækkar skattbyrði fyrirtækja um 1,3 milljarða

Þjóðskrá Íslands hefur nú birt nýtt fasteignamat sem taka á gildi í janúar 2016. Hækkun mats á atvinnuhúsnæði er 2,4%. Á síðasta ári hækkaði fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 12,4% en ennþá meira á stórum hluta verslunar- og skrifstofuhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu eða um 18%. Fasteignagjöld hefðu hækkað um sambærilegt hlutfall, eða alls um 1.300 milljónir króna á landinu öllu, en vegna þess að ákveðið var að hækkun síðasta árs taki gildi í áföngum  munu fasteignaeigendur ekki finna að fullu fyr...

Lesa áfram

28. maí 2015 | Samkeppnishæfni
Orkuveita Reykjavíkur hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2015

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, veitti Orkuveitu Reykjavíkur, Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2015 á morgunfundinum „Eru til karla- og kvennastörf?“ sem fram fór í morgun. Bjarni Bjarnason, forstjóri OR tók við verðlaununum en í áliti dómnefndar segir: „Fyrirtækið hefur stigið veigamikil skref og er í markvissri vinnu við að jafna stöðu kynjanna á öllum sviðum fyrirtækisins. Fyrirtækið vill jafnframt vera öðrum fyrirtækjum fyrirmynd í jafnréttismálum og vill...

Lesa áfram

29. apr. 2015 | Skattamál
Tryggingagjöld aldrei hærri

Áætlað er að tryggingagjöld sem lögð eru á laun til að standa undir ýmsum kostnaði ríkisins verði rúmir 80 milljarðar króna að raungildi árið 2015 og hafi aldrei verið hærri. Stöðugt streyma frá ríkinu tillögur um nýja skatta og álögur á fyrirtæki og almenning í landinu. Frá því síðastliðið haust hafa birst áform um fjölda skatta og hefur Alþingi þegar samþykkt einhverja þeirra en aðrir bíða samþykktar. Með tillögu um flutning netöryggissveitar frá Póst-og fjarskiptastofnun til lögregluyfirv...

Lesa áfram

29. apr. 2015 | Reglubyrði
Eru 4 stjórnvaldsfyrirmæli á dag ráðlagður dagskammtur?

Ekkert lát er á stríðum straumi stjórnvaldsfyrirmæla. Í stjórnartíðindum birtast, á hverjum degi, alla daga ársins að jafnaði fjórar nýjar reglugerðir, lög, reglur, gjaldskrár og önnur fyrirmæli sem stjórnvöld þurfa að koma á framfæri við fólkið í landinu. Frá aldamótum er fjöldi birtinga orðinn um 20 þúsund. Engin leið er að nokkur maður geti fylgst með þessu flóði sem meðal annars markar rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Hagræðing og ábyrg fyrirtæki Lengi hefur verið kallað eftir sameiningu ...

Lesa áfram

31. mar. 2015 | Samkeppnishæfni
Samkeppnissektir sem hlutfall af veltu

„Bergþóra Halldórsdóttir, lögfræðingur hjá Samtökum atvinnulífsins, birti ágæta grein í Viðskiptablaðinu 5. febrúar sl. „Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar“ þar sem hún hóf tímabæra umræðu um sérstakar aðstæður smáríkja eins og Íslands, sem er fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. Efnahagslíf slíkra ríkja einkennist af framangreindum ástæðum af mikilli samþjöppun, sem getur verið hagstæðari neytendum en óhagkvæmari rekstur fleiri eininga. Einnig þarf að huga að því að íslensk fyrirt...

Lesa áfram

26. feb. 2015 | Samkeppnishæfni
Lyfjaauglýsingar verði heimilaðar í sjónvarpi

Samtök atvinnulífsins styðja að frumvarp, um að heimilt verði að auglýsa lausasölulyf í sjónvarpi, verði að lögum. Lyfin eru seld án lyfseðils og nú má auglýsa þau í blöðum og tímaritum en ekki í sjónvarpi. Verði frumvarpið að lögum verður ekki gert upp á milli fjölmiðla að þessu leyti. Mikilvægt er að einstaklingar beri sjálfir eins mikla ábyrgð á eigin heilsu og frekast er unnt. Liður í því er að þeim sé kunnugt um eiginleika lausasölulyfja og í hvaða tilvikum þau gagnast og hvenær ekki. Þ...

Lesa áfram

25. feb. 2015 | Umhverfismál
SA leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa

Samtök atvinnulífsins leggjast gegn frumvarpi um náttúrupassa sem er nýr skattur, enda er alls óvíst hvort tekjur af honum muni skila sér til uppbyggingar innviða ferðaþjónustunnar. Bent er á að kostnaður við að koma skattinum á og eftirlit með honum sé að öllum líkindum vanmetinn. Að auki sé óljóst hvernig stjórnvaldssektir á erlenda ferðamenn muni skila sér í ríkissjóð. SA hafa miklar áhyggjur af alls kyns nýjum sköttum sem ríkisstjórnin undirbýr að leggja á atvinnulíf og almenning í landin...

Lesa áfram

05. feb. 2015 | Samkeppnismál
Samkeppni og óhagkvæmni smæðarinnar

Ísland er smáríki samkvæmt öllum alþjóðlegum mælikvörðum og er ekki langt frá því að teljast örríki þó þau viðmið séu meira á reiki. Í samkeppnisrétti eru lítil hagkerfi skilgreind sem sjálfstæð og fullvalda þjóðríki sem aðeins bera lítinn fjölda samkeppnisaðila. Ísland raðast neðarlega á alla mælikvarða um stærð hagkerfa, sem eru fólksfjöldi, íbúadreifing og samþætting efnahagslífs við nágrannalönd, enda er landið fámennt, dreifbýlt og landfræðilega einangrað. Lítil hagkerfi einkennast oft a...

Lesa áfram

28. jan. 2015 | Samfélagsábyrgð
Samfélagsábyrgð og arðbær rekstur eiga samleið

Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð efna til ráðstefnu í Hörpu á morgun þar sem verður rætt um samfélagsábyrgð og ávinning af ábyrgum stjórnarháttum fyrirtækja. Síðdegisútvarpið á Rás 2 fjallaði um ráðstefnuna í vikunni og ræddi við Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra SA. Þar sagði hann aðspurður m.a. að samfélagsábyrgð og arðbær rekstur fyrirtækja eigi samleið. Vaxandi áhugi er innan atvinnulífsins á því að taka samfélagsábyrgð föstum tökum og vinna formlega að in...

Lesa áfram

22. jan. 2015 | Samkeppnismál
Leikreglur samkeppninnar og heimildir eftirlitsaðila

Samtök atvinnulífsins og LEX lögmannsstofa efndu til morgunverðarfundar í morgun þar sem rætt var um samkeppnismál, áhrif samkeppnislaga á efnahagslífið, réttarstöðu fyrirtækja og heimildir eftirlitsaðila. Derek Ridyard, hagfræðingur og sérfræðingur í samkeppnismálum, bar saman eftirlit með markaðsaðilum á Bretlandi og Íslandi og tók dæmi máli sínu til stuðnings. Hann fjallaði sérstaklega um markaðsrannsóknir samkeppnisyfirvalda í Bretlandi þar sem heimilt er að grípa til aðgerða gagnvart ski...

Lesa áfram

21. jan. 2015 | Samkeppnismál
Derek Ridyard fjallar um samkeppnismál á Natura á morgun

Samtök atvinnulífsins, í samtarfi við LEX lögmannsstofu, efna til morgunverðarfundar um samkeppnismál á Icelalandair Hotel Natura í fyrramálið, fimmtudaginn 22. janúar. Þar mun Derek Ridyard, hagfræðingur, m.a. stíga á stokk en hann hefur í meira en 25 ár sérhæft sig í að  meta áhrif samkeppnislaga á efnahagslífið. Mikill fengur er að komu Dereks til landsins en hann hefur unnið að umfangsmiklum  dómsmálum á sviði samkeppnislaga í Evrópu í fjölbreyttum atvinnugreinum og hefur verið kallaður t...

Lesa áfram