Fréttir - 

27. mars 2015

Verðbólga eykst um eina prósentu milli mánaða

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Verðbólga eykst um eina prósentu milli mánaða

Verðbólga jókst nokkuð milli mánaða samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Vísitala neysluverðs hækkaði um rúma prósentu milli mánaða og mælist verðbólga 1,6% á ársgrundvelli, samanborið við 0,8% síðustu tvo mánuði.

Verðbólga jókst nokkuð milli mánaða samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun. Vísitala neysluverðs hækkaði um rúma prósentu milli mánaða og mælist verðbólga 1,6% á ársgrundvelli, samanborið við 0,8% síðustu tvo mánuði.

undefined

Verðbólgan er enn töluvert undir markmiði Seðlabanka Íslands þrátt fyrir þessa hækkun. Helstu skýringar hækkunar vísitölunnar í mars eru útsölulok á fatnaði og hækkun húsnæðisliðar. Olíuverð á heimsmarkaði hækkaði nokkuð frá lágpunkti sínum í upphafi árs sem endurspeglast í eldsneytisverði hér á landi.

undefined

Húsnæðisverð knýr verðbólgu
Hækkun undirliða vísitölunnar gefur skýra mynd af þróun verðbólgunnar. Þar stendur húsnæðisliðurinn upp úr þar sem framlag hans til verðbólgunnar var 1,8% eða meira en sú 1,6% verðbólga sem mældist. Aðrir liðir hafa samanlagðir valdið um 0,2% lækkun verðlags  á síðastliðnum 12 mánuðum og vegur þar þyngst mikil lækkun olíuverðs seinni hluta síðasta árs.

undefined

Væntingar um aukna verðbólgu
Þrátt fyrir að verðbólga sé enn lítil fara verðbólguvæntingar vaxandi eftir að hafa verið í sögulegu lágmarki í upphafi árs. Þessa þróun ber að taka alvarlega enda eru væntingar um verðbólgu einn mesti drifkraftur hennar þar sem þær stuðla að hækkunum vöruverðs og launa.

Mismunur á vöxtum óverðtryggðra verðtryggðra ríkisbréfa gefur til kynna væntingar markaðsaðila um verðbólgu á líftíma bréfanna. Verðbólguvæntingar hafa minnkað jafnt og þétt frá árinu 2013 og komust loks niður að verðbólgumarkmiði Seðlabankans í árslok 2014.

Á fyrstu mánuðum þessa árs snérist þróunin við. Markaðsaðilar gera nú ráð fyrir ríflega 4% verðbólgu að jafnaði næstu fimm árin og er það tæplega tveimur prósentum meira en væntingar þeirra stóðu til í upphafi árs. Væntingar hafa raunar rokið upp á síðustu tveimur vikum eða um eina prósentu síðan 10. mars.

undefined

Verðbólga í kortunum
Fjárfestar telja sig nú hafa ástæðu til að verjast vaxandi verðbólgu. Nærtækasta skýringin á vaxandi verðbólguvæntingum eru miklar kaupkröfur í  yfirstandandi kjarasamningalotu. Launahækkanir umfram framleiðnivöxt hagkerfisins munu óhjákvæmilega valda hækkun verðlags og er eðlilegt að aðilar á fjármálamarkaði freisti þess að verja fjármuni sína fyrir þeirri óðaverðbólgu sem af hlýst ef verkalýðsfélögin knýja tugprósenta launakröfur sínar fram með verkföllum. 

Samtök atvinnulífsins