Vinnumarkaður - 

23. ágúst 2016

Strax í dag!

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Strax í dag!

Fyrir Alþingiskosningarnar 2013 var samstaða um það meðal allra stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Afstaða þeirra var ítrekuð á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í nóvember 2015 þar sem fjallað var um fjárlög ríkisins. Gjaldið lækkaði um 0,5 prósentustig þann 1. júlí síðastliðinn, í 6,85%, en svigrúm er til enn frekari lækkunar og hvetja Samtök atvinnulífsins Alþingi til að lækka gjaldið nú þegar en það kemur harðast niður á minni fyrirtækjunum vegna hás launahlutfalls í rekstri þeirra.

Fyrir Alþingiskosningarnar 2013 var samstaða um það meðal allra stjórnmálaflokka sem sæti áttu á Alþingi að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Afstaða þeirra var ítrekuð á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins í nóvember 2015 þar sem fjallað var um fjárlög ríkisins. Gjaldið lækkaði um 0,5 prósentustig þann 1. júlí síðastliðinn, í 6,85%, en svigrúm er til enn frekari lækkunar og hvetja Samtök atvinnulífsins Alþingi til að lækka gjaldið nú þegar en það kemur harðast niður á minni fyrirtækjunum vegna hás launahlutfalls í rekstri þeirra.

Svigrúm er til að lækka tryggingagjaldið um 1,5 prósentustig til viðbótar eða um 18 milljarða króna. Félagsmálaráðherra, Eygló Harðardóttir, lýsti því nýlega yfir að hún vilji ekki lækka tryggingagjaldið heldur nýta það til að lengja fæðingarorlof og jafnvel hækka lífeyrisgreiðslur.

Lækkun gjaldsins er mikilvægur þáttur til að vega á móti miklum launahækkunum í kjarasamningum 2015-2018 og grundvallaratriði að stjórnmálaflokkarnir standi við fyrirheit sín um lækkun gjaldsins. Lækkun gjaldsins um 1,5 prósentstig, í 5,35%, færði það í sama horf og það var fyrir hrun. Þrátt fyrir lækkun gjaldsins dygðu tekjur af því til þess að standa undir hækkun fæðingarorlofs í allt að 600 þúsund krónur á mánuði eins og félagsmálaráðherra hefur lagt til. Samtök atvinnulífsins styðja það.

Atvinnuleysið hverfur
Tryggingagjald er skattur á laun en hluti þess rennur m.a. til að fjármagna greiðslu atvinnuleysisbóta. Það gengur almennt vel í atvinnulífinu og atvinnuleysi hefur minnkað hratt. Meðalatvinnuleysi á árinu 2015 var 2,9% en skráð atvinnuleysi fyrstu sjö mánuði á árinu 2016 hefur verið 2,45% að meðaltali og farið minnkandi.

Útgjöld Atvinnuleysistryggingasjóðs verða 11-12,5 milljarðar króna á þessu ári, eigið fé sjóðsins mun vaxa um fimm milljarða króna og nema um 16 milljörðum í árslok. Góðar atvinnuhorfur næstu misserin gefa tilefni til lækkunar gjaldsins strax um 0,35 prósentur til viðbótar, í 6,5%, án þess að rýra eigið fé sjóðsins en tekjur af gjaldinu í ár eru umfram áætlanir fjárlaga.

Það er óþarfi að fjármagna atvinnuleysi sem er horfið en fyrirheit um lækkun tryggingagjalds var ein af lykilforsendum þess að Samtök atvinnulífsins voru tilbúin að gera mjög kostnaðarsama kjarasamninga fyrir tímabilið 2015-2018 og hefja vinnu við að jafna lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.

Hvað sögðu þau?
Fimmtudaginn 18. apríl 2013 efndu Samtök atvinnulífsins til opins umræðufundar í Hörpu með formönnum Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna. Árni Páll Árnason, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Steingrímsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sátu fyrir svörum í 90 mínútur um það hvernig flokkarnir hygðust örva atvinnulífið á næstu árum.

undefined

Í umræðu um skattamál kom tryggingagjaldið til umræðu og þar gagnrýndi Bjarni Benediktsson Samtök atvinnulífsins fyrir að hafa ekki staðið gegn mikilli hækkun gjaldsins árið 2009. Sagði hann stjórnvöld skulda lækkun á tryggingagjaldinu en atvinnulífið hafi tekið á sig alla hækkun þess gegn loforðum í stöðugleikasáttmálanum um síðari lækkun þess, sem hafi síðar verið svikin.

„Menn skulda hreinlega lækkun þess og það er fyrsta skattalækkunin sem við myndum grípa til fyrir atvinnulífið.“

Árni Páll Árnason sagðist þeirrar skoðunar að gjaldið hefði verið hækkað of mikið og hann hafi lagst gegn því sem félagsmálaráðherra árið 2009 en algjör samstaða var meðal formannanna um að lækka þyrfti tryggingagjaldið. Guðmundur Steingrímsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sögðu lækkun þess eitt af þremur skattamálum sem setja ætti í forgang og Katrín Jakobsdóttir sagði að það þyrfti að halda áfram að lækka gjaldið.

Ekki eftir neinu að bíða
Í nóvember 2015 var leikurinn endurtekinn í Hörpu en þá efndu SA til opins umræðufundar á ný með forystufólki flokkanna til að ræða fjármál ríkins undir yfirskriftinni Hvert fara peningarnir þínir?

undefined

Þar kom fram á ný þverpólitísk samstaða um að skynsamlegt væri að lækka gjaldið. Í umræðunum tóku þátt Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Brynhildur sagði á fundinum að tryggingargjaldið væri slæmt, það væri ósýnilegur kostnaður á launaseðlinum og skoraði hún á fjármálaráðherra að beita sér fyrir lækkun þess. Bjarkey sagði það skoðun Vinstri grænna að það mætti skoða lækkun tryggingagjaldsins enda væri atvinnuleysi nánast ekki neitt sem gjaldinu væri ætlað að fjármagna.

Katrín sagðist sjá fyrir sér að tryggingagjaldið lækki hraðar en það hefur gert. Leggja ætti áherslu á það enda hefði gjaldið t.d. neikvæð áhrif á hugverkagreinar. Vilji sé til þess að fyrirtæki vaxi og dafni á Íslandi en ekki erlendis en mörg þeirra geri það ekki í dag.

undefined 

Sigurður Ingi sagði að sannarlega eigi að skoða lækkun tryggingagjaldsins, sérstaklega í ljósi áhrifa þess á lítil og meðalstór fyrirtæki.

Bjarni sagði bæði rétt og nauðsynlegt að ná tryggingargjaldinu niður. Undir lok umræðnanna sagði Katrín Júlíusdóttir að sér heyrðist vera komin pólitísk samstaða um að lækka tryggingagjaldið og stjórnmálamennirnir hljóti að geta fundið leiðir til þess.

undefined

Rúmlega 300 stjórnendur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum hvöttu þingmenn í kjölfarið til að standa við stóru orðin í opinberri áskorun sem birt var í dagblöðum enda þreyttir á biðinni eftir lækkun gjaldsins. Það er skiljanlegt í ljósi þess að árið 2015 má ætla að ýmis gjöld sem eru lögð á laun til að standa undir ýmsum útgjöldum ríkisins hafi aldrei verið hærri að raungildi eða rúmir 80 milljarðar króna.

Sjónvarp atvinnulífsins

Hægt að horfa á upptöku af því hvað fulltrúar stjórnmálaflokkanna sögðu á opnum umræðufundum í Hörpu 18. apríl 2013 og í aðdraganda afgreiðslu fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar 18. nóvember 2015.

90 MÍNÚTUR 2013 – Hvernig ætla þau að örva atvinnulífið?

90 MÍNÚTUR 2015 – Hvert fara peningarnir þínir?

undefined

Samtök atvinnulífsins