Fréttir - 

06. nóvember 2015

Ráðstefna um sæstreng til Evrópu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ráðstefna um sæstreng til Evrópu

Miðvikudaginn 11. nóvember verður haldin ráðstefna um sæstreng til Evrópu. Á fundinum munu þrír erlendir sérfræðingar fjalla um reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja, rýna í möguleika Íslands á evrópskum orkumarkaði og greina nýjustu strauma og stefnur á markaðnum. Ráðstefnan fer fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura og er öllum opin, hún hefst kl. 15 og stendur til kl. 16.30. Athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Miðvikudaginn 11. nóvember verður haldin ráðstefna um sæstreng til Evrópu. Á fundinum munu þrír erlendir sérfræðingar fjalla um reynslu Norðmanna af lagningu sæstrengja, rýna í möguleika Íslands á evrópskum orkumarkaði og greina nýjustu strauma og stefnur á markaðnum.  Ráðstefnan fer fram á Icelandair hótel Reykjavík Natura og er öllum opin, hún hefst kl. 15 og stendur til kl. 16.30. Athugið að nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Dagskrá má nálgast hér að neðan ásamt upplýsingum um frummælendur, Geir-Arne Mo viðskiptastjóra hjá Bergen Energi, Tor Eigil Hodne, framkvæmdastjóra Evrópumála hjá Statnett og David Bothe framkvæmdastjóra hjá Evrópuskrifstofu ráðgjafafyrirtækisins Frontier Economics.

Að loknum erindum taka frummælendur þátt í umræðum ásamt Benedikt Gíslasyni, hagfræðingi og Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets.

The Nordic spot market and effects of European market coupling
Geir-Arne Mo er viðskiptastjóri stundarviðskipta (Spot Market) hjá Bergen Energi. Hann hefur yfir 15 ára reynslu af evrópskum orkumarkaði þar sem hann vann meðal annars sem miðlari raforku hjá ICAP og sem forstjóri Aquiloz sem sérhæfir sig í ráðgjöf um vindorku.

Connecting Europe through North Sea Interconnectors – experiences for Iceland
Tor Eigil Hodne er framkvæmdastjóri Evrópumála hjá Statnett, norska raforkuflutningsfyrirtækinu. Hodne hefur starfað hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og EFTA) og ennfremur setið í stjórnum Renewables Grid Initiative og Best Grid Initiative um tengingar orkukerfa í Evrópu. Hodne opnaði skrifstofu Statnett í Brussel 2010 og veitir henni forstöðu. Meginverkefni skrifstofunnar eru samskipti við ESB á sviði orkumála, m.a. raforkuflutningar Norðmanna um sæstrengi til Bretlands og Þýskalands.

European energy policy and markets - impact on investment decision
David Bothe er framkvæmdastjóri hjá Evrópuskrifstofu ráðgjafafyrirtækisins Frontier Economics og hefur áralanga reynslu sem hagfræðilegur ráðgjafi í orkugeiranum. Hann býr yfir mikilli reynslu á sviði orkumála, stefnumótunar, markaðshönnunar og markaðsgreininga. Bothe starfaði áður við rannsóknir og ráðgjöf hjá Orkuhagfræðistofnun Kölnarháskóla.

Fundarstjóri er Kristján Kristjánsson.

Fundurinn fer fram á ensku.

Vinsamlegast skráið þátttöku á vef SA 

undefined

Samtök atvinnulífsins