Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Efnahagsmál

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins er sjálfstæð eining innan samtakanna. Meginverkefni þess er að móta sýn um horfurnar í íslensku efnahagslífi, greina skilyrði og horfur í atvinnulífinu og hafa skoðanir á mikilvægum þáttum sem snerta íslensk fyrirtæki.

30. jan. 2017 | Greining
Er ábyrgt að treysta á eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar?

Nýframlögð fjármálastefna gerir ráð fyrir afgangi á rekstri hins opinbera, en verulega takmörkuðum og nánast innan skekkjumarka. Sést það t.a.m. á því hversu lítið má út af bregða í tekjuáætlunum hins opinbera til þess að sá litli afgangur sem fyrirhugaður er á næstu árum snúist í umtalsverðan halla. Er það sérstaklega mikið áhyggjuefni vegna þeirrar alvarlegu skuldastöðu sem enn blasir við en opinberar skuldir eru tvöfalt hærri nú en þær voru í aðdraganda bankakreppunnar síðustu. Þetta kemur...

Lesa áfram

18. jan. 2017 | Efnahagsmál
Höldum haus þó gangurinn sé góður

Árið 2016 var ákaflega gott ár í efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur var áfram mikill og samsetning hans heilbrigðismerki þar sem megindrifkraftar á fyrstu þremur fjórðungum ársins voru fjárfesting og útflutningur. Þrátt fyrir verulegar launahækkanir var verðlag áfram stöðugt og hélst verðbólgan undir markmiði Seðlabankans út árið. Brúnin lyftist einnig heldur betur á landsmönnum og hefur sýn Íslendinga á efnahag landsins ekki mælst bjartari frá ársbyrjun 2007. Skyldi engan undra að landsmenn séu...

Lesa áfram