Menntamál - 

18. febrúar 2015

Henning Gade ávarpar menntadag atvinnulífsins

Menntamál

Menntamál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Henning Gade ávarpar menntadag atvinnulífsins

Menntadagur atvinnulífsins 2015 er á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar. Af því tilefna efna samtök í atvinnulífinu til ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem verður fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Gestur ráðstefnunnar er Henrik Gade forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku, en hann mun ræða um breytingar á starfsnámi í Danmörku sem taka gildi í haust og hvað Íslendingar geti af því lært.

Menntadagur atvinnulífsins 2015 er á morgun, fimmtudaginn 19. febrúar. Af því tilefna efna samtök í atvinnulífinu til ráðstefnu á Hilton Reykjavík Nordica þar sem verður  fjallað um deigluna í menntakerfinu, breytingar á starfsnámi, framlag fyrirtækja til menntamála og ávinning af menntun. Gestur ráðstefnunnar er Henrik Gade forstöðumaður hjá DA, samtökum atvinnulífsins í Danmörku, en hann mun ræða um breytingar á starfsnámi í Danmörku sem taka gildi í haust og hvað Íslendingar geti af því lært.

Danir hafa sett menntamál á oddinn en engu að síður standa þeir frammi fyrir fjölmörgum áskorunum ekki síður en Íslendingar. Megin verkefni Dana er að fá fleira ungt fólk til að ljúka starfsmenntun en útlit er fyrir að mikill skortur verði á starfsfólki með starfsmenntun í náinni framtíð ef ekkert verður að gert. Í dag falla of margir danskir nemendur úr námi í starfsmenntadeildum þar sem þeir annað hvort ráða ekki við námið eða námið er ekki nægilega spennandi til að þeir sjái sér hag í því að klára það. Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi er vel þekkt vandamál og áhugavert að heyra hvaða umbætur Gade leggur til svo vinna megi gegn því. Ljóst er að atvinnulífið mun leika lykilhlutverk í því mikilvæga verkefni.

Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni SAF, SFF, SFS, Samorku, SI, SVÞ og SA. 

Dagskrá dagsins má nálgast hér

Allir eru velkomnir á menntadaginn og er ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA.

Menntadagur atvinnulífsins fer fram á Hilton Reykjavík Nordica og hefst kl. 12.30 með fjölbreyttum menntastofum þar sem samtökin sem standa að deginum munu kynna áherslur sínar í menntamálum og svara fyrirspurnum. Kl. 14 hefst svo sameiginleg dagskrá í stóra sal Nordica og stendur til kl. 16.30.

Samtök atvinnulífsins