Samkeppnishæfni - 

22. september 2016

Stóraukinn áhugi á samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stóraukinn áhugi á samfélagsábyrgð

Dagana 12.-13. október fer fram ráðstefna norrænna fyrirtækja í Osló sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Dagana 12.-13. október fer fram ráðstefna norrænna fyrirtækja í Osló sem hafa skrifað undir Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð. Samtök atvinnulífsins eru tengiliður Íslands við Global Compact.

Ráðstefnan í október er helguð sjálfbærri þróun. Fyrir ári síðan samþykktu ríkisstjórnir víðs vegar um heiminn 17 markmið (e. Sustainable Developement Goals) um að útrýma fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð allra. Fyrirtæki leika lykilhlutverk ef þessi háleitu markmið eiga að nást, með öflugu nýsköpunarstarfi og þróun á nýrri tækni og þjónustu. Markmiðin verða til umfjöllunar í Osló en mörg framsæknustu fyrirtæki Norðurlanda taka þátt. Meðal gesta ráðstefnunnar er Hákon krónprins Noregs sem hefur látið sig sjálfbær þróunarmarkmið Sameinuðu Þjóðanna sérstaklega varða.

undefinedStóraukinn áhugi er meðal íslenskra fyrirtækja á samfélagsábyrgð og Global Compact. Árið 2009 voru tvö fyrirtæki sem höfðu skrifað undir en í dag eru tuttugu í hópnum, Efla, Vífilfell, Sólar, Marel, Arctic Green Energy, VERT - markaðsstofa, Réttur, Landsvirkjun, Reykjagarður, Ölgerðin, Síminn, ÁTVR, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð, Össur, Íslandsbanki, Íslandsstofa, Íslandspóstur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Alta og Landsbankinn.

Áhugasamir um Global Compact, geta haft samband við Hörð Vilberg hjá SA, með tölvupósti á hordur@sa.is eða í síma 591-0005.

Norrænt tengslanet Global Compact

Samtök atvinnulífsins