Hvatningarverðlaun jafnréttismála verða afhent í fjórða sinn þriðjudaginn 26. september í Háskólanum í Reykjavík á spennandi morgunverðarfundi um jafnréttismál kl. 8.30-10. Þar verður bent á hagnýtar leiðir til að auka jafnrétti á vinnustöðum.

Að verðlaununum standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, landsnefnd UN Women á Íslandi, Samtök atvinnulífsins og Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð. Markmiðið með þeim er að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem sett hafa jafnrétti á oddinn og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. 

Hægt er að tilnefna fyrirtæki til verðlaunanna á vef UN Women til 19. september.

Íslandsbanki, Orkuveita Reykjavíkur og Rio Tinto Alcan hafa áður hlotið verðlaunin.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhendir verðlaunin.

Dagskrá morgunverðarfundarins verður auglýst þegar nær dregur en hægt er að skrá sig nú þegar hér að neðan.

Skráning