Menntamál - 

11. janúar 2016

Áttin kynnt um land allt í janúar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áttin kynnt um land allt í janúar

Áttin er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum um styrki til fræðslu starfsfólks frá starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Þau eiga héðan í frá að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn í gegnum Áttina.

Áttin er ný vefgátt sem greiðir leið fyrirtækja að umsóknum um styrki til fræðslu starfsfólks frá starfsmenntasjóðum og fræðslustofnunum. Fyrirtæki þar sem starfsmannahópurinn er fjölbreyttur og greitt er af í mismunandi stéttarfélög, hafa hingað til þurft að sækja til margra sjóða og fræðslustofnana um styrki. Þau eiga héðan í frá að geta sótt um styrki fyrir nær allt sitt fólk með aðeins einni umsókn í gegnum Áttina.

Áttin er sameiginlegt verkefni SA, ASÍ og átta fræðslusjóða sem standa að vefgáttinni.

Áttin verður kynnt á fundum um land allt í janúar en fyrstu fundirnir verða haldnir á Reyðarfirði, Egilsstöðum og Akureyri á morgun, þriðjudaginn 12. janúar.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs SA, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og Sveinn Aðalsteinsson, verkefnisstjóri Áttarinnar, munu kynna síðuna og möguleika fyrirtækja á styrkjum tilfræðslu.

Boðið verður upp á kaffi og spjall að lokinni kynningu. Allir eru velkomnir en yfirlit yfir fundina má nálgast hér:

Reyðarfjörður
Hótel Austur þriðjudagur 12. janúar kl. 10-11

Egilsstaðir
Icelandair Hótel Hérað þriðjudagur 12. janúar kl. 12-13.30

Akureyri
Hótel KEA þriðjudagur 12. janúar kl. 17-18.30

Sauðárkrókur
Kaffi Krókur miðvikudagur 13. janúar kl. 12-13.30

Borgarnes
Landnámssetrið miðvikudagur 13. janúar kl. 17-18.30

Reykjanesbær
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum,
Krossmóa 4 fimmtudagur 14. janúar kl. 12-13.30                                          

Selfoss
Hótel Selfoss fimmtudagur 14. janúar kl. 16-17.30

Ísafjörður
Hótel Ísafjörður föstudagur 15. janúar kl. 12-13.30

Reykjavík
Hótel Nordica fimmtudagur 28. janúar kl. 8.30-12
Kynning á menntatorgi Menntadags atvinnulífsins

Sjá nánar:

Áttin – vegvísir að þekkingu

Samtök atvinnulífsins