Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Efnahagsmál

Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins er sjálfstæð eining innan samtakanna. Meginverkefni þess er að móta sýn um horfurnar í íslensku efnahagslífi, greina skilyrði og horfur í atvinnulífinu og hafa skoðanir á mikilvægum þáttum sem snerta íslensk fyrirtæki.

11. des. 2015 | Skoðun
Fjárlög 2016: Yfirboð á Alþingi

Hart hefur verið deilt undanfarna daga á fjárlög komandi árs og hafa ýmiss stóryrði fallið. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa þar tekið af skarið með sameiginlegri breytingartillögu sem að þeirra sögn mun nýta á sanngjarnari hátt bætta afkomu ríkissjóðs. Margt má þar eflaust til sanns vegar færa og efnahagssvið SA fagnar allri umræðu um bætta forgangsröðun ríkisútgjalda. Verra er þó að tillögurnar ganga ekki út á forgangsröðun nema að takmörkuðu leyti og er meginstef þeirra aukin útgjöld og hær...

Lesa áfram

10. des. 2015 | Efnahagsmál
Af launakjörum sjómanna

Nokkurrar óánægju hefur gætt meðal fulltrúa sjómanna að undanförnu samkvæmt fréttum frá Alþýðusambandi Íslands, en umkvörtunarefnið er að þeir hafi ekki fengið að njóta góðrar afkomu fiskveiða á undanförnum árum á meðan kjarasamningar hafa verið lausir. Með þessu er í raun verið að ýja að því að heppilegra væri fyrir sjómenn að laun þeirra væru tengd afkomu veiðanna en ekki tekjum eins og hingað til hefur tíðkast. Færa má rök fyrir því að slíkt væri í raun heppilegra fyrir útgerðir þar sem að...

Lesa áfram

20. nóv. 2015 | Efnahagsmál
Hvert höldum við héðan?

Sjaldséður stöðugleiki hefur ríkt í íslensku efnahagslífi undanfarin misseri. Talsverðar áskoranir eru framundan hjá öllum örmum hagstjórnar.  Þetta er meðal þess sem kom fram í hádegiserindi Ásdísar Kristjánsdóttur um stöðu og horfur í íslensku efnahagslífi. Einn armur hagstjórnar er vinnumarkaðurinn, en óhætt er að segja að hann hafi misst tökin nýlega þegar samið var um launahækkanir langt umfram þá verðmætasköpun sem framundan er og launahækkanirnar þurfa að byggja á. Ástæða þess að verðb...

Lesa áfram

16. okt. 2015 | Kynningar
Samkeppnisumhverfi fjármálafyrirtækja - hver borgar?

Vaxtamunur íslensku viðskiptabankanna hefur lækkað nokkuð á undanförnum árum en er þó enn töluvert meiri en hann var fyrir 2008. Hann er einnig meiri en hjá erlendum bönkum svipuðum að stærð. Þetta kom fram í erindi Óttars Snædal hagfræðings á efnahagssviði SA á opnum málfundi um bankakerfið í Valhöll í gær. Enn fremur sagði Óttar mikinn vaxtamun íslensku bankanna megi að einhverju leyti rekja til ytra umhverfis bankanna, þ.e. smæðar landsins, fjármagnshafta og mikillar eiginfjárbindingar. Þó...

Lesa áfram

30. sep. 2015 | Efnahagsmál
Vextir óbreyttir: Aðhaldið nægjanlegt í bili

Peningastefnunefnd tilkynnti í morgun að stýrivöxtum bankans yrði haldið óbreyttum en vextir hafa verið hækkaðir á síðustu tveimur vaxtaákvörðunum þar á undan um samtals 1%. Rökstuðningur nefndarinnar fyrir óbreyttum vöxtum er að hún telur aðhald peningastefnunnar nægjanlegt a.m.k. í bili en þó er tekið fram í yfirlýsingunni að gangi verðbólguspá bankans eftir munu vextir þurfa að hækka frekar í náinni framtíð.   Það má í raun segja að verðbólguþróun hafi reynst hagstæðari en Seðlabankinn sj...

Lesa áfram

21. sep. 2015 | Efnahagsmál
Íslenskur sjávarútvegur: Blikur á lofti á alþjóðavettvangi

Mikilvægi sjávarútvegs í íslensku efnahagslífi er óumdeilt. Framlag fiskveiða og fiskvinnslu til landsframleiðslu var 8,4% á síðasta ári og er greinin ein af stærstu útflutningsgreinum landsins. Heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða var 244 ma.kr. á síðasta ári eða sem nemur fjórðungi af heildarútflutningi þjóðarbúsins. Þá námu bein opinber gjöld sjávarútvegsins alls um 26,4 ma.kr. árið 2013. Á síðasta ári störfuðu ríflega 9.000 manns við fiskveiðar og fiskvinnslu en það jafngildir um 5% af...

Lesa áfram

18. sep. 2015 | Greining
Fjárlagafrumvarp 2016: Hvert liggur leiðin?

Þriðja árið í röð er stefnt á afgang af rekstri ríkissjóðs í fjárlagafrumvarpi 2016 en gert er ráð fyrir að hann minnki lítillega frá yfirstandandi ári. Rekstrarárin eiga það þó sammerkt að gert er ráð fyrir svo litlum afgangi að hann má telja innan skekkjumarka og virðist meginmarkmiðið að skila hallalausum fjárlögum. Hallalausum fjárlögum var náð að langmestu leyti með skattahækkunum. Skattahækkanir í kjölfar hrunsins skila nú miklum tekjum vegna aukinna umsvifa og skattbyrði fyrirtækja og...

Lesa áfram

04. sep. 2015 | Efnahagsmál
Er húsnæðiskostnaður að sliga landann?

Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað hratt á síðustu árum. Á sama tíma hafa laun einnig hækkað og aðgengi að lánsfé hefur farið batnandi. Þó húsnæðisverð sé orðið töluvert hærra en þegar það náði lágpunkti árin eftir bankahrun er ekki að sjá að húsnæðiskostnaður sé meiri nú en oft áður a.m.k. ekki miðað við launavísitölu og vaxtakostnað.   Þetta kemur fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA en þar segir m.a.: Þrátt fyrir að verð fasteigna virðist í þokkalegu jafnvægi er óþarfi að ...

Lesa áfram

24. ágú. 2015 | Efnahagsmál
SA standa við gagnrýni á vaxtahækkun Seðlabankans

Aðalhagfræðingur Seðlabankans skaut föstum skotum að Samtökum atvinnulífsins  í samtali við Kjarnann síðastliðinn föstudag og sagði útreikninga SA í grein á vef samtakanna sl. föstudag um aukinn launakostnað vegna kjarasamninganna byggða á misskilningi. Þá bætti hann um betur og sakaði SA um að hafa notað spár Seðlabankans um verðlagsáhrif launahækkana sem hræðsluáróður. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp gagnrýni SA á síðustu vaxtaákvörðun Seðlabankans. Í henni var bent á að verðbólguþrý...

Lesa áfram

13. ágú. 2015 | Efnahagsmál
Eru neytendur að njóta ábata gengisstyrkingar?

Íslendingar fylgjast jafnan vel með breytingum á gengi íslensku krónunnar. Það er eðlilegt enda hafa breytingar á gengi hennar veruleg áhrif á verðlagsþróun hér á landi þar sem um þriðjungur af neysluvörum okkar er innfluttur. Styrking krónu getur því að öðru jöfnu skilað heimilunum auknum kaupmætti en veiking að sama skapi rýrt kjör heimilanna. Eðlilega vakna því reglulega upp spurningar hversu mikið gengisstyrkingin skilar sér til neytenda segir m.a. í nýrri umfjöllun efnahagssviðs Samtaka ...

Lesa áfram

10. júl. 2015 | Efnahagsmál
Eru mótvægisaðgerðir Seðlabankans vanmetnar?

Efnahagssvið SA fjallaði í gær um það hvernig gjaldeyrisinngrip Seðlabanka Íslands hefðu undanfarin misseri aukið peningamagn í umferð og velti upp þeirri spurningu hvort bankinn væri með aðgerðum sínum að draga úr virkni peningastefnunnar. Sjá má umfjöllun efnahagssviðs hér. Í Fréttablaðinu í dag er haft eftir Seðlabankastjóra að efnahagssvið SA vanmeti umfang stýfðra inngripa bankans. Seðlabankastjóri áréttar að Seðlabankinn myndi mótvægi gegn gjaldeyriskaupunum með tvennum hætti. 1)     ...

Lesa áfram

09. júl. 2015 | Efnahagsmál
Er Seðlabankinn að draga úr virkni peningastefnunnar?

Nú þegar ferðamannastraumurinn er sem mestur berast tíðindi af verulegum gjaldeyriskaupum Seðlabanka Íslands. Í raun hefur innflæði gjaldeyris verið með þeim hætti að Seðlabankinn hefur meira og minna legið á kauphliðinni frá því í september 2013, þ.e. keypt gjaldeyri í skiptum fyrir íslenskar krónur til að koma í veg fyrir verulega styrkingu krónunnar. Ef fram fer sem horfir þá er útlit fyrir að gjaldeyriskaup Seðlabankans á þessu ári einu og sér geti numið vel yfir 200 mö.kr. Þetta kemur m...

Lesa áfram

30. jún. 2015 | Efnahagsmál
Lánshæfismat ríkissjóðs hækkar

Þau tíðindi urðu í gær að matsfyrirtækið Moody´s hækkaði lánshæfismat ríkissjóðs Íslands um einn flokk úr Baa3 í Baa2 og færðist ríkissjóður við það tveimur flokkum fyrir ofan ruslflokk. Aukinheldur metur Moody´s horfur á Íslandi áfram stöðugar og með tilliti til bættrar stöðu ríkissjóðs má leiða að því líkur að innistæða sé fyrir enn frekari hækkunum lánshæfis á komandi misserum. Engum blöðum er um það að fletta að meginástæða endurmats Moody's er nýsamþykkt áætlun um afnám fjármagnshafta á ...

Lesa áfram

26. jún. 2015 | Efnahagsmál
Hverju hefur niðurfelling vörugjalda skilað?

Við síðustu áramót voru felld niður almenn vörugjöld af innfluttum vörum en þau lögðust á ýmsar vörur, allt frá kexi til gírkassa. Þyngst vógu vörugjöld á raftæki og byggingavörur en 15-25% vörugjald lagðist á slíkar vörur við komu til landsins með tilheyrandi verðhækkunum í útsöluverði til kaupenda. Niðurfelling vörugjaldanna hefur reynst veruleg búbót fyrir íslenska neytendur. Verðlag á Íslandi er hátt í alþjóðlegum samanburði en verðmunurinn dróst þó verulega saman við afnám vörugjaldanna...

Lesa áfram

22. jún. 2015 | Efnahagsmál
Hvers vegna er hægt að losa um höft á Íslandi?

Fjallað er um aðgerðaáætlun stjórnvalda um losun hafta í grein eftir Ásdísi Kristjánsdóttur forstöðumann efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics sem birtist á vefsíðunni VOX. Að mati greinarhöfunda ber að fagna áætlun stjórnvalda um losun hafta enda feli fjármagnshöft í sér mikinn efnahagslegan skaða. Í greinni sem er á ensku segir m.a.: „Eftir sjö ár innan hafta er kominn tími á aðgerðir. Aðgerðaáætlunin er vel útfærð og trúverðug. He...

Lesa áfram

05. jún. 2015 | Efnahagsmál
Deilihagkerfi, tækifæri eða ógnanir?

Deilihagkerfi byggir í grunninn á því að einstaklingar deili hver með öðrum vöru, þjónustu og upplýsingum. Þeir geta ýmist gert það gegn gjaldi eða í skiptum fyrir það sem hinn hefur að bjóða. Með tilkomu deilihagkerfis geta einstaklingar aflað tekna, bætt nýtingu framleiðsluþátta og aukið framleiðni. Deilihagkerfi eru ört vaxandi og í stöðugri þróun sem við höfum ekki orðið varhluta af hér á landi, sér í lagi í ferðaþjónustu. Í kjölfar mikillar fjölgunar ferðamanna hefur ýmis þjónusta sprot...

Lesa áfram

13. maí 2015 | Greining
Allar aðstæður til staðar

Sex ár hafi farið í undirbúning afnáms hafta og nú er kominn tími til að láta slag standa. Stöðugleiki ríkir í efnahagslífinu, verðbólga er lág, ríkisfjármál í jafnvægi og afgangur af viðskiptum við útlönd. Efnahagshorfur eru  góðar og spár  gera ráð fyrir myndarlegum hagvexti á komandi árum. Bankakerfið stendur styrkum fótum og skuldastaða heimila og fyrirtækja hefur farið batnandi og er nú svipuð og hún var árið 2004. Erlendir lánamarkaðir hafa opnast, gjaldeyrisforðinn þanist út og vextir ...

Lesa áfram

30. apr. 2015 | Efnahagsmál
Umbætur á íslenskri peningastefnu: Hvað er handan múrsins?

Auðnist okkur Íslendingum að losa um fjármagnshöft á komandi misserum mæta okkur aukin tækifæri en um leið nýjar áskoranir. Það er enginn hægðarleikur að stýra íslenskri krónu í opnu hagkerfi eins og við höfum áður reynt á eigin skinni. Sveiflur eru tíðar og mikið ójafnvægi getur myndast á fjármálamörkuðum sem aftur bitnar á öðrum geirum, heimilum og fyrirtækjum. Frjáls fjármagnsviðskipti eru þó nauðsynleg hverri þjóð sem sækist eftir góðum lífskjörum og á sama tíma mikilvæg fyrir samskipti l...

Lesa áfram

23. mar. 2015 | Efnahagsmál
Hvað þjónar okkur best?

„Mikilvægi þjónustugreina er óumdeilt. Á Íslandi starfar fimmti hver vinnandi maður við þjónustu á almennum markaði og hefur umfang þjónustugreina vaxið mikið á undanförnum árum og áratugum. Árið 2014 var um 27% af landsframleiðslu tilkomin vegna þjónustu einkaaðila og að opinberri þjónustu viðbættri er um helmingur allra umsvifa í hagkerfinu komin frá þjónustugeiranum.“ Þetta kom m.a. fram í erindi Ásdísar Kristjánsdóttur, forstöðumanns efnahagssviðs SA, á ráðstefnu SVÞ sem haldin var í teng...

Lesa áfram

16. mar. 2015 | Efnahagsmál
Hvernig er hægt að minnka vaxtamun á Íslandi?

„Vaxtamunur er mikill á Íslandi og kjörin sem standa viðskiptavinum bankanna til boða eru ekki samkeppnishæf við það sem gengur og gerist í löndunum í kringum okkur. Eðlilegt er að menn spyrji hverju sæti? Eru bankarnir of stórir fyrir íslenskt hagkerfi og hagnaður þeirra úr takti við það sem eðlilegt gæti talist eða eru aðrir þættir sem valda því að bankakerfið er kostnaðarsamt og kjörin eftir því?“  Þessum spurningum er varpað fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA. Þar segir m.a.: „Hagn...

Lesa áfram

10. mar. 2015 | Efnahagsmál
Aukinn kaupmáttur knýr hagvöxt síðasta árs

Hagvöxtur mældist 1,9% á síðasta ári samanborið við 3,6% á árinu 2013. Hann var að þessu sinni að mestu drifinn áfram af innlendri eftirspurn, einkum fjárfestingu, en fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna viðlíka vöxt þess liðar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri umfjöllun efnahagssviðs SA.  „Tölur Hagstofunnar eru um margt áhugaverðar, í fyrsta lagi endurmetur Hagstofan tölur til verulegrar hækkunar fyrir 3F 2014 og í öðru lagi kemur á óvart hversu mikið innlend eftirspurn óx yfir árið, ...

Lesa áfram

10. feb. 2015 | Greining
Kjarasamningar 2015: Stöðugleika loksins náð - lærum af reynslunni

Víðtæk áhrif kjarasamninga eru vel þekkt á Íslandi. Samningar um launahækkanir umfram efni hafa ávallt skilað sér í hærra verðlagi og hefur engin breyting orðið á þjóðarbúskapnum til að ætla að annað sé upp á teningnum nú. Þetta segir m.a. í nýrri greiningu efnahagssviðs SA en þar er bent á að Seðlabankinn hafi sýnt það í verki að hann bregðist fljótt við aukinni verðbólgu með hækkun vaxta. Ekki þarf að líta lengra en til síðustu tveggja kjarasamninga til að staðfesta það. Í kjölfar mikilla l...

Lesa áfram

06. jan. 2015 | Efnahagsmál
Vaxandi hagkerfi og aukin sprengigleði

Íslendingar fögnuðu nýju ári að vanda með hávaða og látum og litríkum flugeldum sem lýstu upp himininn. Flutt voru til landsins 502 tonn af flugeldum á árinu skv. lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og því af nægu að taka en í kvöld munu margir halda sprengingum áfram á þrettánda og síðasta degi jóla. 502 tonn af flugeldum samsvar 1,5 kílóum á hvern Íslending en það er lítið magn m.v. við það sem flutt hefur verið inn frá upphafi þessarar aldar. Engan skyldi undra að mest var flutt inn af flu...

Lesa áfram