Fréttir - 

01. september 2016

Áfangastaðurinn Ísland

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áfangastaðurinn Ísland

Samtök atvinnulífsins efna til opins umræðufundar um uppgang og áskoranir í íslenskri ferðarþjónustu miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Hörpu í salnum Silfurbergi kl. 15-16.30. Þar verður kynnt greining efnahagssviðs SA á ferðaþjónustunni auk þess sem forystufólk stjórnmálaflokkanna tekur þátt í umræðum um stöðu og horfur í greininni og stefnumörkun flokkanna í aðdraganda kosninga.

Samtök atvinnulífsins efna til opins umræðufundar um uppgang og áskoranir í íslenskri ferðarþjónustu miðvikudaginn 7. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í Hörpu í salnum Silfurbergi kl. 15-16.30. Þar verður kynnt greining efnahagssviðs SA á ferðaþjónustunni auk þess sem forystufólk stjórnmálaflokkanna tekur þátt í umræðum um stöðu og horfur í greininni og stefnumörkun flokkanna í aðdraganda kosninga.

Dagskrá

Setning. Björgólfur Jóhannsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.

Af hverju Ísland?
Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Komið fagnandi
Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA.

Margfaldur ávinningur og ánægja gesta: Aðgangsstýring í Bláa Lónið
Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa Lónsins

Hver er stefna stjórnmálaflokkanna?
Forystufólk stjórnmálaflokka tekur þátt í umræðum um stöðu og horfur í íslenskri ferðaþjónustu ásamt Grími Sæmundsen formanni Samtaka ferðaþjónustunnar.

Fulltrúar Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Pírata, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Vinstri grænna taka þátt.

Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar er fundarstjóri og stýrir umræðum.

Kaffi, te og með því frá kl. 14.30.

Allir eru velkomnir og ekkert þátttökugjald, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku hér á vef  SA.

Umsóknarferli er lokið.

Samtök atvinnulífsins