Menntamál - Samtök atvinnulífsins

Menntamál

Aukin menntun og hæfni bætir lífskjör Íslendinga. Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntun hvers og eins er ævistarf; jafnt í skólum og í vinnu. Betri menntun er forsenda aukinnar framleiðni í atvinnulífinu og bætir samkeppnishæfni fyrirtækja.

23. jan. 2017 | Menntamál
Menntadagur atvinnulífsins 2017

Íslenskan verður í kastljósinu á Menntadegi atvinnulífsins 2017, fimmtudaginn 2. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku í dag. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir. Á menntadeginum fer fram samtal atvinnulífs, stjórnmála...

Lesa áfram

19. jan. 2017 | Menntamál
Ísl(enskan)

Samtök atvinnulífsins leggja til að allt að tveimur milljörðum króna verði varið á næstu 5-7 árum til að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar. Tungumálið er í hættu vegna nýrrar tækni en fólk mun nota röddina í auknum mæli til að stýra hvers kyns tækjum og tólum á næstu árum en vandinn er sá að tækin skilja ekki íslensku. Til að snúa vörn í sókn þarf atvinnulífið, skólasamfélagið og stjórnvöld að bregðast skjótt við ef enskan á ekki að taka íslenskuna yfir. Íslensk máltækni verður í k...

Lesa áfram