Vinnumarkaður - 

27. febrúar 2018

Forsendunefnd lýkur störfum í ágreiningi

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Forsendunefnd lýkur störfum í ágreiningi

Forsendunefnd ASÍ og SA, sem starfar samkvæmt kjarasamningum aðila sem gerðir voru á tímabilinu maí til september 2015, hefur tekið til skoðunar tvær forsendur samninganna. Að teknu tilliti til þess að kaupmáttur launa í ársbyrjun 2018 er umtalsvert meiri en við gerð kjarasamninga árið 2015 telur nefndin að þessi forsenda samninganna hafi staðist.

Forsendunefnd ASÍ og SA, sem starfar samkvæmt kjarasamningum aðila sem gerðir voru á tímabilinu maí til september 2015, hefur tekið til skoðunar tvær forsendur samninganna. Að teknu tilliti til þess að kaupmáttur launa í ársbyrjun 2018 er umtalsvert meiri en við gerð kjarasamninga árið 2015 telur nefndin að þessi forsenda samninganna hafi staðist.

Óeining er hins vegar innan forsendunefndarinnar um hvort samningar SA og ASÍ hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samninga. Fulltrúar SA í nefndinni telja að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna tólf mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulags aðilanna og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga. ASÍ er á öðru máli.

Niðurstaða forsendunefndar ASÍ og SA vegna  endurskoðunar kjarasamninga í febrúar 2018 (PDF)

1. Mat á því hvort launastefna og launahækkanir kjarasamninga aðildarsamtaka ASÍ og SA á árinu 2015 hafi verið stefnumarkandi fyrir aðra samningagerð á vinnumarkaði

Kjarasamningar aðila, sem gerðir voru á tímabilinu frá maí til september 2015 með viðbótum í kjarasamningi 21. janúar 2016 með vísan í rammasamkomulag aðila, dagsett 27. október 2015, byggðu á skýrum kostnaðarramma og launastefnu. Kostnaðarramminn var samningsbundin hækkun launakostnaðar að hámarki 32% frá nóvember 2013 til ársloka 2018. Launastefnan fólst m.a. í sérstakri launahækkun fyrir þá lægst launuðu.

Við endurskoðun samninga í febrúar 2017 var það samdóma niðurstaða forsendunefndarinnar að forsendan um að kjarasamningar SA og aðildarsamtaka ASÍ á árinu 2015 yrðu stefnumarkandi hefði brostið, sbr. undirritað skjal nefndarinnar dags. 28. febrúar 2017.

Samkomulag var milli samninganefndar ASÍ og framkvæmdastjórnar SA um að fresta viðbrögðum vegna þess forsendubrests þar til í febrúar 2018. Yrðu samningar sem lausir voru á árinu 2017 í samræmi við gildandi launastefnu myndi uppsagnaheimildin falla niður.

Ekki er eining í nefndinni um niðurstöðu hvað þennan lið varðar.

Afstaða ASÍ
Fulltrúar ASÍ í forsendunefnd telja að frá því nefndin úrskurðaði síðast í febrúar 2017 hafi ekki náðst almenn sátt um ofangreinda launastefnu og því haldi uppsagnarheimildin gildi sínu.

Afstaða SA
Fulltrúar SA í forsendunefnd telja að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið undanfarna tólf mánuði séu í samræmi við launastefnu rammasamkomulagsins og því ekki forsendur fyrir uppsögn kjarasamninga.

2. Aukinn kaupmáttur launa á samningstímanum

Að teknu tilliti til þess að kaupmáttur launa í ársbyrjun 2018 er umtalsvert meiri en við gerð kjarasamninga árið 2015 telur nefndin að þessi forsenda hafi staðist.

Samtök atvinnulífsins