Menntamál - Samtök atvinnulífsins

Menntamál

Aukin menntun og hæfni bætir lífskjör Íslendinga. Mennta- og nýsköpunarsvið Samtaka atvinnulífsins vinnur að því að hækka menntunarstig fólks ásamt því að efla nýsköpunar- og rannsóknarumhverfi atvinnulífsins. Menntun hvers og eins er ævistarf; jafnt í skólum og í vinnu. Betri menntun er forsenda aukinnar framleiðni í atvinnulífinu og bætir samkeppnishæfni fyrirtækja.

17. des. 2014 | Menntamál
Barbapabbi og menntakerfið

Menntakerfið er í sífelldri þróun þótt mörgum finnist það ekki slá taktinn nægilega fast í samræmi við þarfir einstaklinga, umhverfi og samfélag. Það hefur hins vegar mikið vatn runnið til sjávar frá því að elstu menntaskólar landsins voru í raun starfsmenntastofnanir líkt og Dr. Jón Torfi Jónasson hefur bent á. Í upphafi var menntun þar til að undirbúa starfsmenntun þeirra sem þá var talin mest þörf fyrir, presta og lækna og lögfræðinga. Við stöndum á ákveðnum tímamótun í umræðu og stefnumö...

Lesa áfram

02. des. 2014 | Menntamál
Ert þú búin(n) að taka samtalið?

Þær eru margar ræðurnar sem haldnar hafa verið um mikilvægi iðn- og verknáms fyrir einstaklinga, fyrirtæki og samfélag. Er umhugsunarefni hvað veldur að orðin breytast ekki í athafnir. Of fáir sækjast eftir starfsmenntun og enn færri ljúka námi en brotthvarf nemenda er mikið innan iðn- og verkgreina. Þar kemur margt til, meðal annars að ekki er búið að tryggja nemendum starfsnám á vinnustað. Það er eitt af viðfangsefnum atvinnulífsins í samvinnu við skóla og stjórnvöld að námsferill nemandan...

Lesa áfram

28. nóv. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Starfsmenntun Litla Íslands og menntahóps Húss atvinnulífsins

Fundaröð Menntahóps Húss atvinnulífsins vegna starfsmenntunarmála hélt áfram í nóvember en fundirnir hafa verið vel sóttir. Fókusinn að þessu sinni var á Litla Ísland og hvaða möguleika lítil og meðalstór fyrirtæki í öllum atvinnugreinum hafa í starfsmenntamálum. Var fundurinn sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem ekki áttu heimangengt. Var ánægjulegt að sjá landsbyggðina nýta sér þennan möguleika. Reynslusögur voru sagðar af forsvarsmönnum lítilla fyrirtækja til fundarmanna um hv...

Lesa áfram

13. nóv. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Starfsmenntun á Litla Íslandi

Þriðjudaginn 18. nóvember efnir Litla Ísland til hádegisfundar í Húsi atvinnulífsins um starfsmenntun í litlum fyrirtækjum. Leitað verður svara við því hvernig fyrirtækin geti styrkt sig með aukinni menntun starfsfólks. Eigendur lítilla fyrirtækja segja reynslusögur og fulltrúar starfsmenntasjóða veita ráðgjöf um hvernig smærri fyrirtæki geta sótt fjármagn til sjóðanna. Fundurinn verður sýndur í beinni útsendingu á vefnum fyrir þá sem eiga ekki heimangengt. Fundurinn hefst kl. 12 í Húsi atvi...

Lesa áfram

22. okt. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Vinnustaðanámssjóður í lykilhlutverki

Vinnustaðanámssjóður er mikilvægur en með tilkomu hans var fyrirtækjum gert kleift að taka við fleiri nemum í iðn- og verknám en áður.  Sjóðurinn hefur reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum í fjölbreyttum atvinnugreinum einstaklega vel, ekki síst í ört vaxandi ferðaþjónustu þar sem þörfin fyrir aukna menntun starfsfólks er mikil. Það eru því mikil vonbrigði að í fjárlagafrumvarpinu sé ekki lengur gert ráð fyrir framlögum til sjóðsins. Aðilar vinnumarkaðarins hafa hvatt ráðherra til að bei...

Lesa áfram

10. okt. 2014 | Áherslur SA
Öflugt menntakerfi stærsta efnahagsmálið

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“. Til að bæta lífskjör og efla enn frekar samkeppnishæfni Íslands er grunnurinn öflugt menntakerfi. Í ritinu er lýst sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar og þau sóknarfæri sem í henni felast til verðmætasköpunar í hagkerfinu. Í ritinu kemur fram að þrátt fyrir að Ísland verji hlutfallslega miklum fjármunum t...

Lesa áfram

09. okt. 2014 | Áherslur SA
Sóknarfæri í menntamálum – ráðstefna SA og VÍ hefst kl. 14

Í dag, fimmtudaginn 9. október munu Samtök atvinnulífsins  og Viðskiptaráð Íslands kynna sameiginlega sýn samtakanna um hvernig hægt er að sækja fram með umbótum í menntamálum. Ný skýrsla samtakanna, Stærsta efnahagsmálið, verður kynnt á ráðstefnu SA og VÍ á Grand Hótel Reykjavík kl. 14-16. Innan atvinnulífsins hefur sú skoðun lengi verið ríkjandi að brýnt sé að breyta íslensku menntakerfi með það í huga að efla framleiðni og samkeppnishæfni þess. Að mati SA og VÍ eru umbætur í menntamálum ei...

Lesa áfram

17. sep. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Samtal um starfsmenntamál

Á grunni bókunar síðustu kjarasamninga eru Samtök atvinnulífsins í samvinnu við launþegahreyfingarnar að vinna að einföldun starfsmenntakerfisins með það að markmiði að gera það gegnsærra og aðgengilegra.  Slík breyting getur m.a. stuðlað að hærra menntunarstigi  innan fyrirtækja en aðilar vinnumarkaðarins hafa átt gott samstarf um uppbyggingu starfsmenntamála á síðustu misserum. Það eru í senn hagsmunir fyrirtækja sem einstaklinga að hækka menntunarstig og efla þekkingu og færni innan atvinn...

Lesa áfram

26. ágú. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Vinnustaðanámssjóði en umsóknarfrestur er til 29. ágúst. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum sem stunda vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim kleift að ljúka tilskyldu vinnustaðanámi. Umsóknargögn ...

Lesa áfram

24. jún. 2014 | Menntamál
Mikilvægt innlegg

Hvítbók mennta- og menningarmálaráðherra er mikilvægt innlegg í nauðsynlegar umbætur á menntakerfi landsins. Samtök atvinnulífsins fagna sérstakri  og tímabærri áherslu á iðn- og starfsnám, styttingu námstíma og síðast en ekki síst áherslu á aukna læsi og eflingu lestrarkennslu. Eins og samtökin hafa ítrekað bent á þá eru miklir þjóðhagslegir hagsmunir fólgnir í betri nýtingu námstíma til loka framhaldsskóla og að iðn- og starfsnám verði eflt til muna. Það sama gildir um lestur en alþjóðlega...

Lesa áfram

06. maí 2014 | Áherslur SA
Plús í kladdann

Lengi hefur verið rætt um mikilvægi þess að ná fram breytingum á íslensku menntakerfi. Um þær hafa hins vegar verið skiptar skoðanir; meðan sumir hafa tekið sér varðstöðu um óbreytt fyrirkomulag eru aðrir sem mælt hafa fyrir róttækum breytingum á inntaki, uppbyggingu og lengd náms. Innan atvinnulífsins hefur lengi verið sú skoðun a&e...

Lesa áfram

06. mar. 2014 | Áherslur SA
Menntakerfið grunnur að samkeppnishæfni atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök SA vilja veg menntunar sem mestan. Þetta segir Margrét Kristmannsdóttir, varaformaður SA, en hún setti Menntadag atvinnulífsins sem fram fór í vikunni. Hún segir menntamálum vera gert jafnhátt undir höfði í starfi samtakanna eins og kjaramálum og efnahagsmálum en eitt af fjórum meginsviðum SA er helgað mennta- og nýsköpunarmálum. Margrét segir að aukinn kraftur hafi verið settur í menntamálin hjá samtökum í atvinnulífinu og aðildarfyrirtækjum þeirra - þa...

Lesa áfram

06. mar. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Samskip og Nordic Visitor hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014

Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í fyrsta sinn í dag til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014 en ferðaþjónustufyrirtækið Nordic Visitor var útnefnt Menntasproti ársins 2014. Auk heiðursins hljóta starfsmannafélög fyrirtækjanna 100 þúsund krónur hvort.  Ragnheiður Elín Árnadóttir - iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins en SA, SAF, SI, SVÞ, SF, LÍÚ, SFF og Samorka s...

Lesa áfram

06. mar. 2014 | Menntun í fyrirtækjum
Upptaka frá Menntadegi atvinnulífsins 2014

Heimurinn borgar þér ekki fyrir það sem þú veist, heldur fyrir það sem þú gerir á grundvelli þess sem þú veist. Þetta er meðal fjölmargra atriða sem Dr. Andreas Schleicher yfirmaður menntamála hjá OECD ræddi á Menntadegi atvinnulífsins í vikunni. Upptaka frá deginum er nú aðgengileg á vefnum en Dr. Schleicher segist bjartsýnn á að íslenskt menntakerfi geti orðið eitt það besta á heimsvísu. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu var í kastljósinu á menntadeginum. Hægt er að horfa á ...

Lesa áfram