Vinnumarkaður - 

20. mars 2018

Fræðslufundir SA á landsbyggðinni

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fræðslufundir SA á landsbyggðinni

Vorið 2018 bjóða Samtök atvinnulífsins félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað.

Vorið 2018 bjóða Samtök atvinnulífsins félagsmönnum sínum upp á fræðslufundi um starfsmannamál og kjarasamninga sem gagnast öllum sem hafa starfsmannamál á sinni könnu. Farið verður yfir fjölbreytt efni og fyrirspurnum svarað.

Meðal þess sem verður fjallað um er ráðning starfsmanna, vinnufyrirkomulag, orlofs- og veikindaréttur, uppsagnir og starfslok. Lögfræðingar á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins sjá um fræðsluna.

Yfirlit yfir efni fundanna og dagsetningar má sjá hér að neðan.

Fundirnir eru opnir starfsfólki aðildarfyrirtækja SA og nauðsynlegt er að skrá þátttöku með því að smella á tenglana hér að neðan.

Hella 9. apríl. 
Hótel Stracta kl. 13-17

Vestmannaeyjar 10. apríl
Fundarsalur Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja kl. 13-17

Höfn 12. apríl
Hótel Höfn kl. 13-17

Akureyri 24. apríl
Hótel Kea kl. 13-17

Reyðafjörður 3. maí
Staðsetning auglýst síðar

Ísafjörður 7. maí
Hótel Ísajörður 13-17


Yfirlit yfir efni fræðslufundannna:

Yfirlit yfir skipulag vinnumarkaðarins

  • Aðilar vinnumarkaðarins, stéttarfélög, samtök atvinnurekenda, kjarasamningar

Ráðning starfsmanna

  • Auglýsingar starfa, ráðning, skriflegir ráðningarsamningar, launaákvarðanir, starfslýsingar, réttindi og skyldur starfsmanna og vinnuveitanda

Verktakar eða launþegar

  • Samningsfrelsi aðila, verktakasamningur, ráðningarsamningur

Vinnufyrirkomulag og vinnutími

  • Dagvinna, yfirvinna, vaktavinna, tilfallandi vinna, neysluhlé, bakvaktir, útköll, vetrarfrí, hvíldartími

Félagsaðild, lífeyrissjóðir og iðgjöld í sjóði

  • Félagafrelsi, sjúkrasjóðir, starfsmenntasjóðir

Orlofsréttur

  • Réttur til orlofs, réttur til orlofslauna, ávinnsla og greiðsla, skipulagning orlofstöku

Veikindi og vinnuslys

  • Réttur til launa í veikindum, útreikningur veikindaréttar, vottorð, slys, veikindi barna

Fæðingar-og foreldraorlof

  • Tilkynningar, tilhögun, uppsöfnun réttinda, uppsagnarvernd

Uppsagnir og starfslok

  • Uppsagnarfrestur, framkvæmd uppsagna, sérstök uppsagnarvernd, riftun, áminning, brotthlaup úr starfi, hópuppsagnir

Trúnaðarmenn stéttarfélaga

  • Réttindi trúnaðarmanna, uppsagnarvernd

Vinnuvernd – skyldur vinnuveitanda

  • Lög og reglur, tilkynningar slysa, áhættumat, einelti, áreitni og ofbeldi, öryggistrúnaðarmenn og verðir, vinna barna og unglinga

Samtök atvinnulífsins