Samkeppnishæfni - Samtök atvinnulífsins

Samkeppnishæfni

Samkeppnishæfnisvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að rekstrarumhverfi íslensks atvinnulífs sé eins og best gerist í nálægum ríkjum þannig að framleiðni og verðmætasköpun fyrirtækjanna aukist og þau geti staðist alþjóðlega samkeppni. Þannig geta nýjar hugmyndir blómstrað og lífskjör batnað.

18. des. 2014 | Samkeppnishæfni
Flutningur raforku til heimila og fyrirtækja gæti hækkað um 50%

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa sent Alþingi umsagnir um þingsályktun um stefnu stjórnvalda um lagningu raflína og lagafrumvarps um kerfisáætlun við lagningu raflína. Málin eru tengd og varða uppbyggingu raforkukerfisins hér á landi til langs tíma. Samtökin telja mikilvægt að sveitarfélögum verði skylt að gera ráð fyrir raflínum í kerfisáætlun í skipulagi sínu. Óeðlilegt er að sveitarfélög geti haldið endurbótum á flutningskerfi raforku í gíslingu svo árum skipti og komið þan...

Lesa áfram

28. nóv. 2014 | Samkeppnishæfni
Mikil gróska á Litla Íslandi

Starfsmönnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja (með allt að 250 starfsmenn) fjölgaði um 1.400 (3%) milli 2012 og 2013. Heildarlaunagreiðslur í atvinnulífinu námu 584 milljörðum króna árið 2013 og jukust um 8% frá árinu 2012. Heildarlaunagreiðslur jukust um 9% hjá örfyrirtækjum, 10% hjá litlum fyrirtækjum, 9% hjá meðalstórum fyrirtækjum og 6,5% hjá stórfyrirtækjum. Þetta sýnir ný úttekt Hagstofu Íslands sem unnin var fyrir Samtök atvinnulífsins og Litla Ísland sem er vettvangur þar sem smá fyr...

Lesa áfram

17. okt. 2014 | Reglubyrði
Íslendingar húða tilskipanir ESB með gulli

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja allt of langt gengið í frumvarpi um breytingar á lögum um mat á umhverfisáhrifum – mun lengra en þörf er á samkvæmt tilskipun ESB. Í umsögn samtakanna til Alþingis er bent á að verði frumvarpið samþykkt muni leyfisveitingar flækjast, tími lengjast sem tekur að fá leyfi, kærum fjölga og kostnaður við framkvæmdir aukast. Samtökin benda á að þessu sé vel lýst í greinargerð með frumvarpinu en umhverfis- og auðlindaráðuneytið leggur til að nánast al...

Lesa áfram

10. okt. 2014 | Fjárfestingaumhverfi
Flóðbylgja fjárfestinga í sjávarútvegi

„Miklar fjárfestingar í sjávarútvegi að undanförnu hafa ekki farið framhjá þeim sem fylgjast með greininni. Nýbyggingar skipa, sem maður veit að eru í farvatninu, nema tugum milljarða. Það er margt nýtt og spennandi að gerast í þessari, ég held að sé óhætt að segja, flóðbylgju fjárfestinga.“ Þetta sagði Ólafur Helgi Marteinsson, varaformaður LÍÚ og framkvæmdastjóri Ramma og Primex í upphafi erindis síns á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór í vikunni. Hann sagði fyrirtækin fara nýjar en ólíkar l...

Lesa áfram

18. sep. 2014 | Skattamál
Vörugjöldin út í hafsauga og þó fyrr hefði verið

Það er þjóðþrifaverk hjá ríkisstjórn Íslands að koma almennum vörugjöldum fyrir kattarnef enda hafa þau verið skaðleg neytendum og fyrirtækjum í allt of langan tíma. Vörugjöld hafa verið lögð á ýmsar innfluttar nytjavörur og framleiðslu innanlands allt frá árinu 1971 þegar Ísland gekk í EFTA en vörugjaldakerfið er flókið, órökrétt og ósanngjarnt. Það felur auk þess í sér margvíslega mismunun og hækkar verðlag. Ýmsar tilraunir hafa verið gerðar til að bæta kerfið en án árangurs. Vörugjöld af m...

Lesa áfram

18. sep. 2014 | Reglubyrði
SA og SI mótmæla auknu eftirliti

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins telja fyrirhuguð lagaákvæði  um aukið eftirlit með flutningum á landi óþörf og að önnur lög nægi til að tryggja hag neytenda og almennings. Með frumvarpinu sé enn verið að auka kostnað fyrirtækjanna við að halda uppi eftirlitsstarfsemi án þess að nokkur sjáanlegur ávinningur verði af eftirlitinu. Þetta kemur fram í nýrri umsögn samtakanna til innanríkisráðuneytisins. Nýlega kynnti innanríkisráðuneytið á vef sínum drög að frumvarpi um farmflutninga á...

Lesa áfram

07. ágú. 2014 | Samfélagsábyrgð
Arðbært atvinnulíf stuðlar að blómlegu samfélagi

Tæplega helmingur Íslendinga telur fyrirtæki hafa jákvæð áhrif á samfélagið samkvæmt nýrri rannsókn Festu – miðstöð um samfélagsábyrgð, 28% telja þau hafa neikvæð áhrif en fjórðungur tekur ekki afstöðu. Þessar niðurstöður gefa tilefni til að skoða þessi mál vel og velta því fyrir sér hvað hægt er að gera betur. Vaxandi áhugi er í atvinnulífinu að taka samfélagsábyrgð föstum tökum og hefur það m.a. sýnt sig í mikilli fjölgun fyrirtækja sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu...

Lesa áfram

11. jún. 2014 | Skattamál
Geta stofnanir hækkað skatta einhliða?

Samtök atvinnulífsins furða sig á að Þjóðskrá Íslands skuli að eigin frumkvæði geta breytt aðferðum við fasteignamat með þeim afleiðingum að skattar á atvinnulífið hækki verulega. Alþingi hlýtur að þurfa að koma að slíkum skattahækkunum. Í umfjöllun fréttastofu RÚV kemur fram að fasteignamat á atvinnuhúsnæði hækkar að meðaltali um 12,4 prósent samkvæmt nýju mati Þjóðskrár sem kynnt var í gær. Hækkanirnar geta numið tugum prósenta á einstökum eignum. Frumvarp er í smíðum í innanríkisráðuneytin...

Lesa áfram

12. maí 2014 | Reglubyrði
Einfaldara regluverk ávísun á betri árangur

„Enginn vafi er á því að unnt er að einfalda alla stjórnsýslu, leyfisveitingar og eftirlit með atvinnulífinu verulega frá því kerfi sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum og ná sama árangri en með mun minni tilkostnaði en nú." Þetta sagði Pétur Reimarsson, forstöðumaður hjá SA, í upphafi erindis á ársfundi Umhverfisstofnunar sem fram fór á föstudaginn. Erindið í heild má lesa á vef SA.  „Miklir möguleikar liggja í hagræðingu hjá þeim stofnunum sem hafa eftirlit með starfsemi fyri...

Lesa áfram

09. maí 2014 | Efnahagsumgjörð
Raunhæft fyrir Ísland að komast í fremstu röð

Stephane Garelli, framkvæmdastjóri IMD rannsóknarstofnunarinnar í Sviss, segir það raunhæft markmið fyrir Ísland að komast í fremstu röð á næstu árum. Á Íslandi sé fullt af hæfileikaríku fólki sem geti tryggt það. IMD sérhæfir sig í rannsóknum á samkeppnishæfni þjóða en Samtök atvinnulífsins hafa sett fram metnaðarfulla stefnu: Að Ísland verði meðal 10 samkeppnishæfustu þjóða heims innan 10 ára. Í tilefni nýrrar stefnumörkunar SA var rætt við Garelli yfir netið á Skype þar sem hann var staddu...

Lesa áfram

05. maí 2014 | Efnahagsumgjörð
Umsögn SA til Alþingis um aðildarviðræður Íslands að ESB

Mikilvægt er skapa eins víðtæka sátt um aðildarviðræður Íslands að ESB og frekast er unnt. Augljóst er að viðræðuslit eru ekki til þess fallinn að skapa þá sátt. Þrátt fyrir að ríkisstjórnin vilji ekki halda viðræðunum áfram, er ávinningur þess að slíta viðræðunum enginn, þvert á móti er ljóst að erfiðara yrði að taka upp viðræður að nýju skapist til þess vilji Alþingis. Þetta kemur m.a. fram í umsögn SA til Alþingis um þingályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um að slíta aðildarviðræðum Íslan...

Lesa áfram