Umhverfisdagur atvinnulífsins verður haldinn fimmtudaginn 12. október á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8.30-12. Dagurinn er að þessu sinni helgaður loftslagsmálum.

Dagskrá verður birt þegar nær dregur en m.a. verða umhverfisverðlaun atvinnulífsins afhent  fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum.  

Óskað er eftir tilnefningum fyrir 12. september nk. með tölvupósti á sa@sa.is merktum: „Tilnefning til umhverfisverðlauna atvinnulífsins“.

Veitt verða tvenn verðlaun. Annars vegar verður umhverfisfyrirtæki ársins og hins vegar framtak ársins verðlaunað.

Sjá nánar um verðlaunin hér

Að Umhverfisdegi atvinnulífsins standa Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu.

Umhverfisdagur atvinnulífsins var fyrst haldinn haustið 2015. Hægt er að horfa á svipmyndir frá deginum hér að neðan.

Smelltu hér til að horfa á alla dagskrána