Vinnumarkaður - 

06. mars 2015

Stjórnendur hækka minnst á milli ára samkvæmt Hagstofunni

Laun og gjöld

Laun og gjöld

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Stjórnendur hækka minnst á milli ára samkvæmt Hagstofunni

Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöðu launarannsóknar sinnar fyrir 4. ársfjórðung 2014. Megin niðurstaðan er sú að árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali, þar af 6,0% á almennum vinnumarkaði og 8,4% hjá opinberum starfsmönnum. Meðalhækkun opinberra starfsmanna skýrist af stórum hluta af kjarasamningum kennara.

Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöðu launarannsóknar sinnar fyrir 4. ársfjórðung 2014. Megin niðurstaðan er sú að árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 var 6,7% að meðaltali, þar af 6,0% á almennum vinnumarkaði og 8,4% hjá opinberum starfsmönnum. Meðalhækkun opinberra starfsmanna skýrist af stórum hluta af kjarasamningum kennara.

Sé litið til einstakra starfsstétta á almennum vinnumarkaði var árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki eða um 7,7% en minnst hjá stjórnendum eða um 5,2%. Á sama tíma hækkuðu regluleg laun tækna og sérmenntaðs starfsfólks um 6,5%, skrifstofufólks um 6,2%, sérfræðinga um 5,9%, verkafólks um 5,6% og iðnaðarmanna um 5,3%. Á milli áranna 2013 og 2014 var hækkun launa eftir starfsstéttum á bilinu 5,2% og 7,0%, mest hjá þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki en minnst hjá stjórnendum.

undefined

Þegar litið er til atvinnugreina þá var árshækkun frá fjórða ársfjórðungi 2013 mest í samgöngum eða um 7,2%,  en minnst í iðnaði eða um 4,6. Árshækkun í byggingarstarfsemi var 6,9%, í fjármálastarfsemi 6,6% og 6,4% í verslun og þjónustu.

Sjá nánar:

Vísitala launa á 4. ársfjórðungi 2014, Hagstofa Íslands.

Samtök atvinnulífsins