Fréttir - 

09. janúar 2017

Árið 2017 ætti að verða farsælt

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Árið 2017 ætti að verða farsælt

Íslendingar njóta velgengni og flestir mælikvarðar gefa tilefni til bjartsýni. Árið 2017 ætti því að verða farsælt en mikilvægasta verkefnið er að tryggja árangurinn í sessi svo hann glutrist ekki niður. Þetta kom m.a. fram á árlegum hádegisverði Samtaka atvinnulífsins með fjölmiðlum á þrettánda degi jóla þar sem rýnt var í komandi ár og stærstu verkefnin framundan.

Íslendingar njóta velgengni og flestir mælikvarðar gefa tilefni til bjartsýni. Árið 2017 ætti því að verða farsælt en mikilvægasta verkefnið er að tryggja árangurinn í sessi svo hann glutrist ekki niður. Þetta kom m.a. fram á árlegum hádegisverði Samtaka atvinnulífsins með fjölmiðlum á þrettánda degi jóla þar sem rýnt var í komandi ár og stærstu verkefnin framundan.

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, kynnti sjónarmið samtakanna og svaraði fyrirspurnum en stóru málin eru þessi að mati SA.

Framtíð íslenskunnar
Hraðar tæknibreytingar einkenna samtímann. Innan skamms verður raddstýring tækja regla en ekki undantekning. Íslenskan hefur dregist mikið aftur úr í tækniþróuninni. Íslendingar þurfa að nýta nýjustu máltækni og vísindi í samstarfi fyrirtækja, stofnana og háskóla og grípa til aðgerða svo íslenskan nái sömu stöðu og tungumál nágrannalanda í daglegu lífi fólks.

Mikilvæg verkefni
Taka þarf mark á kunnuglegum viðvörunarljósum og grípa til viðeigandi aðgerða. Opinber fjármál eru ekki nægilega aðhaldssöm og stuðla því að efnahagslegu ójafnvægi. Tiltölulega lítill afgangur fjárlaga sýnir skort á aðgát og fyrirhyggju.

undefined

Mikil styrking krónunnar, og horfur um áframhaldandi styrkingu hennar, ógna afkomu fyrirtækja sem framleiða vöru og þjónustu til útflutnings og eru í alþjóðlegri samkeppni. Hætt er við að gengisþróunin snúist við þegar á móti blæs með tilheyrandi áhrifum á verðlag. Peningastefnuna þarf að endurskoða og leggja meiri áherslu á gengisstöðugleika.

Ósjálfbærar launahækkanir
Íslenska kjarasamningalíkanið einkennist af skorti á trausti milli aðila, of miklum þrýstingi á launahækkanir og höfrungahlaupi milli starfsstétta. Launahækkanir á Íslandi hafa verið þrefalt hærri en í viðskiptalöndunum undanfarna tvo áratugi. Niðurstaðan er ósjálfbær sem á endanum leiðréttist með gengisfalli og kaupmáttarrýrnun almennings. Íslendingar eru fastir í vítahring þenslu og kreppu. Nýtt kjarasamningalíkan þarf að byggja á víðtækum skilningi á því að hóflegar launahækkanir séu almannagæði sem koma öllum vel. Reynsla Svía af breyttum vinnubrögðum er sláandi í samanburði við Ísland.

undefined

Endurskoða verður lög um almannatryggingar og taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. Mikil fjölgun öryrkja undanfarin ár er áhyggjuefni. Sérstakt áhyggjuefni er gríðarleg fjölgun ungra öryrkja, einkum kvenna.

Samspil opinberra fjármála, peningastefnu og vinnumarkaðar er lykillinn að því að Ísland losni út úr hefðbundnum vítahring þenslu og kreppu, gengisstyrkingar og gengisfalls. Peningastefnan og opinber fjármál þurfa að vinna saman að því að slá á þenslu eða örva atvinnulífið eftir atvikum. Aðilar vinnumarkaðar þurfa að haga launahækkunum þannig að þær samrýmist framleiðnivexti efnahagslífsins.

Nánar verður fjallað um efni fundarins á vef SA á næstu dögum ásamt Facebook og Twitter-svæðum Samtaka atvinnulífsins.

undefined

SA á Facebook @atvinnulifid

SA á Twitter @atvinnulifid

Tengdar fréttir:

Þurfa allt að tvo milljarða fyrir framtíð íslenskunnar - frétt Stöðvar 2

Raddstýrð tækni - frétt RÚV Sjónvarps

Nýjum öryrkjum fjölgaði um 22 prósent

Kjarasamningur fyrir tvo starfsmenn - frétt VB.is

Ekki meiri sprengingar síðan 2007 - frétt VB.is

Vilja efla framlög til máltækni - umfjöllun Spegilsins á RÚV

Íslenska í tölvum og tækjum - Reykjavík Síðdegis

Samtök atvinnulífsins