Menntamál - Samtök atvinnulífsins

Menntamál

Aukin menntun og hæfni bætir lífskjör Íslendinga. Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntun hvers og eins er ævistarf; jafnt í skólum og í vinnu. Betri menntun er forsenda aukinnar framleiðni í atvinnulífinu og bætir samkeppnishæfni fyrirtækja.

15. des. 2016 | Menntamál
Framlög til menntunar fólks á vinnumarkaði

Framlög atvinnulífsins og hins opinbera til menntunar starfsfólks á vinnumarkaði námu rúmlega 4 milljörðum króna á árinu 2015. Jafngildir það samanlögðum rekstri Menntaskólans í Hamrahlíð, Menntaskólans í Kópavogi og Fjölbrautarskólans í Breiðholti. Skipta má þessu framlagi í tvennt. Annars vegar kjarasamningsbundið framlag atvinnulífsins,  A-hluta ríkissjóðs og sveitarfélaga til fræðslu- og starfsmenntasjóða. Algengast er að kjarasamningsbundið iðgjald sé 0,3% af heildarlaunum. Hins vegar fr...

Lesa áfram

08. des. 2016 | Menntun í fyrirtækjum
Fyrirmyndir í námi fullorðinna

Souleymane Sonde og Vésteinn Aðalgeirsson eru fyrirmyndir í námi fullorðinna. Viðurkenninguna fengu þeir á ársfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem fór nýverið fram. Souleymane, er frá Burkina Faso. Hann hafði takmarkaðan námsgrunn að byggja á. Hann hóf nám í Mími - símenntun í íslensku og hefur auk þess lokið tveimur námsleiðum framhaldsfræðslu þar. Með aukinni þekkingu og færni hefur hann hefur hlotið framgang í starfi og stundar nú nám með vinnu í frumgreindeild Háskólans í Reykjavík....

Lesa áfram

28. nóv. 2016 | Menntamál
Lærum í skýinu

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl. 13.15 - 16.30. Yfirskrift fundarins er Lærum í skýinu.  Aðalfyrirlesari fundarins er Alastair Creelman sem fjallar um hvert stefnir í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Alastair starfar við Linneus Universitet  í Svíþjóð en erindi hans verður á ensku. Fyrirmyndir í námi fullorðinna fá viðurkenningar og kynnt verða íslensk og erlend verkefni um hvernig hægt er að nýta ólíkar a...

Lesa áfram

17. nóv. 2016 | Menntamál
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2017 - óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 2. febrúar 2017. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 12. desember nk. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2017, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru: • að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins, • að stuðlað sé að markv...

Lesa áfram

20. okt. 2016 | Menntamál
Þróunarsjóður fagháskólanáms stofnaður

Í samræmi við tillögur verkefnishóps um fagháskólanám lýsa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samtök atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og BSRB, yfir vilja sínum til þess að stofna þróunarsjóð um sérstakt þróunarverkefni um fagháskólanám. Skrifað var undir yfirlýsingu þessa efnis í vikunni. Sjóðurinn kostar þróun og kennslu námsleiða sem nýtast sem fyrirmyndir um skipulag, nám og gæði í fagháskólanámi, auk þess að standa straum af kostnaði við rekstur verkefnisins, kynningu þess...

Lesa áfram

19. okt. 2016 | Menntamál
Starfsþjálfun í fyrirtækjum

Annar fundur í fundaröðinni Menntun og mannauður var haldinn þriðjudaginn 18. október í Húsi atvinnulífsins. Að þessu sinni var fjallað um starfsþjálfun í fyrirtækjum og svokallað TTRAIN (e. Tourism training) verkefni, sem er nýtt og snýst um að mennta fólk í ferðaþjónustu sem sér um þjálfun nýrra starfsmanna í fyrirtækinu og endurmenntun þeirra sem fyrir eru. Sambærilegt verkefni RETRAIN hefur verið útfært fyrir verslunina á Íslandi. Þessi verkefni hafa mælst mjög vel fyrir og geta jafnframt...

Lesa áfram

14. okt. 2016 | Menntamál
Morgunfundur um starfsþjálfun í fyrirtækjum - streymi

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins þriðjudaginn 18. október. Þar verður boðið upp á opinn morgunfund um starfsþjálfun í fyrirtækjum. Fundurinn fer fram í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35 kl. 8.30-10. Allir eru velkomnir. Fundurinn verður sýndur beint á vefnum. SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA DAGSKRÁ Kynning á TTRAIN verkefninu  (Tourism training)Magnús Smári Snorrason, verkefnastjóri þróunar á alþjóðasviði Háskólans á Bifröst. Verkefnið snýst um að mennta einstak...

Lesa áfram

12. okt. 2016 | Menntamál
Undirritun yfirlýsingar um hæfniramma um íslenska menntun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Alþýðusamband Íslands (ASÍ), Samtök atvinnulífsins (SA), BSRB, Kvasir, Leikn, Bandalag háskólamanna (BHM), Samtök íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) og Landssamtök íslenskra stúdenta (LÍS) undirrituðu í dag yfirlýsingu um hæfniramma um íslenska menntun sem ætlað er að endurspegla stigvaxandi hæfnikröfur í formlegu og óformlegu námi á Íslandi. Undirritunin markar tímamót hvað varðar áherslu á sýnileika ævilangrar menntunar sem fer fram bæði við nám og störf e...

Lesa áfram

14. sep. 2016 | Menntamál
Nýjungar í starfsmenntun

Fundaröðin Menntun og mannauður hefst þriðjudaginn 20. september í Húsi atvinnulífsins. Fjallað verður um nýjungar í starfsmenntun að þessu sinni og hvað er í gangi í málaflokknum þetta haustið. Samtök atvinnulífsins, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök iðnaðarins, Samorka og Samtök verslunar og þjónustu standa að fundaröðinni sem mun standa til vors 2017. Kristín Njálsdóttir, framkvæmdastjóri Landsmenntar, sem er sjóður almennra starf...

Lesa áfram

26. maí 2016 | Menntamál
Náms- og starfsráðgjafar í heimsókn

Félag náms- og starfsráðgjafa mætti í kaffispjall í hús atvinnulífsins á dögunum þar sem farið var yfir hvernig fyrirtæki og náms- og starfsráðgjafar geti unnið markvissar og betur saman. Bæði í þágu nemenda og fyrirtækja en þau þurfa á fleiri einstaklingum að halda með iðn- og verknámsbakgrunn. Voru fundarmenn sammála um mikilvægi þess að börn og unglingar fái betri innsýn í atvinnulífið og það verði m.a.  gert með meiri og betri upplýsingamiðlun.  Á öðrum skólastigum, þ.e. framhaldsskóla og...

Lesa áfram

26. maí 2016 | Menntamál
HR úthlutar 24 milljónum til rannsókna í samstarfi við atvinnulífið

Öflug tengsl við atvinnulífið eru ein af grunnstoðum Háskólans í Reykjavík og vinna nemendur og fræðimenn meðal annars rannsóknar- og nýsköpunarverkefni í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýverið úthlutuðu samráðsnefndir HR og eftirfarandi samstarfsaðilar háskólans 24 milljónum til rannsóknarverkefna meistara- og doktorsnema við HR. Icelandair  Group Icelandair  Group veitir 5 milljónir króna í eftirfarandi rannsóknaverkefni á meistara- og doktorsstigi við HR skólaárið 2016-2017: Impact ...

Lesa áfram

13. maí 2016 | Menntamál
Atvinnulífið fjárfestir í íslenskri tungu

Stjórnvöld og fulltrúar atvinnulífsins hyggjast ráðast í sérstakt máltækniverkefni á næstunni svo tungumálið haldi velli hjá komandi kynslóðum. Í ágúst eða september á að liggja fyrir áætlun um hvernig tryggja eigi uppbyggingu íslenskrar máltækni til næstu ára. Þetta kemur fram í umfjöllun Vísis sem hefur að undanförnu fjallað um hættur sem margir telja að steðji að íslensku á tölvuöld.  Samtök atvinnulífsins, ásamt Samtökum iðnaðarins og ýmsum fjármálafyrirtækjum, hafa nú safnað fimm milljón...

Lesa áfram

18. apr. 2016 | Menntamál
Erlent starfsfólk á Íslenskum vinnumarkaði

Á morgun, þriðjudaginn 19. apríl fer fram morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins þar sem verður fjallað um erlent starfsfólk á íslenskum vinnumarkaði. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016 sem hefur verið afar vel sótt í vetur en fundurinn er haldinn í salnum Kviku á 1. hæð í Borgartúni 35. Samtök atvinnulífsins ásamt aðildarsamtökum SA standa að fundinum, allir eru velkomnir á meðan pláss leyfir, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér að neðan. Kaffi, te og með ...

Lesa áfram

15. feb. 2016 | Menntamál
Kíktu í menntakaffi

Fundaröðin Menntun og mannauður heldur áfram í Húsi atvinnulífsins í fyrramálið, þriðjudaginn 16. febrúar kl. 8.30-10. Að þessu sinni verður fjallað um hvernig raunfærnimat getur gagnast fyrirtækjum.  Aðilar vinnumarkaðarins eru að hefja vinnu svo hægt sé að meta nám eða raunfærni eftir tiltekinni aðferðafræði og mun Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, fjalla um stöðuna í ljósi nýrra kjarasamninga. Rætt er við Þorgerði um fundinn á vef Viðskiptablaðsins...

Lesa áfram

05. feb. 2016 | Menntamál
Á rúntinum með forstjóra Securitas

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, brá sér út í síðdegisumferðina á dögunum og spjallaði við Samtök atvinnulífsins um fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1979 og af meðfylgjandi mynd má sjá að tæknin hefur verið nýtt hjá Securitas frá upphaf...

Lesa áfram

02. feb. 2016 | Menntamál
Er sýndarveruleiki málið?

Íslendingar eiga fjögur fyrirtæki sem eru framarlega á sviði sýndarveruleika í heiminum en það kemur í ljós á næstunni hvort tæknin verði almennt notuð. Þetta var meðal þess sem Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, yfirframleiðandi tölvuleiksins Star Wars: Battlefront hjá DICE, benti á í erindi á Menntadegi atvinnulífsins 2016. Hún segir ótrúlega spennandi tíma framundan og tækifærin fjölmörg í skapandi greinum á Íslandi en það megi þó gera ýmislegt til að bæta starfsumhverfi sprotafyrirtækja. ...

Lesa áfram

01. feb. 2016 | Menntamál
Upptökur frá frá Menntadegi atvinnulífsins 2016

Menntadagur atvinnulífsins 2016 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum. Framundan er  vöxtur á nær öllum sviðum atvinnulífsins og ljóst að á næstu árum munu verða til þúsundir nýrra starfa í atvinnulífinu. Eftirspurn eftir hæfu og vel menntuðu starfsfólki mun aukast en það mun reyna mjög á menntakerfið að útskrifa fólk nægilega hratt til að mæta vextinum. Því þarf  atvinnulífið ásamt ver...

Lesa áfram

28. jan. 2016 | Menntamál
Icelandair Hotels menntafyrirtæki ársins

Icelandair Hotels er menntafyrirtæki ársins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti í morgun menntaverðlaun atvinnulífsins á menntadegi atvinnulífsins sem var haldinn í þriðja sinn á Hilton Reykjavík Nordica. Hildur Elín Vignir, formaður dómnefndar og framkvæmdastjóri Iðunnar, gerði grein fyrir valinu en í rökstuðningu dómnefndar segir að hjá Icelandair Hotels sé unnið af mikilli fagmennsku og metnaði að fræðslumálum starfsmanna. Þar starfa að meðaltal um 700 manns a...

Lesa áfram

19. jan. 2016 | Menntamál
Menntadagur atvinnulífsins 2016

Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá auk þess sem menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt fyrirtækjum sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka ið...

Lesa áfram

11. jan. 2016 | Menntamál
Áttin kynnt um land allt í janúar

Áttin er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum um styrki til fræðslu starfsfólks frá starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Þau eiga héðan í frá að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn í gegnum Áttina. Áttin er sameiginlegt verkefni SA, ASÍ og átta fræðslusjóða sem standa að ...

Lesa áfram

04. jan. 2016 | Menntamál
Viltu fá fræðslustjóra að láni?

Stjórn starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks (SVS) hefur samþykkt að hrinda af stað átaki til næstu 18 mánaða með verkefnið „Fræðslustjóri að láni“. Átakið er óháð rétti fyrirtækjanna í sjóðinn og einskorðast við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem greitt hafa til SVS sl. 12 mánuði og eru með heildarfjölda starfsmanna á bilinu 7 til 25. Minni fyrirtæki hafa hingað til ekki átt þess kost að sækja um „Fræðslustjóra að láni“ til sjóðsins vegna takmarkaðs réttar þeirra. Sjóðurinn...

Lesa áfram