Samkeppnishæfni - 

16. maí 2018

Ríkið losi um eignarhluta sína í bönkum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ríkið losi um eignarhluta sína í bönkum

Samtök atvinnulífsins telja brýnt að ríkissjóður selji sem fyrst eignarhluta sína í viðskiptabönkum í opnu ferli sem stýrt verði af fagaðilum fyrir hönd ríkissjóðs. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins telja brýnt að ríkissjóður selji sem fyrst eignarhluta sína í viðskiptabönkum í opnu ferli sem stýrt verði af fagaðilum fyrir hönd ríkissjóðs. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur skipað starfshóp sem vinna á hvítbók um framtíðarsýn og stefnu fyrir fjármálakerfið á Íslandi.

Umsvif ríkisins á bankamarkaði eru mjög mikil á Íslandi eins og Bankasýsla ríkisins hefur bent á og sjá má á meðfylgjandi mynd.


Arðsemi þeirra ríkisfjármuna sem bundin er bönkunum hefur undanfarin ár verið litlu meiri en ávöxtunarkrafa 10 ára ríkisskuldabréfa og því í engu samræmi við þá miklu áhættu sem felst í rekstrinum. Söluandvirði eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum ætti að fara í niðurgreiðslu skulda. Vaxtakostnaður Íslands sem hlutfall af landsframleiðslu er einn sá hæsti meðal iðnríkja, eða 4,0%.

Eiginlegar skuldir ríkissjóðs með lífeyrisskuldbindingum eru um 54% af VLF. Það er óskynsamlegt að vera með mikið fé bundið í viðskiptabankastarfsemi á sama tíma og fyrir liggur mikil þörf fyrir að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Lítið skuldsettur ríkissjóður var lífsbjörg okkar í efnahagshruninu 2008. Ljóst er að ríkissjóður er langt frá því að vera jafn vel búinn undir aðra niðursveiflu nú, eins og hann var þá.

Samtök atvinnulífsins