Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Efnahagsmál

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins er sjálfstæð eining innan samtakanna. Meginverkefni þess er að móta sýn um horfurnar í íslensku efnahagslífi, greina skilyrði og horfur í atvinnulífinu og hafa skoðanir á mikilvægum þáttum sem snerta íslensk fyrirtæki.

03. mar. 2017 | Efnahagsmál
Orka landsins flutt inn á hvert heimili

Það vill oft vera svo að þau gæði sem okkur þykja sjálfsögð geta verið þau allra mikilvægustu fyrir daglegt líf. Á það svo sannarlega við þau miklu gæði sem við Íslendingar njótum af náttúrunni okkar, varmanum og vatninu. Á síðustu áratugum hefur kraftur landsins verið færður inn á heimili landsmanna með gríðarlegri uppbyggingu innviða raforkuframleiðslu, vatns,-hita og fráveitu og þrátt fyrir að grunnforsendan sé að sjálfsögðu náttúrugæðin sjálf þá á uppbygging þessi stóran þátt í því að þes...

Lesa áfram

15. feb. 2017 | Efnahagsmál
Erlend fjárfesting styrkir stöðu Íslands og bætir lífskjör

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti nýja greiningu um erlenda fjárfestingu á opnum fundi Samtaka iðnaðarins, Íslandsstofu og Samtaka atvinnulífsins, í morgun 15. febrúar 2017. Helstu niðurstöður greiningarinnar má nálgast hér að neðan ásamt greiningunni í heild sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður sviðsins kynnti. Opið hagkerfi bætir lífskjör Nokkuð góð samstaða hefur náðst um að lífskjör séu best þegar verslun yfir landamæri er sem frjálsust. Fyrir litla eyþjóð eins og Íslendinga ...

Lesa áfram

30. jan. 2017 | Greining
Er ábyrgt að treysta á eitt lengsta hagvaxtarskeið Íslandssögunnar?

Nýframlögð fjármálastefna gerir ráð fyrir afgangi á rekstri hins opinbera, en verulega takmörkuðum og nánast innan skekkjumarka. Sést það t.a.m. á því hversu lítið má út af bregða í tekjuáætlunum hins opinbera til þess að sá litli afgangur sem fyrirhugaður er á næstu árum snúist í umtalsverðan halla. Er það sérstaklega mikið áhyggjuefni vegna þeirrar alvarlegu skuldastöðu sem enn blasir við en opinberar skuldir eru tvöfalt hærri nú en þær voru í aðdraganda bankakreppunnar síðustu. Þetta kemur...

Lesa áfram

18. jan. 2017 | Efnahagsmál
Höldum haus þó gangurinn sé góður

Árið 2016 var ákaflega gott ár í efnahagslegu tilliti. Hagvöxtur var áfram mikill og samsetning hans heilbrigðismerki þar sem megindrifkraftar á fyrstu þremur fjórðungum ársins voru fjárfesting og útflutningur. Þrátt fyrir verulegar launahækkanir var verðlag áfram stöðugt og hélst verðbólgan undir markmiði Seðlabankans út árið. Brúnin lyftist einnig heldur betur á landsmönnum og hefur sýn Íslendinga á efnahag landsins ekki mælst bjartari frá ársbyrjun 2007. Skyldi engan undra að landsmenn séu...

Lesa áfram