Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Efnahagsmál

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins er sjálfstæð eining innan samtakanna. Meginverkefni þess er að móta sýn um horfurnar í íslensku efnahagslífi, greina skilyrði og horfur í atvinnulífinu og hafa skoðanir á mikilvægum þáttum sem snerta íslensk fyrirtæki.

29. des. 2016 | Efnahagsmál
Árið 2017: Hver ætlar að vera ábyrgur?

Þó vet­ur­inn sé loks mættur til lands­ins búum við Íslend­ingar þó svo vel að geta í köld­ustu veðr­unum fundið yl í inn­lendum hag­töl­um. Hvort við séum á toppi núver­andi hag­sveiflu er erfitt að segja en gang­ur­inn er í það minnsta góð­ur. Hag­vöxtur mæld­ist 10% á síð­asta árs­fjórð­ungi og hefur ekki verið meiri frá árs­lokum 2007, en ólíkt því sem þá var virð­ist meiri inni­stæða fyrir vext­in­um. Hag­vöxt­ur­inn er nú drif­inn áfram af útflutn­ingi fremur en skuld­setn­ingu og virka...

Lesa áfram

16. des. 2016 | Efnahagsmál
Aukin útgjöld til heilbrigðismála

Heilbrigðismál eru stærsti einstaki útgjaldapóstur ríkissjóðs. Í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2017, sem lagt var fram í byrjun desember, er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu heilbrigðisútgjalda upp á 7,3 milljarða króna miðað við árið sem nú er að ljúka. Framlög til heilbrigðismála hafa verið aukin síðustu ár eftir verulegan niðurskurð til þess málaflokks á árunum 2009-2012. Mælt á föstu verðlagi eru útgjöld til heilbrigðismála meiri nú en þau voru árið 2009 og hafa útgjöld til þessa mála...

Lesa áfram

05. des. 2016 | Efnahagsmál
Höldum við rétt á spöðunum? Greining efnahagssviðs SA á stöðu og framtíð sveitarfélaga á Íslandi

Þrátt fyrir að tekjur íslenskra sveitarfélaga á hvern íbúa hafi á föstu verðlagi vaxið um fjórðung síðastliðin 14 ár samhliða efnahagslegum uppgangi hefur afkoma sveitarfélaga versnað. Útgjöld sveitarfélaga hafa aldrei verið meiri og var sameiginleg rekstrarniðurstaða þeirra neikvæð árið 2015. Þó afkoma stærstu sveitarfélaganna á fyrri árshelmingi þessa árs gefi tilefni til aukinnar bjartsýni má lítið út af bregða til að staðan breytist sviplega og gæti órói á vinnumarkaði og vaxandi launakos...

Lesa áfram

24. nóv. 2016 | Efnahagsmál
Peningalegur ómöguleiki

Við lifum óvenjulega tíma, það er góðæri, lág verðbólga og verðbólguvæntingar, kaupmáttur hefur sjaldan verið meiri, sparnaður eykst og útlit er fyrir áframhaldandi hagvöxt. Á sama tíma og flest ríki Evrópu glíma enn við veikan efnahagsbata erum við komin inn á sjötta ár þessa hagvaxtarskeiðs. Við skerum okkur úr. Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því hal...

Lesa áfram

03. nóv. 2016 | Efnahagsmál
Stolt siglir fleyið mitt … krónuna á

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, flutti í morgun erindi á Sjávarútvegsdegi SA, SFS og Deloitte. Bar það heitið „ Stolt siglir fleyið mitt … krónuna á“, en í erindinu fjallaði Ásdís m.a. um þann árangur sem náðst hefur í íslenskum efnahag síðustu ár. Ásdís segir miklar breytingar hafa orðið á innlendu hagkerfi á síðustu árum ekki síst vegna tilkomu nýrrar útflutningsatvinnugreinar sem styrkt hefur gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins. Seðlabankinn hefur spornað gegn frekari styr...

Lesa áfram

28. sep. 2016 | Greining
Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti í morgun greiningu sína á íslensku heilbrigðiskerfi á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins, Samtaka heilbrigðisfyrirtækja og Samtaka verslunar og þjónustu. Nefnist greiningin „Heilbrigð samkeppni: Áskoranir og tækifæri í íslenskri heilbrigðisþjónustu“   Þó íslenska þjóðin sé ein sú yngsta meðal OECD ríkja þá eldist hún hratt. Einstaklingar eldri en 65 ára eru nú ríflega 13% Íslendinga en áætlað er að árið 2040 verði þeir orðnir nærri fjórðungur....

Lesa áfram

08. sep. 2016 | Greining
Komið þið fagnandi: Uppgangur og áskoranir íslenskrar ferðaþjónustu

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins kynnti greiningu sína á íslenskri ferðaþjónustu á opnum umræðufundi SA 7. september í Hörpu. Nefnist greiningin „Komið þið fagnandi“ og fjallar um mikinn uppgang íslenskrar ferðaþjónustu á undanförnum árum, þýðingu hans fyrir innlent hagkerfi og ekki síst þær áskoranir sem uppganginum fylgja fyrir greinina. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs, flutti erindi sem bar nafnið „Af hverju Ísland“. Fjallaði hún þar um mikinn vöxt ferðaþjónustunnar l...

Lesa áfram

01. jún. 2016 | Efnahagsmál
Stefna ríkisins til næstu fimm ára: Áskorun í uppsveiflu

„Við upplifum nú sterka uppsveiflu í efnahagslífinu. Íslenska hagkerfið hefur vaxið hratt frá árinu 2011 og gangi hagspár eftir verður áframhaldandi vöxtur á komandi árum. Þó eðli máls samkvæmt sé auðveldara að reka ríkissjóð á tímum góðæris en á tímum samdráttar þá fylgja betri tímum einnig áskoranir.“ Þetta segir m.a. í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins. „Í uppsveiflu þegar tekjustofnar stækka og kröfur um auknar fjárveitingar verða háværari reynir oft mest á framtíðarsýn...

Lesa áfram

09. mar. 2016 | Greining
Ferðaþjónusta á Íslandi: Uppgangur og áskoranir

Mikill fengur er af þeim fjölda ferðamanna sem nú streymir til landsins. Á sama tíma og miðbær Reykjavíkur blómstrar vegna aukinnar verslunar skapast kærkomin atvinnutækifæri á landsbyggðinni við að hýsa, kæta og fæða erlenda gesti. Viðskiptaafgangur þjóðarbúsins er jákvæður einvörðungu vegna þjónustuútflutnings, engar atvinnugreinar vaxa jafn hratt og greinar tengdar ferðaþjónustu og hvergi er bjartsýnin meiri er varðar fjárfestingar og ráðningar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri greiningu efna...

Lesa áfram

02. mar. 2016 | Efnahagsmál
Borgin stækkar og lóðaverð hækkar

Hlutfall landsmanna sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu er nú um 64% en var 36% á tímum seinna stríðs. Undanfarna áratugi hefur höfuðborgarsvæðið vaxið mikið á jöðrunum og hefur fjölgað meira í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur en í höfuðborginni sjálfri. Þetta kom m.a. fram í erindi Óttars Snædal, hagfræðings á efnahagssviði SA, á Fasteignaráðstefnunni 2016 í Hörpu þann 25. febrúar síðastliðinn. Í erindinu var sjónum m.a. beint að þróun fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu og sókn Íslendin...

Lesa áfram

14. jan. 2016 | Efnahagsmál
Skattbyrði nánast hvergi meiri en á Íslandi

Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, hélt erindi á Skattadegi Deloitte, Viðskiptaráðs og Samtaka atvinnulífsins. Í erindi Ásdísar var farið m.a. yfir áhrif skattahækkana undangenginna ára á vaxandi hagkerfi. Eðli máls samkvæmt aukast skatttekjur á góðæristímum og hafa tekjur ríkissjóðs vaxið mikið á síðastliðnum árum. Í stað þess að nýta svigrúmið til að vinda ofan af nýlegum skattahækkunum hefur auknum tekjum fremur verið varið í aukin útgjöld hins opinbera og eftir stendur...

Lesa áfram

08. jan. 2016 | Efnahagsmál
Árið 2016: Hvert skal haldið?

Horfur á árinu 2016 eru almennt góðar. Íslenska hagkerfið er í örum vexti, tekjujöfnuður er hvergi meiri og kaupmáttur launa nálgast nú það sem mest var fyrir efnahagshrunið. Mikil sókn er í innlendri ferðaþjónustu og sjá flest allar atvinnugreinar fram á aukna fjárfestingu og ráðningar á árinu sem nú er í hönd. Við það bætist að samningar við kröfuhafa fallinna fjármálafyrirtækja munu skila ríkissjóði töluverðum tekjum sem gefur færi á að bæta skuldastöðu ríkisins töluvert. Þrátt fyrir góða ...

Lesa áfram