Samkeppnishæfni - 

19. október 2015

Ábyrg auðlindanýting forsenda blómlegs atvinnulífs

Umhverfismál

Umhverfismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Ábyrg auðlindanýting forsenda blómlegs atvinnulífs

Auðlindageirinn er undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings og sennilega er ekki hægt að finna sambærilegt umfang hjá nokkru öðru þróuðu hagkerfi. Á þetta bendi Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram. „Ábyrg auðlindanýting er forsenda blómlegs atvinnulífs í auðlindageiranum,“ sagði Daði en hægt er að horfa á upptöku af erindi hans í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Auðlindageirinn er undirstaða verðmætasköpunar á Íslandi vegna hás framlags til útflutnings og sennilega er ekki hægt að finna sambærilegt umfang hjá nokkru öðru þróuðu hagkerfi. Á þetta bendi Daði Már Kristófersson, umhverfis- og auðlindahagfræðingur og forseti félagsvísindasviðs HÍ, á Umhverfisdegi atvinnulífsins sem fór nýverið fram. „Ábyrg auðlindanýting er forsenda blómlegs atvinnulífs í auðlindageiranum,“ sagði Daði en hægt er að horfa á upptöku af erindi hans í Sjónvarpi atvinnulífsins.

Daði sagði að meginstoðir auðlindageirans vera þrjár, orku, ferðaþjónustu og sjávarútveg, en nokkuð sé í land að ferðaþjónusta og orkuiðnaður búi við eins skynsamlega auðlindastjórnun eins og fiskveiðarnar gera. Auðlindirnar séu takmarkaðar og mjög miklu máli skipti hvernig þær eru nýttar ef þessar atvinnugreinar eigi að standa áfram undir verulegum hluta hagvaxtar á Íslandi. Daði sagði langtímahagsmuni samfélags og atvinnulífsins fara vel saman en breyta þurfi stjórnun auðlindanýtingar ferðaþjónustunnar og markaðsskilyrðum í orkuframleiðslu svo heilbrigðir hvatar skapist fyrir ábyrgari nýtingu auðlinda í þeim geirum.

Í erindi sínu fjallaði Daði um hagsmuni atvinnulífsins af ábyrgri auðlindanýtingu, hlutverk hins opinbera, auðlindastjórnun ásamt því að taka dæmi um ábyrga og minna ábyrga auðlindanýtingu.

Smelltu hér til að horfa

Samtök atvinnulífsins