Menntamál - Samtök atvinnulífsins

Menntamál

Aukin menntun og hæfni bætir lífskjör Íslendinga. Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntun hvers og eins er ævistarf; jafnt í skólum og í vinnu. Betri menntun er forsenda aukinnar framleiðni í atvinnulífinu og bætir samkeppnishæfni fyrirtækja.

23. nóv. 2015 | Menntamál
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 11. desember nk.  Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum, menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2016, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. Skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Vinsamlegast skilið greinargerð, að hámarki þrjár A4 síður, þar sem rökstutt e...

Lesa áfram

20. nóv. 2015 | Menntamál
Mannauðsstjórar veita stjórnendum ráðgjöf

Það var þægileg og létt stemmning í Hús Atvinnulífsins 17. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um málefni mannauðsstjórnunar með áherslu á stöðu hennar í dag. Þetta var þriðji fundur vetrarins í fundarröðinni Menntun og mannauður. Fyrirlesarar voru Arney Einarsdóttir lektor við Viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar í mannauðsstjórnun og Hafsteinn Bragason mannauðsstjóri Íslandsbanka. Arney steig fyrst í pontu og kynnti fyrir fundargestum helstu ...

Lesa áfram

22. okt. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Auðveldari leið fyrir fyrirtæki til að sækja um styrki til starfsmenntunar

Áttin - ný vefgátt sem auðveldar fyrirtækjum að sækja um styrki til starfsmenntasjóða ogfræðslustofnana verður opnuð í nóvember. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði. Fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins hafa lengi óskað eftir einfaldara kerfi til að sækja um styrki til starfsmenntunar. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofn...

Lesa áfram

19. okt. 2015 | Menntamál
Auðveldari leið til að sækja um styrki til starfsmenntunar

Þriðjudaginn 20. október kl. 8.30-9.30 verður haldinn morgunverðarfundur í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni, 35, 1. hæð. Fundurinn er hluti af fundaröðinni Menntun og mannauður 2015-2016. Á fundinum verður Áttin kynnt en hún er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum að starfsmenntassjóðum og fræðslustofnunum. Áttin er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda og launafólks á almennum vinnumarkaði. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttar...

Lesa áfram

16. júl. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Starfsmenntakerfið verði einfaldað

Samtök atvinnulífsins hafa ásamt Alþýðusambandi Íslands unnið að því að endurskoða starfsmenntakerfið með einföldun og gegnsæi í huga. Vinnan byggir á bókun í kjarasamningi en sérstaklega er horft til hagsmuna fyrirtækja. Áhersla er lögð á að koma upp sameiginlegri vefgátt annars vegar sem einfaldar m.a. umsóknarferli fyrirtækja í starfsmenntasjóði og fræðslustofnanir.  Hins vegar verður farið í átak sem miðar að því að kynna starfsmenntasjóðina og fræðslustofnanir og möguleika fyrirtækja ti...

Lesa áfram

05. jún. 2015 | Menntamál
Undirbúningsnám fyrir háskólanám við HR stytt í eitt ár

Frá og með næsta hausti geta nemendur í frumgreinanámi við Háskólann í Reykjavík lokið undirbúningi fyrir háskólanám á einu ári. Samhliða styttingu námsins hefur skipulagi þess verið breytt. Nemendur velja braut sem gerir þeim kleift að einbeita sér að undirbúningi fyrir það háskólanám sem þeir hafa áhuga á að fara í að loknu frumgreinanáminu. Frumgreinanámið við HR er það elsta sinnar tegundar hér á landi. Það var stofnsett í Tækniskóla Íslands árið 1964. Undanfarin 12 ár hafa flestir nemen...

Lesa áfram

12. mar. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Nýjar leiðir við starfsmenntun

Mánudaginn 16. mars kl. 12-13 verður fimmti fundurinn í röð hádegisfunda um starfsmenntamál á vegum menntahóps Húss atvinnulífsins.  Fundurinn verður haldinn í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í salnum Kviku á 1. hæð.  Að þessu sinni verður skoðað hvernig fyrirtæki nýta sér tækni og nýjungar við fræðslu starfsmanna. Dagskráin byggir á örerindum eins og á fyrri fundum og verður gefinn góður tími fyrir umræður og fyrirspurnir. Dagskrá Erna Arnardóttir, mannauðsstjóri Deloitte. Hlíf Böðv...

Lesa áfram

09. mar. 2015 | Menntamál
Námsefni í verkgreinum

Árleg ráðstefna Iðnmenntar fer fram föstudaginn 13. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 13-16. Að þessu sinni verður fjallað um námsefni í verkgreinum, stöðu mála og framtíðarsýn. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra flytur opnunarerindi um stöðu stefnumótunar í starfsmenntamálum. Þá munu Ari Kristinn Jónsson rektor Háskólans í Reykjavík og Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins flytja erindi. Að erindum loknum fara fram umræður um stöðu og framtíð námsefnis með ...

Lesa áfram

04. mar. 2015 | Menntamál
Foreldrar og 10. bekkingar kynni sér kosti starfsnáms

Samtök fyrirtækja í atvinnulífinu hvetja þessa dagana foreldra og forráðamenn unglinga í 10. bekk til að kynna sér fjölbreytt námsframboð framhaldsskólanna. Á næstu vikum munu rúmlega 4.000 ungmenni velja sér námsbraut í framhaldsskóla og spennandi tímar taka við. Í bréfi samtakanna til foreldra og forráðamanna nemendanna er vakin athygli á því að rannsóknir sýni að foreldrar og félagar séu helstu áhrifavaldarnir á þessum tímamótum. Því sé mikilvægt að ræða um framtíðina og þá fjölbreyttu mög...

Lesa áfram

26. feb. 2015 | Menntamál
Menntakerfi atvinnulífsins á við þrjá framhaldsskóla

Framlag atvinnulífsins í fjölbreytta starfsmenntasjóði sem 100 þúsund manns á vinnumarkaði eiga aðild að nemur álíka upphæð á hverju ári og framlag ríkisins til tveggja framhaldsskóla. Sjóðina nýta bæði fólk og fyrirtæki en til viðbótar leggja mörg fyrirtæki háar upphæðir í menntun starfsmanna sinna sem meta má sem ígildi þriðja framhaldsskólans. Sjáðu bara ...

Lesa áfram

25. feb. 2015 | Menntamál
Upptökur og kynningar frá menntadegi atvinnulífsins 2015

Menntadagur atvinnulífsins 2015 fór fram á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Um 300 þátttakendur úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu tóku þátt í deginum en þar var fjallað var um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Upptökur af erindum frá deginum eru nú aðgengilegar á vefnum ásamt glærukynningum frummælenda. Menntadagur atvinnulífsins 2015  – smelltu til að horfa. Illugi Gunnarsson, mennta- og...

Lesa áfram

24. feb. 2015 | Menntamál
Tíu viðskiptahugmyndir keppa um Gulleggið 2015

Keppnin um Gulleggið 2015 stendur nú yfir og hafa tíu viðskiptahugmyndir verði valdar sem keppa til úrslita laugardaginn 7. mars. Þá mun fólkið á bak við hugmyndirnar kynna þær fyrir dómnefnd en úrslit verða kynnt kl. 16 á Háskólatorginu í Háskóla Íslands. Samtök atvinnulífsins eru einn af bakhjörlum Gulleggsins sem er frumkvöðlakeppni Klak Innovit. Keppnin er haldin að fyrirmynd MIT háskóla í Bandaríkjunum og VentureCup á Norðurlöndunum. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ung...

Lesa áfram

20. feb. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Marel er menntafyrirtæki ársins 2015

Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa  þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins. Marel tekur þátt í víðtæku samstarfi við menntastofnanir bæði hérlendis og erlendis og stuðlað er að nýsköpun í menntun starfsmanna. Dæmi um slíkt er Framleiðsluskóli Marel fyrir ófaglært starfsfólk en 30% þeirra sem vinna við framleiðslu hjá Marel á Ísla...

Lesa áfram

19. feb. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Formaður SA: Vits er þörf

„Vits er þörf, þeim er víða ratar“, segir í Hávamálum og á það ekki síður við í dag en fyrir um 750 árum. Þekking, kunnátta og færni eru hverjum einstaklingi mikilvæg og það sama má segja um samfélagið allt. Augljóst er að tengja almenna menntun, rannsóknir, nýsköpun og þróun við betri afkomu einstaklinga og framfarir í þjóðfélaginu. Því betur sem menntun er fyrir komið þeim mun meiri væntingar er unnt að gera um hagsæld og velferð. Þetta sagði Björgólfur Jóhannsson, formaður SA, m.a. í uppha...

Lesa áfram

18. feb. 2015 | Menntamál
Henning Gade ávarpar menntadag atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins 2015 er á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar. Af því tilefna efna samtök í atvinnulífinu til ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem verður  fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Gestur ráðstefnunnar er Henrik Gade forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku, en hann mun ræða um breytingar á starfsnámi í Danmörku sem taka gildi í haust og hvað Íslendingar geti af því læ...

Lesa áfram

13. feb. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Áhugaverðar menntastofur samtaka í atvinnulífinu

Menntadagur atvinnulífsins 2015 verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar á Hilton Reykjavík Nordica. Þar munu  samtök í atvinnulífinu m.a. opna fjölbreyttar menntastofur með áhugaverðri dagskrá. Samtökin kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum. Mikill áhugi er á ráðstefnunni og því vissara að skrá sig sem fyrst til að tryggja sér sæti. Allir eru velkomnir og er ekkert þátttökugjald. Athugið þó að fjöldi sæta í menntastofurnar er takmarkaður en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á...

Lesa áfram

29. jan. 2015 | Menntamál
Fjöldi tilnefninga til menntaverðlauna atvinnulífsins

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent fimmtudaginn 19. febrúar á menntadegi atvinnulífsins 2015. Á þriðja tug tilnefninga bárust og er dómnefnd nú önnum kafin við að vinna úr þeim. Tilnefnd fyrirtæki eru bæði stór og smá og starfa í fjölbreyttum greinum. Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum, annars vegar er menntafyrirtæki ársins verðlaunað og hins vegar menntasproti ársins. Menntaverðlaunin voru afhent í fyrsta skipti fyrir ári. Samskip var valið menntafyrirtæki ársins 2014 og Nordic ...

Lesa áfram

29. jan. 2015 | Menntamál
Menntadagur atvinnulífsins 2015 – skráning hafin

Menntadagur atvinnulífsins  verður haldinn fimmtudaginn 19. febrúar  á Hilton Reykjavík Nordica. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en að þessu sinni verður fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Dagskrá menntadagsins hefur nú verið birt er skráning í fullum gangi hér á vef SA. Það er vissara að tryggja sér sæti sem fyrst en hátt í 400 manns sóttu menntadaginn 2014. Allir e...

Lesa áfram

07. jan. 2015 | Menntun í fyrirtækjum
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2015 – óskað eftir tilnefningum

Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 19. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 19. janúar. Menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2015 verða útnefnd en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að uppfylla ákveðin viðmið. Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru m.a.: að skipulögð fræðsla sé innan fyrirtækisins stuðlað sé að menntun og fræðslu umfram það sem ætlast er til ...

Lesa áfram